Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 15
íslendingum er frjálst að ákveða sjálfir hver skuli fylgjast með tönnum þeirra eða almennu ástandi líkamans. En þeim er ekki treyst til að ákveða hver skoði bílana þeirra! umboði hins opinbera. Hérlendis var ákveðið að fara sömu leið. Sérstök nefnd var skipuð haustið 1987 til að fjalla um fyrirkomulag á skoðun og skráningu ökutækja. Ræddu nefndarmenn ítarlega hvort bæri að efla Bifreiðaeftirlitið til að byggja fullkomnar skoðunarstöðvar eða hvort eðilegra væri að stofna hlutafélag um rekstur fyrirtækis er sinnti verkefninu. Fljótlega komust menn á þá skoðun að síðari valkostur- inn væri heppilegri en ágreiningur reis um það hver skyldi verða hluti ríkisins í slíkum rekstri. Formaður nefndarinnar, Björn Friðfinnsson að- stoðarmaður ráðherra og núverandi ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis- ins, lagði til að ríkissjóður legði til 41 milljón af 80 milljóna króna hlutafjár- stofni. Niðurstaðan varð sú að ríkis- sjóður á helming hlutafjárins en aðrir hluthafar eru tryggingarfélög og fyrir- tæki, eða samtök, sem tengjast bif- reiðaeign og þjónustu við bílaeigend- ur. Stjórnarformaður fyrirtækisins er nú Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu en með honum í stjórn eru Einar Sveinsson „Þrátt fyrir áköf mótmæli ýmissa aðila gegn þessari ráðstöfun á sínum tíma, þótti meirihluta þingmanna eðlilegt að veita hinu nýstofnaða hlutafélagi einokunaraðstöðu og jafnan hefur verið blásið á rök þeirra sem benda á hætturnar sem slíku ráðslagi eru samfara.“ forstjóri Sjóvá-Almennra, Ingi R. Helgason forstjóri Vátryggingafélags Islands, Friðjón Guðröðarson sýslu- maður, Stefán Ó. Magnússon frá Fé- lagi íslenskra bifreiðaeigenda, Guð- mundur Hilmarsson formaður Félags bifvélavirkja og Björn Ómar Jónsson frá Bflgreinasambandinu. Fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. er Karl Ragnars verkfræð- ingur. Eftir allnokkrar umræður á löggjaf- arsamkomunni voru samþykkt ný lög er kváðu á um að Bifreiðaeftirlit ríkis- ins skyldi lagt niður og tók Bifreiða- skoðun fslands hf. til starfa í ársbyrj- un 1989. Jón Sigurðsson, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði fram stjóm- arfrumvarp um stofnun fyrirtækisins og var það samþykkt af langflestum þingmönnum. Hér verður ekki hirt um að rifja upp í smáatriðum nýmælin við gildistöku laganna um bifreiðaskoðun, en þau leystu af hólmi lög frá árinu 1964. Þau voru að stofni til þau sömu og gilt höfðu frá árinu 1928. Meginbreyting- arnar voru hins vegar fólgnar í mun strangari kröfum til skoðunar öku- tækja og tekið var upp fastnúmera- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.