Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 56
ERLENT Bandarískir viðskiptaskólar í vandræðum Viðskiptaskólar í Bandaríkj- unum miðla ekki nemendum sínum því sem vinnuveitendur leita helst eftir: forystuhæfi- leikum, sköpunargáfu, sam- starfshæfni. Afleiðingin er sú að fyrirtækin sjá í auknum mæli sjálf um þjálfun starfsfólks í stjórnunarstöður eða ráða jafn- vel til þeirra starfsmenn með alls óskylda menntun. Viðskiptaskólar í Bandaríkjunum (Bus- iness schools) útskrifa nemendur með MBA gráðu (Master of Business Admin- istration) sem er meistaragráða í við- skiptafræði. Viðskiptaskólarnir eru yfir- leitt útibú hefðbundinna háskóla, námið tekur oftast tvö ár og inntökuskilyrði eru ekki endilega BA próf í viðskiptafræði, þótt það sé algengast. Námið er dýrt og skólagjöld fyrir þessi tvö ár liggur kringum fjórar milljónir og jafnvel rúmlega það í bestu skólunum en á móti kemur að MBA gráða úr góðum skóla opnar mönnum greiða leið inn í stærstu fyrirtækin vestan- hafs. Nú virðist breyting ætla að verða þar á. Fyrirtækin eru sífellt tregari til að ráða nýútskrifað MBA fólk og byrjunarlaun eru oft mun lægri en búist er við, sérstaklega þegar tekið er tillit til hinna háu skóla- gjalda. Þegar vel er að gáð þarf þessi þróun reyndar ekki að koma neinum á óvart. Kennsla í viðskiptaskólum er að mestu úr takt við viðskiptalífið. Starfsmannastjórar kvarta undan því að nýráðna starfsmenn með MBA gráðu vanti alla þá hæfileika sem einkenni góða stjómendur nútímans: hæfileikann til að umgangast fólk, sköpun- arhæfni, hópsamstarf, getu til að tjá sig skipulega skriflega og munnlega. Að hluta má skella skuldinni á kennsluna sjálfa. Prófessorar við viðskiptaskólana eyða mest öllum tíma sínum í að sinna rann- sóknum og greinaskrifum innan þröngra fræðigreina en láta allar nýjar stefnur í stjómun og rekstri fyrirtækja fram hjá sér fara. Þeir fylgjast lítið með þeirri miklu þróun sem hefur orðið á sviði tölvutækni og gagnasöfnunar. Svokölluð gæðastjórn- un (quality managament) sem er ein helsta kennisetning nútímans í fyrirtækjastjórn- un ruddi sér til rúms á síðasta áratug og byggir á samkeppni milli deilda innan fyrir- tækja. En gæðastjórnun er næstum óþekkt hugtak meðal prófessora við- skiptaskólanna. Hver vill ráða til starfa fólk sem hefur umgengist slík nátttröll í tvö ár? Viðskiptaskólarnir em farnir að þreifa fyrir sér með breytingar sem geti á ein- hvern hátt bætt úr stöðunni en hætt er við að það sé orðið of seint. Framsýn fyrir- tæki em mörg hver farin að fylgja fordæmi stórfyrirtækisins General Electric, þ.e. að sjá sjálfir um þjálfun og menntun starfs- manna, í stað þess annað hvort að ráða menn sem búnir eru að ljúka MBA gráðu eða þá að senda starfsmenn sína til náms í viðskiptaskóla eins og lengi hefur tíðkast. Því er haldið fram að kennsla á vegum GE sé mun betur í takt við tímann en það sem fram fer innan viðskiptaskólanna. Yfir- menn GE líta svo á að nær sé að ráða starfsmenn með góðar BS eða BA gráður í raungreinum, stærðfræði, hugvísindum eða lögfræði og kenna þeim síðan það sem þeir þurfa í raun að vita um starfið, í stað þess að ráða mun dýrari starfsmenn, með MBA próf en litla gagnlega þekkingu. Þá er einnig bent á að ekki nema hluti af því fólki sem hefur hæfileika til að verða góðir stjórnendur fara í viðskiptaskóla. Afgang- urinn fer oft í aðrar greinar innan háskóla en eru ekki síður efnilegir stjórnendur þegar þeir útskrifast. Því sé skammsýni að leita einungis innan veggja viðskipta- skólanna eftir starfskröftum. ELDRIOG REYNDARI Nám í viðskiptaskólum er bæði strangt og dýrt enda ætlast nemendur til þess að þeir geti gengið inn í vel Iaunuð störf að námi loknu. Launakröfur þeirra sem út- skrifast með MBA gráðu hafa heldur auk- ist, enda eru þeir nú af nokkuð öðrum toga en á árum áður. Eftir því sem aðsókn að viðskiptaskólum hefur aukist hafa skólarn- ir í síauknum mæli tekið inn eldri nemend- ur sem hafa þegar sannað að þeir geti staðið sig í viðskiptalífinu. Nú er algengast að menn fari í viðskiptaskólana eftir allt að fimm ára vinnu og útskrifist 29 ára, komnir með töluverða starfsreynslu auk dýrrar menntunar og vilja fá góð laun fyrir vikið. Fá fyrirtæki hafa nýtt sér þessa breyt- ingu á hinum hefðbundna MBA manni. Sum þeirra ráða núna færri MB A menn en láta þá fá meiri ábyrgð strax í fyrstu og nýta þannig betur starfsreynslu þeirra. Önnur fyrirtæki vilja helst að MBA menn séu látnir spreyta sig sem sölumenn en á þann hátt kynnast þeir bæði viðskiptavin- um fyrirtækisins og vörunum sem það framleiðir. A móti kemur að þeir verða að sætta sig við lág laun fyrstu 18 til 24 mán- uðina. Fyrirtæki á borð við AT&T vinna að því að endurmeta þörf fyrirtækisins á MBA mönnum, hvort réttara sé að fara eftir fordæmi General Electric og ráða menn með BA eða BS gráður eða hvort eigi að breyta þeim störfum sem MBA menn gegna innan fyrirtækisins þegar þeir koma inn í það. Aukinn þroski og starfs- reynsla MBA manna er vissulega kostur en vanhæfni þeirra í mannlegum sam- skiptum almennt er stór ókostur. MJÚKA LÍNAN Það er erfitt að henda reiður á því sem viðskiptaskólamir nefna gjarnan háðulega „mjúku hæfileikarnir". Þó er það einmitt þessir hæfileikar sem ráðningastjórar fyrirtækja leita eftir fyrst og fremst hjá umsækjendum. Og jafnframt virðist sem viðskiptaskólarnir séu síst til þess fallnir að efla þessa „mjúku“ hæfileika. í nýlegri könnun meðal ráðningarstjóra stórra fyrirtækja (með 50,000 starfsmenn að meðaltali) kom fram að það sem þeir leit- uðu fyrst og fremst eftir í fari umsækjanda í stjórnunarstöður var færni í tjáskiptum. Aðrir hæfileikar sem þeir töldu mikilvæga voru: hæfileikinn til að vinna með öðrum, að geta útbúið munnlegar og skriflegar greinagerðir, að geta hugsað sjálfstætt og að geta haft yfirumsjón með öðru fólki. Ekkert var minnst á færni í hinum hefð- bundnu greinum viðskiptaskólanna. Þegar þessir sömu aðilar voru spurðir að því hvaða úrbætur þeir vildu helst sjá á viðskiptaskólunum þá nefndu þeir þessa þætti alla en þó vildu þeir fyrst og fremst að skólarnir kenndu nemendum sfnum að gera sér raunsærri hugmyndir um það sem biði þeirra eftir að þeir útskrifuðust. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.