Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 41

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 41
FORRITU NARMÁL - HUGBÚNAÐUR Þótt það skipti fæsta tölvunot- endur nokkru til eða frá þá eru þau forrit sem þeir nota dags daglega skrifuð á mismunandi málum. I stað þess að flokka málin eftir því hvar í heiminum þau eru töluð eru forritunarmál flokkuð eftir því hve langt frá upprunanum þau eru, þ.e. því skipanakerfi eða máli sem gjör- vi (heili) tölvunnar vinnur eftir og kallað er vélarmál. Vélarmál- ið hefur aðeins tvær skipanir; af og á, eins og um venjulegan raf- magnsrofa væri að ræða. En þar sem tölvugjörva má líkja við urmul samtengdra rofa þarf skipanakerfi, t.d. á borð við tvíundarkerfið þar sem 1 þýðir „á“ og 0 þýðir „af‘. Tvíundarkerfið er sk. reiknirekki og skipanirnar ákveðin röð táknanna 1 og 0, sem kallast vélarkóði. Sem dæmi um vélarkóða má únynda sér 4 ljósaperur í röð. Yfir þeim, frá vinstri til hægri, standa tölustafirnir 8-4-2-1. Þannig táknar rofaröðin l-O-O-O töl- ustafmn 8, l-O-O-l = 9,1- OT-O = 10, 1-0-1-1 = 11 o.s.frv. Þetta vélar- málskerfi nefnist tvíundarkerfi. Með því að þróa kerfi táknrænna setninga í stað svona talnaraða fyrir vélarmálsskipanir varð auðveldara að læra að búa til og raða saman skipun- um. Þannig varð til þróaðra forritun- armál en vélarmálið. A milli þess og vélarmálsins er þýðari, kerfi sem breytir táknrænu setningunum í vél- arkóða sem gjörvi tölvunnar skilur, þ.e. 1 og 0 eftir einhverju sérgreindu kerfi, sem nefnist fastaforrit viðkom- andi gjörva. TOLVUÞATTUR Leó M. Jónsson mun skrifa stutta þætti um tölvur i næstu tölublöð Frjálsrar verslunar. Hann skrifar að þessu sinni um hugbúnað tölvanna og helstu forritun- armál. Vélarmálið kallast á ensku „Machi- ne code“ eða „Machine language" og getur verið mismunandi kerfi eftir því hvaða gjörvi/tölvutegund á í hlut. Næsta þrep fyrir ofan, eins og sagt er, táknræna málið og þýðari þess, nefnist smalamál eða smali á íslensku en „Assembler" á ensku og er einnig mismunandi eftir því hvaða gjörvi/ tölva á í hlut. Assembler er fyrsta skrefið til þróunar sk. æðri forritun- armála. A sl. 20 árum eða svo hefur forrit- unartækni þróast ört, ekki síður en vélbúnaður tölva, enda er ákveðin fylgni á milli þróunarstökka í gjörvum og forritunartækni. Til að greina á milli eða til að kaflaskipta þróuninni er talað um kynslóðir forritunarmála. Fyrsta kynslóðin er vélarmálið, önn- ur kynslóðin er táknmálið (Assem- bler), þriðja kynslóðin eru forritunar- mál á borð við Fortran, RPG, Basic, Cobol, Pascal, C, dBase o.fl. Þriðja kynslóð forritunarmála er al- 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.