Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 25
okkur viðvart og mun blaðið þá birta
leiðréttingu í næsta tölublaði ef menn
óska þess.
Fjöldi þeirra sem kemur við sögu í
þessari könnun hefur aukist ár frá ári.
Lögð er áhersla á að kanna tekjur
flestra þeirra sem voru athugaðir í
fyrra í þeim tilgangi að gera saman-
burð á milli ára. Að öðru leyti eru
einstaklingamir innan hópanna valdir
af handahófi. Það skal tekið fram að
auðvitað hefði mátt velja allt aðra
hópa manna eða allt aðra einstaklinga
innan þeirra hópa sem skoðaðir eru,
enda er ekki ætlast til að neinar algild-
ar ályktanir verði dregnar af þessari
könnun okkar. Við gerum okkur hins
vegar vonir um að hér geti verið um
að ræða áhugaverðar vísbendingar
um tekjur einstakra hópa og einstakl-
inga.
I meðfylgjandi töflum eru þrjár
talnaraðir. Fyrsti dálkurinn sýnir
skattskyldar heildartekjur viðkom-
andi manns árið 1990. í öðrum dálki
eru sýndar meðaltekjur á mánuði árið
1990 og í þriðja dálki getur að líta
meðaltekjur á mánuði árið 1990 reikn-
aðar til verðlags í ágústmánuði 1991.
Þá er miðað við hækkun svonefndrar
iaunavísitölu sem nemur 9.96% frá
meðaltali ársins 1990 til ágúst 1991.
Talið er að sú vísitala gefi réttasta
mynd af launahækkunum í þjóðfélag-
inu.
Frjáls verslun skoðaði skattskrár í
íjórum skattumdæmum landsins,
þ.e. íReykjavík, Reykjanesumdæmi,
Vesturlandsumdæmi og Norður-
landsumdæmi eystra. Þeir rúmlega
þrjúhundruð einstaklingar sem koma
við sögu eru frá Reykjavík, Kópa-
vogi, Mosfellsbæ, Seltjarnamesi,
Garðabæ, Hafnarfirði, Bessastaða-
hreppi, Keflavík, Akureyri, Húsavík,
Dalvík, Borgarnesi, Akranesi, Búð-
ardal, Stykkishólmi, Grundarfirði,
Ólafsvík og fleiri stöðum.
Við vekjum sérstaka áthygli á því
að hér eru til umfjöllunar skattskyldar
heildartekjur manna. Þá er um að
ræða allar skattskyldar tekjur þeirra,
bæði fyrir aðalstarf og aukastörf, ef
um þau er að ræða, og skattskyldar
eignatekjur teljast einnig með þar
sem þeim er til að dreifa.
Eðlilegt þótti að sýna skattskyldar
meðalmánaðartekjur ársins 1990 á
TEKJUR N0KKURRA STARFSHÓPA (Allar fjárhæðir eru í þús. kr) Skattskyldar Skattsk.tekjur Skattsk.tekjur tekjur 1990 pr.mán 1990 pr.mán 1990 á verðl.ág.’91
I. Stjórnendur nokkurra stórra fyrirtækja
Sindri Sindrason framkv.stjóri Pharmaco 11.822 985 1.083
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips 11.134 928 1.020
Gunnar M. Hansson forstjóri IBM 11.014 918 1.009
Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS 10.731 894 983
Christian Roth forstjóri ÍSAL 9.072 756 831
Axel Gíslason forstjóri VÍS 8.647 721 792
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins 8.625 719 790
Einar Sveinsson forstjóri Sjóvá-Almennra 8.184 682 750
Magnús Gunnarsson forstjóri SÍF 8.164 680 748
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða 8.079 673 740
Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda 8.076 673 740
Lýður Á. Friðjónsson framkvstj. Vífilfells 7.644 637 700
Jón Helgi Guðmundsson forstjóri BYKO 7.603 634 697
Magnús Gauti Gautason kaupfélagstj. KEA 7.436 620 681
Friðrik Pálsson forstjóri SH 7.087 591 649
Jón Sigurðsson forst. Járnbl.fél.á Grundartanga 6.971 581 639
Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu 6.452 538 591
Einar Benediktsson forstjóri Síldarútv.nefndar 6.433 536 589
Gísli Guðmundsson forst. Bifreiða & Landb.véla 6.343 529 581
Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs 6.300 525 577
Stefán Friðfinnsson forstjóri Aðalverktaka 6.171 514 565
Steinþór Skúlason forstjóri SS 6.060 505 555
Þröstur Ólafsson fyrrv. frkv.stj. Miklagarðs 5.863 489 537
Þorsteinn Már Baldvinnson framkvstj. Samherja 5.706 476 523
Pétur Reimarsson forstjóri Sæplasts 5.315 443 487
Gunnar Ragnars forstjóri ÚA 5.015 418 460
Haraldur Sturlaugsson forstj. HB & Co. Akranesi 4.797 400 440
Guðlaugur Björgvinsson forstjóri MS 4.577 381 419
Óli Kr. Sigurðsson forstjóri OLÍS 4.384 365 402
Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða 4.324 360 396
Ágúst Sigurðsson forstjóri í Stykkishólmi 4.300 358 394
Sigurður Gísli Pálmason stjórnarform.Hagkaups 4.083 340 374
Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri KB 3.950 329 362
II. Stjórnendur nokkurra stórra ríkisfyrirtækja
Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar 7.015 585 643
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar 6.225 519 570
Sigmundur Guðbjarnarson fv. rektor Háskóla ísl. 5.073 423 465
Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna 4.516 376 414
Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR 4.407 367 404
Gylfi Þórðarson frkv.stjóri Sementsverksm. 4.140 345 379
Hákon Björnsson frkv.stjóri Áburðarverksm. 4.020 335 368
Ólafur Tómasson póst & símamálastjóri 3.899 325 357
Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri 3.756 313 344
25