Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 92
„Af hálfu lögmanns stefnanda, er m.a. á því byggt að GJ hafi staðið að stofnun hlutafélag og gagngert stofnendur
félagsins til að fara í kringum ákvæði kaupsamningsins frá 1. des. 1989.“
SIÐFERÐI í VIÐSKIPTUM
- MÁL BÍRÓ-STEINARS HF. GEGN GUÐNA JÓNSSYNISNÝST M.A. UM
VIÐSKIPTASIÐFERÐIOG ATVINNUFRELSI, SEGIR GREINARHÖFUNDUR MA
Greinarhöfundur,
Ólafur Garðarsson, er
starfandi lögfræðingur.
Almenn regla um bann við
óhæfilegum viðskiptaháttum
var lögfest hér á Iandi með lög-
um nr. 56 frá árinu 1978 um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti. Lög-
in juku verulega við lög nr. 84/
1933 um varnir gegn óréttmæt-
um verslunarháttum.
í 26. grein 1. nr. 56/1978 segir að í
atvinnustarfsemi sé óheimilt að haf-
ast nokkuð það að sem brýtur í bága
við góða viðskiptahætti, sem tíðkaðir
eru í slíkri starfsemi, eða er óhæfilegt
gagnvart neytendum. Eins og segir í
greinargerð með 1. nr. 56/1978 er
meginhlutverk þessarar greinar
„góðir viðskiptahættir“. Mat á því
hvað telja beri góða viðskiptahætti
ræðst síðan af atvikum á þeim stað og
þeim tíma þegar verknaður á sér
stað.
í greinargerðinni var þess getið að
hér á landi væri fátt til leiðbeiningar
um það hvað væru góðir viðskipta-
hættir ef frá voru talin 1. nr. 84/1933
um varnir gegn óréttmætum verslun-
arháttum og nokkur sundurleit mál,
sem dómar höfðu fallið í á þessu sviði.
Ekki var unnt að banna ákveðnar
athafnir eða aðferðir í lögum þar sem
óhæfilegir eða ólögmætir viðskipta-
hættir geta birst í ótal myndum. Er
enda hætt við því að slík löggjöf yrði
fljótt bæði ómarkviss og úrelt. Nægir
að benda á öra tækniþróun því til
stuðnings.
Hins vegar var valin sú leið, sem
mörg önnur ríki höfðu þá þegar valið,
að lögfesta almennt ákvæði um bann
við óréttmætum viðskiptaháttum.
92