Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 18
FORSIÐUGREIN Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar: Stjórn fyrirtækisins hefur alla tíð verið andvíg því að heimila verkstæðunum aðalskoðun á bflum því við teljum að þá komi upp hagsmunaárekstur því það er slæmt ef sami aðili bæði skoðar og gerir við. Það kerfi sem við höfum þróað er sams konar og í flestum löndum í kringum okkur. Bifreiðaskoðun íslands leggur áherslu á að aðilar uppfylli gæðakröfur. slíku fyrirkomulagi megi spara veru- lega í fjárfestingum og koma á tækni- væddri skoðun um land allt mun fyrr en ella auk þess að tryggja bifreiða- eigendum um allt land betri þjónustu án mikils kostnaðarauka." Því er svo við að bæta að Bifreiða- skoðun hefur veitt tæplega 60 verk- stæðum víða urn land heimild til að endurskoða bfla, en bíleigendur hafa mjög lítið nýtt sér þann möguleika enda vita fæstir af honum. A síðasta ári voru endurskoðuð 11.582 öku- tæki. Aðeins 1.863 þeirra voru end- urskoðuð á verkstæðum og Bifreiða- skoðun íslands hf. sat því nær ein að þessum viðskiptum. AF HVERJU Ein FYRIRTflEKI? Ef menn fallast á að það séu hags- munaárekstrar fólgnir í því að hleypa verkstæðum í landinu inn á þennan markað, vakna fleiri spurningar. Hvers vegna er aðeins einu fyrirtæki tryggð einokun í atvinnugeira sem veltir hundruðum milljóna á hverju ári? Hvers vegna var ekki farin sú leið að fela dómsmálaráðuneytinu sjálfu að móta reglur og nýmæli varðandi skráningu og skoðun bíla en bjóða svo sjálfa framkvæmdina út, t.d. til tveggja eða þriggja aðila? Og varðandi hlut verkstæðanna: Hefði ekki verið hægt að setja þau einföldu skilyrði að sama verkstæðið annaðist ekki skoð- un og viðgerðir? Einokunarsinnar töldu óskynsam- legt að stofna fleiri en eitt fyrirtæki er annaðist skoðun bifreiða. Hvað ætli séu mörg fyrirtæki í landinu sem þjónusta bifreiðar yfirleitt? Sennilega „Hvers vegna mega ekki menn í frjálsu hagkerfi verja sínum fjármunum til að stofna fyrirtæki um skoðun og skráningu bíla? Rétt eins og þeir geta keppt sín í milli á öðrum sviðum. Eða trúa menn því virkilega að eitt fyrirtæki á þessu sviði tryggi lægsta verðið fyrir þjónustuna?" skipta þau þúsundum. Hvers vegna mega ekki menn í frjálsu hagkerfi verja fjármunum sínum til að stofna fyrirtæki um skoðun og skráningu bíla? Rétt eins og þeir geta keppt sín í milli á öðrum sviðum. Eða finnst mönnum virkilega að þessi gamal- kunna aðferð í anda forsjárhyggju sé sú heppilegasta til að treysta hags- muni eigenda bifreiða í landinu? Trúa menn því virkilega að eitt fyrirtæki á þessu sviði tryggi lægsta verðið fyrir þjónustuna? Sannleikurinn er auðvitað sá að öll umræða einokunarsinna um þessi mál hefur hingað til verið gjörsamlega úr tengslum við tímann. Þar hafa komið nærri menn úr öllum stjórnmálaflokk- um og forystan verið á hendi dóms- málaráðherra þeirra stjórnmálaflokka sem lengst og mest hafa skeggrætt um nauðsyn einkavæðingar og minni opinberra afskipta. Eða hvað með læknastöðvar sem spretta upp víða um land? Hvers vegna treysta stjórnvöld almenningi til að velja sér sálfræðing, tannlækni eða magaspeglunarsérfræðing? Hvers vegna er ekki allt eftirlit með mannslíkömum á þessu landi í einu risavöxnu, ríkistryggðu einokunar- fyrirtæki? Spyrja þeir sem ekki vita. HVAÐ SPARAÐIST? Hitt meginatriðið í gagnrýni á Bif- reiðaskoðun Islands hf. lýtur að kostnaði við þá þjónustu sem þar er í boði. Benda menn m.a. á að hækkun þjónustugjalda megi rekja til þess að hér er um einokunarfyrirtæki að ræða sem geti sett upp það verð fyrir sína þjónustu sem því sýnist. Við- skiptamennirnir, bíleigendur í land- inu, verði einfaldlega að borga það sem upp er sett. Þegar stofnun fyrirtækisins var í undirbúningi voru settir fram útreikn- ingar sem sýndu að með tilkomu þess myndi kostnaður við skráningu og skoðun ökutækja stórlækka. í raun má segja að þetta hafi verið önnur meginrökin fyrir nauðsyn þess að setja fyrirtækið á laggirnar. í nefndaráliti vegna undirbúnings málsins er m.a. fjallað um kostnað við rekstur Bifreiðaeftirlits ríkisins og fullyrt að á árunum 1986 og 1987 hafi verið „innheimt verulega hærri skoð- unar- og skráningargjöld, en sem nemur kostnaði Bifreiðaeftirlits ríkis- ins“. Síðan segir: „Ef farið er að til- lögu nefndarinnar um stofnun hlutafé- lags um bifreiðaskoðun og skráningu mun ríkissjóður eigi hafa tekjur af þessum verkefnum né ábyrgð á kostnaði við þau umfram það sem nemur arði af hlutafé rílíissjóðs og 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.