Frjáls verslun - 01.08.1991, Blaðsíða 45
á túlki (á ensku interpreter) og þýð-
anda (á ensku compiler) er sá að túlk-
urinn þýðir eina skipanalínu í einu en
þýðandinn þýðir allt forritið í einum
rykk.
dBASE III + er ein útgáfan en hún
er með hjálparkerfi sem nefnist „Ass-
istant“, eins konar valmyndakerfi
sem auðveldar óvönum notanda til
muna að læra forritun með kerfinu.
dBASE IV er nýjasta útgáfan. Hún er
með þýðanda í stað túlks og því eru
forrit skrifuð með því hraðvirkari.
dBASE er, þrátt fyrir mikla út-
breiðslu, fremur flókið og seinlært og
er helsta skýringin sú að betri kerfi
með sambærilega eiginleika hafa ein-
faldlega ekki verið á markaðnum.
Clipper er þýðandi fyrir dBase for-
rit. Clipper er reyndar meira en þýð-
andi því hann er jafnframt dB ASE for-
ritunarmálið með fleiri skipunum og
ýmsum viðaukum. Miðað við túlkinn í
dBASE III eru notendaforrit skrifuð
með dBase III og þýdd með Clipper
mun hraðvirkari. Clipper er auðveld-
ara að læra og hægt að vera mjög
fljót/ur að forrita með honum.
Clipper tilheyrir sk. fjórðukynslóð
forritunarmála en slík mál eru þróaðri
en Pascal og C. I Clipper er ekki inn-
byggt þróunarumhverfi eins og í Tur-
bo Pascal og Turbo C. Þótt Clipper-
þýdd forrit séu fljótvirk hafa þau til-
hneygingu til að verða minnisfrek,
keyrsluhæfar skrár verða yfirleitt
stórar, jafnvel um og yfir yfir 100 kb.
Þar sem Clipper er á hærra plani
heldur Pascal og C fær forritarinn
ekki eins mikið vald yfir tölvunni,
hann getur t.d. ekki úthlutað minni
fyrir breytur — það gerir Clipper
sjálfur.
Basic
Eins og Pascal og C þarf maður að
gefa sér tíma til að læra Basic. Basic
hefur lengi verið með vinsælustu for-
ritunarmálum fyrir byrjendur í forrit-
un. Basic er í langflestum tilfellum
túlkur á meðan C og Pascal eru þýð-
endur, þó eru til einstaka Basic þýð-
endur. Túlkað notendaforrit er sein-
virkara í vinnslu en hefur hins vegar
ákveðna kosti við þróun forrita, m.a.
þannig að breytingar verða fljótlegri.
Ein helsta ástæðan fyrir útbreiðslu
Basic sem forritunarmáls er þó sú
staðreynd að IBM hafði Basic túlk
innifalinn í verði IBM PC tölvanna á
sínum tíma (á lesminniskubbi).
Basic býður ekki upp á niðursækna
forritun eins og TurboPascal.
Kennslubók í Basic er til á íslensku.
Hún er eftir Höllu Björgu Baldurs-
dóttur.
Atvinna erlendis
Viö útvegum heimilisföng erlendra fyrirtækja sem leita að starfs-
mönnum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Hawaii-eyjum, Vestur-Ind-
íum, Ástralíu og Austurlöndum fjær. Atvinna er í boði í byggingariðnaði,
stáliðnaði, málmiðnaði, olíuiðnaði, garðyrkju, akstri, ferðaleiðsögn og
svo vantar starfsfólk til hótela og veitingahúsa, í au-pair störf, á skemmti-
ferðaskip og svo framvegis.
Nánari upplýsingar fást með því að senda umslög með heimilisfangi
á til:
LUOVI AB
Box 48
S-142 01 Trangsund
Sweden
Gjörið svo vel að senda með alþjóða svarmerki (sem fást á póststofum).
N.B. Við erum ekki atvinnumiðlun.