Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 69
kennir góðan stjórnanda hjá stóru fyrirtæki að hans mati? „Góður stjórnandi þarf að vera dugmikill og búinn þeim hæfileika að geta nýtt sér menntun sína fyrirtækinu til fram- dráttar. Hann þarf að hafa góða heild- aryfirsýn yfir reksturinn, geta stillt saman strengi starfsmanna, halda góðu sambandi við starfsfólk, hlut- hafa og viðskiptamenn fyrirtækisins og síðast en ekki síst að skapa með störfum sínum og framkomu sjálfum sér og fyrirtækinu verðskuldað traust hjá þeim sem hann þarf að hafa sam- skipti við. Ef allt þetta fer saman er líklegra að ákvarðanir hans og stjóm- un fari vel.“ Tími Indriða er á þrotum en að lokum segist hann vera ánægður þegar hann líti yfir farinn veg. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta í því efni. Ég hef kynnst fjölmörgu góðu fólki, starfsfólki, samstarfsmönnum og við- skiptamönnum.“ Ánægjan leynir sér ekki í andliti Indriða þegar hann kveð- ur með þéttu handabandi. RAGNAR S. HALLDÓRSSON, STJÓRNARFORMAÐUR ÍSAL DREG MIG EKKI í HLÉ MEÐAN ÉG GET ORÐIÐ AÐ LIÐI Ragnar S. Halldórsson lét af störfum sem forstjóri Álversins í Straumsvík árið 1988 en hann hafði þá verið við stjórnvölinn frá fyrirtækinu frá byrjun árs 1967. Haft var eftir Ragnari þegar hann hætti störfum að honum hafi verið „sparkað upp á við hjá fyrirtækinu“ og verið gerður að stjórnarformanni. „Þetta er oft orðað svona erlend- is þegar menn hætta að sinna daglegri stjórnun og setjast í stjórn fyrirtækisins,“ segir hann. „Reyndar leyfa íslensk lög ekki að sami maður gegni stjórnarformennsku í stórfyrir- tæki samhliða forstjórastarfi.“ En hvenær eiga stjórnendur stórra fyrirtækja að láta af störfum að mati Ragnars? „Mér þykir eðlilegt að menn láti af krefjandi störfum á með- an þeir hafa ennþá fullt starfsþrek, þá njóta þeir best eftirlaunanna. í Banda- ríkjunum er til dæmis algengt að stjórnendur láti af störfum 50 til 55 ára gamlir og sjaldgæft að þeir séu lengur í starfi en til sextugs.“ Sjálfur var Ragnar 59 ára þegar hann lét af störfum. „Ég er líka sammála því við- horfi að það sé gott að menn skipti um starf á fimm til tíu ára fresti. Að ég var svona lengi forstjóri Álversins kom meðal annars til vegna þeirra póli- tísku átaka sem urðu hér innanlands um starfsemi fyrirtækisins. Það þótti ekki ráðlegt að ég skipti um starf á þeim tíma.“ Ragnar hefur ekki skrifstofu hjá ís- al enda segist hann ekki hafa þörf fyrir það. „Stjórnarformennskan felst ein- faldlega í því að stjóma fundum stjómarinnar. Það em venjulega tveir fullskipaðir stjórnarfundir á ári, annar hér heima en hinn í Sviss, og svo eru mánaðarlegir fundir íslenskra stjóm- armanna og framkvæmdastjórnarinn- ar.“ Hann segir bæði kosti og galla fylgja því að láta af krefjandi starfi. „Til að byrja með fannst mér eins og svolítið tómarúm væri í lífinu. En ég hef unnið að ýmsum verkefnum síðan ég hætti, þannig að það hefur verið nóg að gera.“ Ragnar virðist raunar vera sú manngerð sem verður að hafa mörg jám í eldinum og helst að vera að byggja eitthvað upp. Dæmi um það er þátttaka hans í „Ándraævintýrinu" svokallaða fyrir tveimur árum þegar íslenska úthafsútgerðarfélagið hf. var stofnað um rekstur togarans Andra sem veiða átti í bandarískri lögsögu undan ströndum Alaska. Þegar Andri var kominn á miðin sneru bandarísk stjórnvöld við blaðinu og neituðu að veita togaranum leyfi til veiða. „Æv- intýrið var endasleppt," segir Ragn- ar. „Það var gaman að þessu meðan á því stóð en okkar mistök voru að treysta orðum stjórnmálamanna sem höfðu gert með sér samkomulag um veiðileyfi sem síðan var ekki staðið við.“ Ragnar átti þátt í stofnun Hluta- bréfamarkaðarins hf. fyrir urn fimm árum og Hlutabréfasjóðnum í fram- haldi af því og á sæti í stjóm beggja fyrirtækjanna. „Þessi hlutafélög komu í raun á þeim öflugu viðskiptum með hlutabréf sem gjörbreytt hafa möguleikum fyrirtækja til að efla eig- infjárstöðu sína,“ segir Ragnar. Þá koma hann á fót ásamt fleirum hug- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.