Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 49
VERSLUN w Póstverslun á Islandi: SÍFELLT AUKIN Póstverslun er fornt fyrir- brigði á íslandi. Fyrr á tímum skiptu menn oft við póstverslan- ir og pöntuðu sér hluti sem þá vanhagaði um í gegnum svoköll- uð pöntunarfélög en þau voru samvinnufélög um vörupantan- ir. Pöntunarfélögin voru stofnuð hér á landi um og eftir miðja 19. öldina. Félögin voru svæða- bundin og upphaflega stofnuð í samkeppni við selstöðukaup- menn. Vörur þær sem pantaðar voru í gegnum pöntunarfélögin voru greiddar með landbúnaðar- afurðum en bændur áttu iðulega hlutdeild að félögunum. Fyrsta pöntunarfélagið hér á landi var Verslunarfélagið í Reykjavíkur- kaupstað, en það var stofnsett árið 1848. Með verslunarfrels- inu, árið 1885, óx pöntunarfé- lögum fiskur um hrygg og voru þau starfrækt beint eða óbeint til ársins 1946 er innflutnings- höftin voru lögð á. Póstverslun eins og íslendingar þekkja hana í dag er aftur á móti nýrra fyrirbrigði. í kringum árið 1975 hófst rekstur póstverslunar í þeirri mynd sem menn nú þekkja. Fyrir það tíma- bil hafði það þekkst um hríð að íslend- ingar skiptu við erlendar póstverslan- ir og fengu vörurnar sendar með skip- um hingað til lands. Póstverslun í þeirri mynd, sem ís- lendingum er nú kunn, eru myndum prýddir vörubæklingar, sem fólk fær í hendurnar og getur valið úr í heima- húsum og pantað þær vörur sem því Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Myndir: Kristján líst á. Nöfn eins og Freemans, Quelle, 3 Suisses og Kays eru löngu orðin þekkt hér á landi og hafa vörul- istar frá einhverju þessara fyrirtækja, eða öðrum póstverslunum, komið inn á flest hérlend heimili. HVER ER ÁVINNINGURINN AF PÓSTVERSLUN? En hver er eiginlega ávinningurinn af póstverslun? Er verðið svona miklu betra, nennir fólk einfaldlega ekki að fara í búðirnar lengur og versla þar, eða hvað er það sem heill- ar? Það er ljóst að póstverslunarfyrir- tækin hafa siglt meðbyr um nokkra hríð og virðist svo vera að markaðs- hlutdeild þeirra aukist sífellt. Vart eiga þó íslensku póstverslanirnar eft- ir að komast á sama stig og póstversl- anir í Ameríku, þar sem hægt er að Einarsson UMSVIF kaupa nánast allt milli himins og jarð- ar. Þar fær fólk sent gríðarlegt magn af allskonar tilboðum um góð kaup og þurfa menn að byrja á því að flokka póstinn sinn þegar hann kemur inn um lúguna — til hliðar er lagt það sem nauðsynlegt er að opna en oft á tíðum eru ruslakörfur látnar sjá um gylliboð póstverslana. Boðin hljóða oft upp á að fá t.d. gullsleginn pening á fimm dollara og af peningnum er stór og fín mynd. Þegar fólk fær síðan peninginn góða í hendumar er hann á stærð við fmgurnögl. Það er þó misjafn sauður í mörgu fé á þessu sviði sem á flestum öðrum og því erfitt að alhæfa um að „dreifibréfapóstverslunin" sé al- slæmt fyrirbrigði — allavega er vart kunnugt um hrakfarir viðskiptavina þess slags verslunar hér á landi. VELTA PÓSTVERSLANNA UM 500 MILUÓNIR Það er ekki gott að gera sér í hugarlund hversu mikla markaðshlut- deild íslensku póstverslanirnar eiga á smásölumarkaðinum hér á landi. Velta hérlendra póstverslanna er tal- in vera um 500 milljónir og hefur hún farið vaxandi á síðustu árum. í Banda- ríkjunum, höfuðstöðvum póstversl- unar í heiminum, er hlutdeild póst- verslunar gríðarleg og gerist vart meiri í heiminum. Ef dæmi er tekið áf Evrópulandi, er t.d. hlutdeild póstverslana á Bret- landi u.þ.b. 11% af um 3.000 milljarða króna smásöluveltu, sem gerir um 350 milljarða króna. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.