Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN VÍÐTÆK EINKAVÆÐING Ymsar hugmyndir eru nú á lofti varðandi einkavæðingu á Is- Iandi í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti stefnu sína í þeim efnum við valdatöku síðastiiðið vor. Ef marka má fjölmiðlaumræðuna virðist athygli manna einkum beinast að fáum stórum viðfangsefnum á þessu sviði sem ætla má að vandasamt og flókið geti orðið að hrinda í framkvæmd. Má þar nefna hugmyndir um að breyta ríkisbönkunum tveimur og opin- berum fjárfestingarlánasjóðum í hlutafélög og bjóða hlutabréfin síðan á almennum markaði. Það er eðlilegt að menn staldri við banka og fjárfestingarlána- sjóði og vilji kanna möguleika á að einkavæða þá þar sem um er að ræða rnikil verðmæti. En menn verða að hafa í huga að þessurn stofnunum verður ekki breytt í almenningshlutafélög með hröðu áhlaupi þar sem skoðanir eru væntanlega mjög skiptar um fram- tíðarstöðu þeirra. Þannig er ljóst að ágreiningur er um eignarhald á helstu fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna. Iðnrekendur Iíta t.d. þannig á að iðnfyrirtækin í landinu, sem greitt hafa gjald til Iðnlánasjóðs, eigi stóran hlut í sjóðnum og það sé ekki á valdi ríkisins að ráðstafa honum. Þannig þarf að semja um framkvæmd einkavæðingar íþessum tilvikum. Hins vegar má ekki láta dragast að framkvæmd einkavæðingar verði hafin af krafti. Því er tilvalið að sækja fram á mörgum vígstöðum í einkavæð- ingunni og byrja á því sem er ríkinu auðveldast í framkvæmd. Þá er verið að tala um að hefjast þegar handa um að selja hlutabréf í fyrirtækjum sem ríkið á hluti í og eru í rekstri í hlutafélagaformi og einungis með aðild ríkisins, en ekki alfarið í ríkisrekstri. Dæmin um þetta eru allt í kringum okkur. Hér í blaðinu er t.d. fjallað að þessu sinni um Bifreiðaskoðun íslands hf., sem er að hálfu leyti í eigu ríkisins. Fyrirtækið hefur verið rekið með mikl- um hagnaði og hefur verktakasamning við ríkið um starfsemi sína til aldamóta. Er ekki tilvalið að selja hlutabréf ríkisins í Bif- reiðaskoðun íslands hf., annað hvort til þeirra hluthafa sem fyrir eru og eiga fyrirtækið á móti ríkinu eða til hvers sem hafa vill? Þá er tilvalið að hraða því að ríkið selji hlut sinn, eða losi eignir, í Islenskum aðalverktökum, eins og stefnt hefur verið að. Ríkið á eignarhluti í fjölda fyrirtækja sem gera má ráð fyrir að mögulegt sé að selja. Dæmi um það eru Islensk endurtrygging hf., Ferðaskrif- stofa Islands hf., Endurvinnslan hf., Kísiliðjan hf., Þróunarfélag fslands hf., íslenska járnblendifélagið hf., Jarðboranir hf., Sam- ábyrgð fslands, fslenskur markaður hf. á Keflavíkurflugvelli, Steinullarverksmiðjan hf. og fjöldi annarra. Einnig þarf að hraða því að ýmsum ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög með lögum frá Alþingi strax næsta vetur. Þá væri fyrsta skref til einkavæðingar þeirra stigið. Þar er verið at tala um fyrirtæki eins og Sementsverksmiðjuna, Aburðarverksm- iðjuna, Prentsmiðjuna Gutanberg, Lyfjaverslun ríkisins, Síldar- verksmiðjur ríkisins, Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli og jafnvel Póst & síma, svo eitthvað sé nefnt. Orkufyrirtækin hljóta svo að vera sérstakt viðfangsefni sem þarfnast nákvæmrar skoðunar við í þessu samhengi. Einnig verð- ur að líta til þess að einkavæðing þarf ekki að verða einungis til fyrir frumkvæði ríkisins. Sveitarfélögin þurfa einnig að koma við sögu, einkum Reykjavíkurborg. Þar er af nógu að taka. í öllu tali um einkavæðingu má ekki gleymast að við sölu ríkis- fyrirtækja þarf að búa þannig um hnútana að komið verði í veg fyrir að þessi fyrirtæki lendi í höndunum á þröngum valdahópum. Verkefni stjórnmálamanna á næstunni er miklu fremur að brjóta upp þá valdasamþjöppun sem þegar er orðin í atvinnulífinu hér á landi. Einnig þarf að marka skýra stefnu um möguleika útlendinga á eignarhaldi í íslenskum fyrirtækjum. Við þá stefnumörkun þarf bæði varfærni og dirfsku - þó erfitt kunni að vera að samræma þá þætti. I þessu starfi öllu verður að gæta þess að fara ekki hraðar en markaðurinn leyfir. Ríkisrekstur er arfur frá krepputímum og hluti af hagstjórn þeirra tíma. Sú hugsun er nú úrelt og það ber að viðurkenna með því að hrinda í framkvæmd víðtækri einkavæðingu allra þeirra fyrirtækja sem kostur er. Það gildir bæði um heil fyrirtæki og eignarhluta opinberra aðila í fyrirtækjum. '*C7* K 222 fj^ - ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — UTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Árrnúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndástofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.