Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 66
MENNTUN
ísland er og verður Iand sjávarútvegsins. En fást einhverjir Islendingar til
að verka fisk þegar líður fram á næstu öld?
Vitanlega hefur margt breyst á
þessum tuttugu árum. Vissulega má
segja að þörfin fyrir bóklærða sé
meiri nú en hún var þá. Og auðvitað
er það ekki svo að þessi aukna áhersla
ungmenna á lengra bóknám skili sér
ekki til samfélagsins. En hitt er jafn-
ljóst að einhvers staðar eru mörkin og
spurning hvort íslenskt samfélag er
ekki fyrir löngu komin fram fyrir þau.
SKORTUR Á MENNTASTEFNU
Þessar hugleiðingar eru alls ekki
áfellisdómur yfir þeim sem stýra
verknámsskólunum í þjóðfélaginu.
En það er ástæða til að spyrja gagn-
rýnna spurninga þegar framtíð þjóð-
arinnar er í veði.
Einhvern tíma var sagt að við gæt-
um ekki lifað á því að klippa hvert
annað. Og var það ekki illa meint í
garð rakarastéttarinnar!
Island er og verður land sjávar-
útvegsins. Það er skortur á fólki til að
sinna undirstöðugreinunum og með
sama áframhaldi er fyrirsjáanlegt að
sá skortur mun stóraukast þegar líður
fram á næstu öld. Annað tveggja kann
þá að gerast: Við flytjum inn fólk í
auknari mæli til að sinna störfum sem
íslendingar telja sig hafna yfir að
gegna eða þá að langskólagengið fólk
tekur að sér störf þar sem menntun
þeirra nýtist að litlu sem engu leyti.
Vissulega er hætta samfara því að
leggja efnahagslega mælistiku á nám
og menntun. En undan hinu verður
ekki vikist að nám kostar peninga og
enn meiri fjármuni kostar það samfé-
lagið ef ekki er hægt að halda uppi
undirstöðugreinum þess, vegna
skorts á menntuðu fólki til þeirra
starfa.
Við köstum þessum hugleiðingum
um nám og menntastefnu inn í um-
ræðuna með von um að einhver taki
upp stílvopnið og haldi bollalegging-
um áfram.
ÉÍNKASTSÐI
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Vel merkt fyrirtækjastæði
Nú býður Bifreiðaskoðun íslands upp á
merkingar fyrir einkabílastæði fyrirtækja, úr sama
efni og bílnúmerin. Hægt er að panta áletrun, bíl-
númer eða stutt nafn.
Verð númeraplatnanna er kr. 1500 og
afgreiðslufrestur er 8 dagar. Hægt er að panta þær
hjá öllum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðunar,
í eftirtöldum símanúmerum:
Ileykjuvík - 07:5700
Kefluvík - 15303
Akrunes - 12480
Borgames - 71335
ísufjörður - 3374
Blönduós - 24343 Eskifjörður - 61240
Suuðúrkrókur - 36720 llvolsvöllur - 78106
Akureyri - 23570 Selfoss - 21315
Húsuvík - 41370
Fellabœr - I 1661
66