Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 35
TÆKNI MENGUN VEGNA BÍLA: HVAÐA VÖRN ER BEST? Tíðari stillingar og betra viðhald gætu dregið verulega úr mengun frá bílum auk þess að spara mikið eldsneyti. Strangari reglur um leyfilega mengun í útblæstri bíla eru nauðsyn- legar hérlendis ef stemma á stigu við vaxandi loftmengun, t.d. íReykjavík. Spurningin er, hve strangar eiga þessar reglur að vera og hvað mega þær kosta þjóðarbúið? Ef settar verða sams konar reglur hérlendis og gilda í Bandaríkjunum og sumum nágrannalöndum munu þær leiða til þess að innfluttir bflar verða að vera með hvarfakút („catalytic conver- ter“) í afgaslögn. Rýmri reglur, sem samt gætu dregið verulega úr meng- un frá útblæstri bfla, gætu komið í veg fyrir að hvarfakúturinn yrði nauðsyn- legur og sá aukni kostnaður sem hon- um fylgir. Hvarfinn er stálkútur framarlega í afgaslögn. I kútnum er eins konar svampkaka úr keramiki sem blandað er frumefnunum platínu og reníum í ákveðnu hlutfalli. Þessi efni virka sem efnahvatar með hitanum í afgasinu og valda efnahvörfum sem breyta kol- vetni og kolmónoxíði, sem er meng- andi og eitrað efni í afgasinu, í skað- lausan koltvísýring og vatn. Bflaframleiðendur hafa, eftir um- fangsmiklar rannsóknir, orðið sam- mála um að hvarfmn sé ákjósanlegasti búnaðurinn til þess að uppfylla sífellt strangari kröfur um afgasmengun sem gerðar eru í Kaliforníu í Banda- ríkjunum vegna loftmengunar. Reynslan hefur sýnt að þær reglur taka síðar mörg önnur ríki Bandaríkj- anna og aðrar þjóðir upp. Tæknimönnum er ljóst að hvarfinn er bráðabirgðalausn og ekki gallalaus. Hvarfi, sem mengunarvörn, dregur úr afli bflavéla, er dýr og hækkar því verð á nýjum bflum, endist takmark- aðan tíma ásamt því að auka eldsneyt- iseyðslu. Meira viðhald og aukin eyðsla hækkar því kostnað bfleigenda og þjóðarbúsins í heild. Það versta við þetta dæmi er sennilega sú staðreynd að þessi aukni kostnaður bíleigenda veldur auknum hagvexti sem er of- notað hugtak í pólitík. Frá því að fyrstu hvarfarnir komu á markaðinn hafa þó átt sér stað tals- verðar endurbætur á tæknilegum eiginleikum hvarfans sem dregur nú minna úr afli véla en áður og hreinsar afgasið betur. Engu að síður er stór hluti þeirra endurbóta aukinni raf- eindatækni í bflum að þakka og hefði því náðst án þeirrar eyðsluaukningar sem hvarfinn skapar. Stærsti gallinn við hvarfann sem mengunarbúnað er að hann veldur aukinni eldsneytiseyðslu en eldsneyt- issparnaður er, að flestra áliti, einn TÆKNIÞÁTTUR Leó M. Jónsson vél- tæknifræðingur skrifar að þessu sinni um mengunar- varnir vegna bif- reiðaogminniráað eitt besta ráðið er að stilla vélar bif- reiðanna reglulega. þýðingarmesti þátturinn í því að draga úr mengun andrúmsloftsins. Astæðan fyrir því að hvarfinn eyk- ur eldsneytiseyðslu er sú að hann tekur við því eldsneyti sem ekki tekst að brenna í vélinni og sá (eftir)bruni nýtist ekki til að knýja bfl áfram. Sú varmaorka sem unnin er úr eldsneyt- inu í hvarfanum er því gagnslaus, þ.e. orkutap. „BIÝLAUST" BENSÍN ER BLEKKING Svo virðist sem almenningi hafi verið talin trú um að hvarfí sé m.a. nauðsynlegur til þess að hægt sé að nota „blýlaust" bensín í auknum mæli. Svo er ekki. Það sem er ef til vill alvarlegra er að það er ekkert blýlaust bensín selt hérlendis eins og flestir virðast trúa. Olíufélög hér og erlendis hafa aðeins komið sér saman um hæpið, ef ekki villandi, vöruheiti á bensíni sem inniheldur talsvert minna blý en áður tíðkaðist. Af málflutning sumra „sérfræð- inga“ mætti ætla að hvarfi eyði allri mengun úr afgasi bfla. Svo er ekki og 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.