Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 41
FORRITU NARMÁL - HUGBÚNAÐUR Þótt það skipti fæsta tölvunot- endur nokkru til eða frá þá eru þau forrit sem þeir nota dags daglega skrifuð á mismunandi málum. I stað þess að flokka málin eftir því hvar í heiminum þau eru töluð eru forritunarmál flokkuð eftir því hve langt frá upprunanum þau eru, þ.e. því skipanakerfi eða máli sem gjör- vi (heili) tölvunnar vinnur eftir og kallað er vélarmál. Vélarmál- ið hefur aðeins tvær skipanir; af og á, eins og um venjulegan raf- magnsrofa væri að ræða. En þar sem tölvugjörva má líkja við urmul samtengdra rofa þarf skipanakerfi, t.d. á borð við tvíundarkerfið þar sem 1 þýðir „á“ og 0 þýðir „af‘. Tvíundarkerfið er sk. reiknirekki og skipanirnar ákveðin röð táknanna 1 og 0, sem kallast vélarkóði. Sem dæmi um vélarkóða má únynda sér 4 ljósaperur í röð. Yfir þeim, frá vinstri til hægri, standa tölustafirnir 8-4-2-1. Þannig táknar rofaröðin l-O-O-O töl- ustafmn 8, l-O-O-l = 9,1- OT-O = 10, 1-0-1-1 = 11 o.s.frv. Þetta vélar- málskerfi nefnist tvíundarkerfi. Með því að þróa kerfi táknrænna setninga í stað svona talnaraða fyrir vélarmálsskipanir varð auðveldara að læra að búa til og raða saman skipun- um. Þannig varð til þróaðra forritun- armál en vélarmálið. A milli þess og vélarmálsins er þýðari, kerfi sem breytir táknrænu setningunum í vél- arkóða sem gjörvi tölvunnar skilur, þ.e. 1 og 0 eftir einhverju sérgreindu kerfi, sem nefnist fastaforrit viðkom- andi gjörva. TOLVUÞATTUR Leó M. Jónsson mun skrifa stutta þætti um tölvur i næstu tölublöð Frjálsrar verslunar. Hann skrifar að þessu sinni um hugbúnað tölvanna og helstu forritun- armál. Vélarmálið kallast á ensku „Machi- ne code“ eða „Machine language" og getur verið mismunandi kerfi eftir því hvaða gjörvi/tölvutegund á í hlut. Næsta þrep fyrir ofan, eins og sagt er, táknræna málið og þýðari þess, nefnist smalamál eða smali á íslensku en „Assembler" á ensku og er einnig mismunandi eftir því hvaða gjörvi/ tölva á í hlut. Assembler er fyrsta skrefið til þróunar sk. æðri forritun- armála. A sl. 20 árum eða svo hefur forrit- unartækni þróast ört, ekki síður en vélbúnaður tölva, enda er ákveðin fylgni á milli þróunarstökka í gjörvum og forritunartækni. Til að greina á milli eða til að kaflaskipta þróuninni er talað um kynslóðir forritunarmála. Fyrsta kynslóðin er vélarmálið, önn- ur kynslóðin er táknmálið (Assem- bler), þriðja kynslóðin eru forritunar- mál á borð við Fortran, RPG, Basic, Cobol, Pascal, C, dBase o.fl. Þriðja kynslóð forritunarmála er al- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.