Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 21
„Sannleikurinn er sá að allir okkar útreikningar og tímaplön hafa full- komlega staðist nema þar sem stjórn- völd hafa gripið inn í eftir á. Fyrst er á það að líta að í mínum útreikningum um rekstrartekjur var ekki gert ráð fyrir söluskatti, síðar virðisauka- skatti, á starfsemina hér. Þá er ljóst að fyrirtækið hefur þurft að fjárfesta mun meira en við gerðum ráð fyrir því strax kom í ljós að það var alls ekki næg þjónusta að vera einungis með fjórar skoðunarstöðvar utan Reykja- víkur. Þá má og nefna að sú lóð sem við byggðum á hér við Hesthálsinn var mun dýrari en gert var ráð fyrir í mínum útreikningum haustið 1987. Það sem stendur eftir er sú stað- reynd að mínar áætlanir hafa staðist furðanlega vel þegar þess er gætt að hér var verið að stofna fyrirtæki sem ekki var fordæmi fyrir hér á landi auk þess sem þú ert að bera saman gamla áætlun og niðurstöðu í rekstri fjórum árum síðar. Öll mannvirki Bifreiðaskoðunar eru afar hagkvæm í byggingu og hvergi bruðlað með rými eða útfærsl- ur. Þetta eru einfaldar byggingar sem skila sínu hlutverki eins og til var ætl- ast.“ Við skulum láta nægja að vitna í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bifreiðaskoðunar íslands hf. vorið 1990: „Aðalfundur Bifreiðaskoðunar íslands hf. haldinn 27. apríl 1990 sam- þykkir að fela stjórn fyrirtækisins að endurskoða fjárfestingaráætlanir fyrirtækisins, m.a. áætlanir um bygg- ingu skoðunarstöðva um allt land. Leitað verði ódýrari lausna en stórra bygginga í eigu fyrirtækisins, því áríðandi er að sem fyrst komist á tæknivædd skoðun um allt land jafn- framt því sem að kostnaði af fjárfest- ingum sé haldið í lágmarki." STÓRHÆKKUN SKOÐUNARGJALDA Neytendasamtökin hafa lengi bent á óheilbrigði þeirrar einokunar sem þrifist hefur hvað varðar skoðun og skráningu bifreiða í landinu. Hafa samtökin ítrekað gagnrýnt miklar hækkanir á þjónustugjöldum Bifreiða- skoðunar og náðu m.a. í vor að knýja dómsmálaráðherra til að lækka gjald- skrá fyrirtækisins fyrir árið 1991. Samtökin benda á að hækkanir á þjónustugjöldum Bifreiðaskoðunar hafi á liðnum árum verið langt umfram verðlagshækkanir. T.d. hafi skoðun- argjald á fólksbílum hækkað um 57.3% frá síðustu gjaldskrá Bifreiða- eftirlitsins til þeirrar gjaldskrár Bif- reiðaskoðunar sem var í gildi í árs- byrjun 1990. Á sama tíma hafi fram- færsluvísitala hækkað um 46.2% og almenn laun talsvert minna. Mest hafa þó Neytendasamtökin hneykslast á 214.6% hækkun á skoð- unargjaldi vörubfla á fyrrgreindu tímabili og á skellinöðrum um heil 100%! Undrar svo sem engan. í öllum þessum tölum er tekið tillit til þess að virðisaukaskattur lagðist á þjónustu Bifreiðaskoðunar með upptöku hans en söluskattur var ekki á þjónustu Bifreiðaeftirlitsins gamla. Þess skal getið hér að stærstur hluti hækkunar á gjaldskránni varð strax á milli áranna 1988 og 1989 en síðan hafa hækkanir að mestu verið í samræmi við breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar. Þrátt fyrir það hefur hagnaður af rekstri Bifreiða- skoðunar aukist verulega eða úr tæp- lega 39 milljónum til ráðstöfunar árið 1989 í 86 milljónir á síðasta ári, eftir skatta. En hvað segir Karl Ragnars fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands um þessa gagnrýni Neytenda- samtakanna? „Hún er því miður á misskilningi þyggð. Þegar Bifreiðaeftirlitið var og hét var öllum tilkostnaði við rekstur þess haldið í lágmarki og ríkissjóður hagnaðist verulega á rekstrinum. Með tilkomu Bifreiðaskoðunarinnar var ákveðið að fyrirtækið héldi þjón- ustugjöldunum og notaði þá fjármuni til að byggja upp stórbætta þjónustu, skoðunarstöðvar í Reykjavík og úti um landið o.s.frv. Ef við berurn saman raunhækkanir á gjöldunum í janúar 1988 annars veg- ar og í apríl 1991 hins vegar, kemur í ljós að öll okkar gjöld, nema vegna 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.