Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 21

Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 21
„Sannleikurinn er sá að allir okkar útreikningar og tímaplön hafa full- komlega staðist nema þar sem stjórn- völd hafa gripið inn í eftir á. Fyrst er á það að líta að í mínum útreikningum um rekstrartekjur var ekki gert ráð fyrir söluskatti, síðar virðisauka- skatti, á starfsemina hér. Þá er ljóst að fyrirtækið hefur þurft að fjárfesta mun meira en við gerðum ráð fyrir því strax kom í ljós að það var alls ekki næg þjónusta að vera einungis með fjórar skoðunarstöðvar utan Reykja- víkur. Þá má og nefna að sú lóð sem við byggðum á hér við Hesthálsinn var mun dýrari en gert var ráð fyrir í mínum útreikningum haustið 1987. Það sem stendur eftir er sú stað- reynd að mínar áætlanir hafa staðist furðanlega vel þegar þess er gætt að hér var verið að stofna fyrirtæki sem ekki var fordæmi fyrir hér á landi auk þess sem þú ert að bera saman gamla áætlun og niðurstöðu í rekstri fjórum árum síðar. Öll mannvirki Bifreiðaskoðunar eru afar hagkvæm í byggingu og hvergi bruðlað með rými eða útfærsl- ur. Þetta eru einfaldar byggingar sem skila sínu hlutverki eins og til var ætl- ast.“ Við skulum láta nægja að vitna í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bifreiðaskoðunar íslands hf. vorið 1990: „Aðalfundur Bifreiðaskoðunar íslands hf. haldinn 27. apríl 1990 sam- þykkir að fela stjórn fyrirtækisins að endurskoða fjárfestingaráætlanir fyrirtækisins, m.a. áætlanir um bygg- ingu skoðunarstöðva um allt land. Leitað verði ódýrari lausna en stórra bygginga í eigu fyrirtækisins, því áríðandi er að sem fyrst komist á tæknivædd skoðun um allt land jafn- framt því sem að kostnaði af fjárfest- ingum sé haldið í lágmarki." STÓRHÆKKUN SKOÐUNARGJALDA Neytendasamtökin hafa lengi bent á óheilbrigði þeirrar einokunar sem þrifist hefur hvað varðar skoðun og skráningu bifreiða í landinu. Hafa samtökin ítrekað gagnrýnt miklar hækkanir á þjónustugjöldum Bifreiða- skoðunar og náðu m.a. í vor að knýja dómsmálaráðherra til að lækka gjald- skrá fyrirtækisins fyrir árið 1991. Samtökin benda á að hækkanir á þjónustugjöldum Bifreiðaskoðunar hafi á liðnum árum verið langt umfram verðlagshækkanir. T.d. hafi skoðun- argjald á fólksbílum hækkað um 57.3% frá síðustu gjaldskrá Bifreiða- eftirlitsins til þeirrar gjaldskrár Bif- reiðaskoðunar sem var í gildi í árs- byrjun 1990. Á sama tíma hafi fram- færsluvísitala hækkað um 46.2% og almenn laun talsvert minna. Mest hafa þó Neytendasamtökin hneykslast á 214.6% hækkun á skoð- unargjaldi vörubfla á fyrrgreindu tímabili og á skellinöðrum um heil 100%! Undrar svo sem engan. í öllum þessum tölum er tekið tillit til þess að virðisaukaskattur lagðist á þjónustu Bifreiðaskoðunar með upptöku hans en söluskattur var ekki á þjónustu Bifreiðaeftirlitsins gamla. Þess skal getið hér að stærstur hluti hækkunar á gjaldskránni varð strax á milli áranna 1988 og 1989 en síðan hafa hækkanir að mestu verið í samræmi við breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar. Þrátt fyrir það hefur hagnaður af rekstri Bifreiða- skoðunar aukist verulega eða úr tæp- lega 39 milljónum til ráðstöfunar árið 1989 í 86 milljónir á síðasta ári, eftir skatta. En hvað segir Karl Ragnars fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands um þessa gagnrýni Neytenda- samtakanna? „Hún er því miður á misskilningi þyggð. Þegar Bifreiðaeftirlitið var og hét var öllum tilkostnaði við rekstur þess haldið í lágmarki og ríkissjóður hagnaðist verulega á rekstrinum. Með tilkomu Bifreiðaskoðunarinnar var ákveðið að fyrirtækið héldi þjón- ustugjöldunum og notaði þá fjármuni til að byggja upp stórbætta þjónustu, skoðunarstöðvar í Reykjavík og úti um landið o.s.frv. Ef við berurn saman raunhækkanir á gjöldunum í janúar 1988 annars veg- ar og í apríl 1991 hins vegar, kemur í ljós að öll okkar gjöld, nema vegna 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.