Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 58

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 58
ERLENT leiðin er að gera mönnum hægara um vik að sækja um. Með því móti er hægt að vísa fleirum frá en hlutfallið þar á milli hefur meðal annars áhrif á röðun í listana. Venjulega þarf að skila mörgum og miklum ritgerðum sem hluta af umsókn en nú er svo komið að menn þurfa lítið annað en að senda inn umsóknareyðublað og sleppa jafnvel við að borga gjald fyrir. Erlendum nemendum hefur einnig fjölgað mikið við skólana en það er talið auka „alþjóðleg viðhorf" skóla en það er eitt af því sem talið er að þurfi að bæta. Aukið hlutfall erlendra nemenda er ódýr og fljótleg leið til að bæta ímyndina hvað þetta varðar. AUMLEGT YFIRKLÓR Aukin áhersla á alþjóðaviðskipti hefur leitt til þess að viðskiptaskólar telja sig þurfa að sinna þeim þætti betur þó fjölgun á erlendum nemendum dugi skammt að því marki. Reynt er að gera sem flestar námsgreinar alþjóðlegar að einhverju leyti og nemendur eru sendir í hrönnum í náms- ferðir erlendis. Vel hefur reynst að láta nemendur skipuleggja ferðimar sjálfir en oft þurfa þeir jafnframt að borga stóran hluta kostnaðar við þær. Tungumálak- ennsla er einnig mjög í tísku um þessar mundir og boðið er upp á þriggja vikna hraðnámskeið í frönsku, spænsku, þýsku og japönsku. En eru þessar tilraunir viðskiptaskól- anna til að auka alþjóðafræðslu nægjanleg fyrir starfsmenn fyrirtækja sem flest stunda veruleg viðskipti erlendis og eru jafnvel með mikinn hluta starfsemi sinnar utan Bandaríkjanna? Margir halda því fram að hér sé í raun aðeins um aumlegt yfirklór að ræða til að slá ryki í augu þeirra sem stjóma fyrirtækjunum. Annar þáttur sem hefur orðið útundan í námsframboði við- skiptaskóla er siðfræði en undanfarinn áratug hafa siðferðislegar áherslur orðið æ mikilvægari, t.d. varðandi verndun um- hverfis, og innan gagnafræði er friðhelgi upplýsinga eitt stærsta málefnið. Kennar- ar viðskiptaskólanna hafa hins vegar fæst- ir lært nokkuð um siðfræði sjálfir, hvað þá að þeir geti miðlað nokkm til nemenda sinna í þeim efnum. Undirstöðukunnátta nemanda við- skiptaskólanna reynist alltof oft vera ófull- nægjandi. Skólamir þurfa oftar en ekki að kenna nemendum sínum notkun móður- málsins í skrifuðu máli jafnt sem töluðu. Það er sjaldgæft að nemendur geti miðlað sannfæringu sinni eða skrifað greinagóðar útskýringar. KENNARAR ÞRÁNDUR í GÖTU? Rektorar viðskiptaskólanna líta margir svo á að kennaralið skólanna sé helsti þröskuldurinn í veginum fyrir stórfelldum breytingum í takt við nýjar kröfur. Ein ástæða þess að Wharton viðskiptaskólinn Iætur einungis 130 af 750 nýnemum njóta nýrra kennsluhátta er meðal annars sú að með því móti þarf einungis einn sjötti hluti kennaraliðsins að endurvinna námsgögn sín. Þegar fram líða stundir geta hinir fimm sjöttu síðan skrifað upp eftir þeim sem vom reiðubúnir til að ríða á vaðið. Almennt er talið að kennarar séu ófúsir og jafnvel óhæfir til að takast á við breyting- ar. Skýring á því að prófessorar og kennar- ar við viðskiptaskólana eru oft úr tengsl- um við nemendur sína og viðskiptalífið er einkum sú að fæstir þeirra hafa sjálfir tekið MBA próf. Þeir em yfirleitt menntaðir á öðrum sviðum og hafa sjaldnast ætlað sér að starfa við viðskipti sjálfir. Þar af leið- andi finna þeir til lítillar samkenndar með nemendum sínum, öfugt við það sem ger- ist t.d. í læknisfræði þar sem allir kennar- arnir em læknismenntaðir og flestir einnig starfandi læknar. Bent hefur verið á að í þau 20-25 ár sem viðskiptaskólar hafa starfað hafa fáar sem engar nýjungar átt uppmna sinn í þeim. Nýjar aðferðir og kenningar spretta upp annars staðar og viðskiptaskólamir em seinir að tileinka sér þær. Nú þegar áherslan er orðin mikil á hina mjúku hæfi- leika kemur í ljós að viðskiptaskólarnir geta ekki kennt þá þar sem ekki em til nein „fræði“ sem ná yfir þessa hæfileika. Niðurstaðan verði óhjákvæmilega sú að gildi MBA menntunar fari síminnkandi og detti jafnvel uppfyrir nema skólamir geri róttækar breytingar á starfsemi sinni. Jafnvel þó það takist verði það of seint því fyrirtækin verða sjálf farin að mennta starfsfólk sitt eða láta utanaðkomandi aðila sjá um það á allt öðmm forsendum en hinir hefðbundnu viðskiptaskólar. (Þýtt og endursagt. Heimild: Fortune). i I VASKHUGI Tölvuforrit fyrir þá sem hafa lítinn tíma til að huga að bókahaldi. Vaskhugi heldur utan um tekjur, útgjöld, við- skiptavini, birgðir, virðisaukaskatt, skuldir, kröfur og prentar út sölureikninga, gíróseðla, límmiða, verðlista, viðskiptamannalista og margt fleira. Verkefnabókhald og einföld ritvinnsla eru einnig í Vaskhuga. Með Vaskhuga má færa fjárhagsbókhald á hefð- bundinn hátt, en byltingin felst í því, að Vaskhugi færir tvíhliða bókhaldið sjálfur. Það er því engin hætta á debet-kredit ósamræmi. Með Vaskhuga sparar þú mikla pappírsvinnu og fylgist mun betur með fjárhagsstöðunni - átakalaust. „Loksins fann ég bókhaldskerfi setn hentar tnér. Það er einfalt ínotkun og gerir það sem þuð á að gera“. Guðmundur Guðmundsson, Útgerðarfélagið Njörður hf. Á fjórða hundrað fyrirtæki nota Vaskhuga um allt land. Og efþú ert ekki fyllilega ánægður með kerfið máttu skila því innan viku, gegn fullri endurgreiðslu. ÍSLENSK TÆKI Garðatorgi 5 • 210 Garðabæ • S 91-656510 • Fax 656974 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.