Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 65
 vinnumarkaði. Ekki aðeins á háskóla- stigi heldur og um alla þá möguleika sem íslenskum ungmennum bjóðast til náms og starfa. Það er hins vegar ekki mat ráðamanna og máttarstólpa atvinnulífsins. Meginauðlind hverrar þjóðar er fólkið sjálft. Þar er ísland engin und- antekning. í fólkinu er fólgin orka sem nauðsynlegt er að virkja til að samfé- lagið geti þróast í rétta átt. í þeirri virkjunarstarfsemi er mikilvægt að kraftarnir nýtist sem best og að ekki sé reynt að bora eftir góðmálmum þar sem ekkert er að finna. Slíkt ráðslag kallar á útgjöld sem samfélagið stend- ur ekki undir. Á sama hátt er það vond hagfræði að beina of mörgum nemendum í nám eða störf þar sem eftirspurn er ekki fyrir hendi og sam- félagið hefur ekki not fyrir. IÐNGREINUNUM AÐ BLÆÐA ÚT? Það eru engin ný sannindi að halda því fram að bætt menntun sé undir- staða aukinnar velmegunar. Bætt menntun þarf hins vegar ekki að þýða meiri menntun. Það er augljóst mál að allt of lengi hefur það verið látið við- gangast hér á landi að bóknámsskólar hafa verið efldir á kostnað verknáms- ins. Það stafar m.a. af því að mun dýrara er að halda uppi verknámi. Einstakar iðngreinar hafa því drabb- ast niður og stéttarfélögin sjálf gripið til þess ráðs að koma á fót námi undir eigin stjórn. Rafiðnaðarmenn hafa byggt upp og rekið umfangsmikið endurmenntun- arkerfi allar götur frá árinu 1975. Upphaflega var boðið upp á eina gerð námskeiðs en í dag eru 40 mismun- andi valkostir í boði. Rafíðnaðarskól- inn er í eigin húsnæði, vel búinn tækj- um og alfarið fjármagnaður af félögum í samtökum rafiðnaðarmanna. Guðmundur Gunnarsson sagði að því miður væru menntunarmál iðnað- armanna hér á Iandi ekki í nógu góðu horfi. „Okkur finnst mikið skorta á að verknám og bóknám falli nógu vel saman. Menntastefnan er í molum og því miður sýnist manni að smákóngar í kerfinu ráði mestu um það hvers konar menntun er í boði. Eg get t.d. nefnt það að margir fjölbrautarskólar útskrifa rafvirkja án þess að sam- GEVAUA - það er kaffið - Sími 687510 ræmd námsskrá sé fyrir hendi. Þess vegna er námsefnið og kennsluhætt- irnir oft með þeim hætti að þessir krakkar kolfalla á sveinsprófi og nám- ið er þeim meira og minna ónýtt. Þetta kalla ég að bera litla virðingu fyrir verknámi og það er ekki von á að unglingar meti slíkt nám mikils. En þjóðfélagið í heild tapar auðvitað á svona vinnubrögðum." Guðmundur sagði að engir fylgdust betur með þróun iðngreinanna en ein- mitt þeir sem í þeim störfuðu. í Dan- mörku væri miklu meira samráð haft við iðngreinarnar en gert væri hér á landi. „Þess vegna er vaxandi þrýstingur á það að einstakar iðngreinar fái að reka sína skóla alfarið sjálfar og hjá okkur hefur það margoft verið rætt. Mér er kunnugt um að bflgreinarnar vilja út úr almenna iðnfræðslukerfmu því menn hafa engan áhuga á að sjá iðngreinunum blæða út og þar með verkmenntuninni í þessu landi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Skýrt dæmi um þróunina í átt til aukins bóknáms á kostnað verknáms má sjá af aukningu útskrifaðra stúd- enta á síðustu 20 árum. Álíka margir voru 19 ára gamlir í landinu árið 1970 eins og þeir sem það voru árið 1990. 565 manns urðu stúdentar fyrra árið eða 14.4% árgangsins en 1.744 út- skrifuðust síðara árið eða 44.7% ára- gangsins. BRAUTSKRÁÐIR STÚDENTAR 1970-1990 Ár Fjöldi Hlutfall 19 ára Fjöldi skóla 1970 565 14.4% 6 1972 750 19.2% 6 1974 975 23.6% 8 1976 950 21.7% 11 1978 971 22.3% 12 1980 1143 25.1% 14 1982 1358 30.3% 18 1984 1591 34.6% 20 1986 1676 37.3% 21 1988 1672 40.1% 21 1990 1744 44.7% 20 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.