Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 46

Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 46
BÆKUR ræðna. Evrópumálefnin urðu m.a. ásteitingarsteinn við myndun ríkisstjórnar síðast- liðið vor og gengu Alþýðuflokks- menn í fylkingarbrjósti þeirra sem vildu fullgera samninga um EES, enda ekki að furða þar sem utanríkisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar, sem virtist mjög spenntur fyrir málinu, var úr þeirra röðum. En sá galli er á gjöf Njarðar að íslendingar virðast almennt vera mjög illa upplýstir um málefni EFTA og Evrópubandalagsins. Stórt skref hefur nú verið stigið í þá átt að auð- velda almenningi aðgang að upplýs- ingum um Evrópubandalagið með bók sem nýverið kom út á vegum bókaút- gáfunnar Iðunnar. Hér er um að ræða bókina „Evrópuréttur, Réttarreglur og stofnanir Efnahagsbandalagsins“ eftir Stefán Má Stefánsson, prófess- or við Lagadeild Háskóla íslands. Hér er á ferð mikið rit, alls 392 síður, og skiptist það niður í 28 kafla ásamt höfundaskrá, atriðaskrá, mála- skrá og Rómarsamningnum. Rómar- samningurinn birtist í fyrsta skipti í heild sinni á íslensku í umræddri bók og spannar hann alls 71 blaðsíðu í bók- inni, enda umfangsmikill samningur í 248 greinum. í aðfaraorðum höfundar segir að bókin lýsi réttarkerfi EB og lagaáhrif- um EB-reglna. Segir höfundur bókina ennfremur lýsa stofnunum EB, hvernig ákvarðanataka fari þar fram og skýrt sé frá efnisreglum sem þeim og aðildarríkjum EB beri að fylgja. Einnig fái dómstóll EB ítarlega um- fjöllun. í 2.gr. Rómarsamningsins er að finna markmið bandalagsins, en greinin hljóðar svo: „Markmið banda- lagsins er, með því að setja á stofn sameiginlegan markað og samræma í áföngum efnahagsstefnu aðildarríkj- anna, að stuðla að samræmdri þróun í efnahagsmálum innan bandalagsins í heild, stöðugum og jöfnum hagvexti, auknum stöðugleika, ört batnandi lífs- kjörum og að styrkja sambandið milli ríkja þeirra sem bandalagið sam- einar.“ 13.gr. er síðanað finna úrræði sem til skuli grípa til þess að ná fram- -NÝ BÓK EFTIR STEFÁN MÁ STEFÁNSSON, PRÓFESSOR Evrópumálefni hafa verið mikið í deiglunni að undan- förnu. Viðræður EFTA og Evrópubandalagsins um „Hið evrópska efnahagssvæði“ (Eur- opean Economic Space), eða EES eins og það hefur verið nefnt hér á landi, standa nú sem hæst og eru ekki allir á eitt sátt- ir um framvindu þeirra við- EVRÓPURÉTTUR 46

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.