Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 36

Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 36
því er, eftir sem áður, mikil hætta af bílvélum sem látnar eru ganga innan húss án nauðsynlegrar loftræstingar. Þá gætir enn þrálátra fordóma í garð dísilvéla sem margir virðast halda að mengi andrúmsloftið meira en bensínvélar. Staðreyndin er sú að dísilvél er allt að 30% sparneytnari (orkuspamaður við bruna er virkasta mengunarvörnin), nýtísku dísilvélar í bflum eru sáralítið háværari og afgas þeirra inniheldur minna af hættuleg- um efnum en afgas bensínvéla. AÐRAR LEIÐIR Það gefur augaleið að tæknifræð- ingar bflaframleiðenda vinna myrkr- anna á milli við að fmna hagkvæmari aðferð til að eyða mengun í útblæstri véla — leita aðferða til þess að láta þá hreinsun sem gerist í hvarfanum, fyrir aftan vélina, verða inni í vélinni sjálfri í staðinn. Þannig nýtti vélin eldsneytið betur, hvarfinn yrði óþarf- ur og sparneytni bfls jykist um leið og mengun minnkaði. Með aukinni rafeindatækni hefur náðst drjúgur árangur: Bflar hafa aldrei verið sparneytnari en nú miðað við slagrými (stærð) vélar. Rafeinda- búnaður stýrir, á sjálfvirkan hátt, bensínblöndu og neistatíma þannig að eldsneytið brennur betur þrátt fyrir breytilegt álag. í Bandaríkjunum er farið að selja nýja gerð af bensíni til reynslu en það brennur þannig, ínýjustu bflvélum, að kolmónoxíðs- og kolvetnismengun (CO og HC) í afgasi verður svo lítil að hvarfkútinn þarf ekki. Þrátt fyrir rafeindatæknina er enn of mikið af ákveðnum mengunarefn- um í afgasinu til að standast ströng- ustu kröfur þegar brennt er venjulegu bensíni. Hvarfinn er sú lausn sem bflaframleiðendur hafa valið enda gef- ur hún þeim auknar tekjur. Þar með er ekki sagt að íslendingar þurfi svo strangar kröfur að ekki megi komast af án hvarfans. Mengunarvarnir, segja stjórnmála- menn, eru meðal brýnustu verkefna. Gera má ráð fyrir því að allur þorri fólks sé því sammála. Samt sem áður gætir þeirrar tilhneigingar að ein- hverjir aðrir en maður sjálfur eigi að draga úr mengun. Fólk hleypur ekki til og lætur setja dýran hvarfakút í bfl í því skyni að draga úr mengun vitandi að eyðsla bflsins eykst um leið og veldur auknum kostnaði. Ein af sorpbrennslustöðvum lands- ins. Arleg mengun álíka og frá þús- undum illa stilltra fólksbíla. AÐRIR KOSTIR Að apa gagnrýnislaust upp er- lendar reglur, sem settar eru þar sem iðnaðarmengun er margfalt meiri en á íslandi og allt annað loftslag, væri vafasöm pólitík, svo ekki sé meira sagt. Slík ákvörðun myndi neyða inn- flytjendur til þess að selja einungis bfla með hvarfa. Það er hægt að stuðla að mengunarvörnum á ýmsan annan hátt, jafnvel með notkun hvarfakúta. Sú leið hefur verið reynd í Svíþjóð að hafa bifreiðagjöld (skatt) af bfl með hvarfa lægri en af bfl án hvarfa). Það er ekki svo fráleitt að halda því fram að ókeypis stilling á bflum í ein- hverri mynd gæti ef til vill verið marg- falt hagkvæmari lausn fyrir bfleigend- ur og þjóðarbúið í heild, mælt í bein- hörðum peningum (orskusparnaði) og minni mengun. í því sambandi bendi ég á lofsvert framtak nemenda Vélskóla íslands, fyrir nokkrum ár- um, sem fóru um landið og sýndu og sönnuðu að hægt var að spara þjóð- inni ótrúlegar upphæðir með því að stilla olíukynditæki sem þá voru al- gengari en nú. Nákvæmlega sama er uppi á teningnum með bfla. MENGUNARVÖRN SEM SPARAR ELDSNEYTI? Reglur, sem neyða innflytjendur til þess að bjóða einungis bfla með hvarfa, draga einungis úr mengun frá nýjum bflum. Eftir eru tugþúsundir eldri og nýlegra bfla sem menga meira en þeir þyrftu að gera. Nýjar reglur og strangari kröfur sem gilda um inn- flutta bfla leysa ekki það mengunar- vandamál sem blasir við dags dag- lega. Til þess að sjá í gegn um fingur við eigendur bfla sem trassa eðlilegt við- hald eru mengunarmörk höfð há hjá Bifreiðaskoðun íslands, of mikil mengun í útblæstri bfla er leyfð að mínu mati (5,5% CO veldur athuga- semd en 7,0% telst óhæft). Þó er rétt að það komi fram að mengunarmæl- ing við árlega skylduskoðun bfla, sem hófst með Bifreiðaskoðun Islands hf, er mjög þýðingarmikið skref í rétta átt til mengunarvarna. Þeir bfleigendur sem vilja draga úr mengun geta gert það með því hirða betur um bfla sína og láta stilla og yfirfara þá oftar. Þeir geta einnig komið fyrir búnaði í bflnum sem gerir vélinni auðveldara að brenna elds- neytinu. I grófum dráttum má segja að með þannig búnaði sé svipaðri efnatækni beitt og í hvarfa; munurinn er sá að efnahvörfin eru látin eiga sér stað áður en eldsneytið fer inn í brunahólf vélarinnar. Þá myndast betri skilyrði fyrir bruna og við betri bruna minnkar innihald kolmónoxíðs og kolvetna (CO og HC) í afgasinu: Vélin nýtir meiri varmnaorku úr elds- neytinu, hún verður aflmeiri og sparneytnari. Bflablaðið Bfllinn prófaði á sínum tíma eina tegund þessa búnaðar, efni sem innihélt sömu hvata og eru í hvarfa og var það sogað inn í vélina á ákveðinn hátt. Sparneytnin jókst greinilega og mældist 5-7% á nýleg- um bfl auk þess sem rnengun í út- blæstri minnkaði mælanlega. Nú eru að koma á markaðinn ýmis búnaður sem á að gegna því hlutverki að draga úr mengun og er sagður auka sparneytni. Eins og gera má ráð fyrir er sumt af þessu ódýrt, gagns- laust drasl en annað meira en pening- anna virði þótt það kosti talsvert. í Bretlandi hafa prófanir á búnaði sem nefnist „PowerPlus" sýnt árang- ur jafnt í bensín- sem dísilvélum. Mælingar hafa sýnt að „PowerPlus" getur dregið úr mengun og aukið sparneytni véla. Mælingar sem fram

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.