Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 6

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 6
EFNI 8 FRÉTTIR 58 ÁSTAND OG HORFUR Frjáls verslun hefur haft þann sið á undanförnum árum að leita til manna úr atvinnulífinu og fá fram skoðanir þeirra á horfum við áramót. Við báðum átta forystumenn íslenskra fyrirtækja að svara spurningum um árið sem var að líða, horfur á komandi ári og það hvort þeim litist á stefnu ríkisstjómarinnar í efnahags-og atvinnumálum. Um er að ræða menn úr sjávarútvegi, iðnaði, verslun, þjónustustarfsemi og bankarekstri. 66 BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA 5 RITSTJÓRNARGREIN 16 MENN ÁRSINS Frjáls verslun og Stöð 2 velja nú menn ársins í viðskiptalífinu á íslandi í fjórða sinn. Nefnd sex manna annast valið og eru úrslit kunngerð á milli jóla og nýjárs ár hvert. Tilgangurinn með þessu er sá að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífi landsmanna og efna til jákvæðrar umræðu. Að þessu sinni urðu feðgamir Þorvaldur Guðmundsson í Sfld & fisk og Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti fyrir valinu. Þeir eiga báðir að baki glæsilegan og farsælan feril í viðskiptum, Þorvaldur í nær hálfa öld og Skúli allt frá því hann lauk námi. Samstarf þeirra hefur reynst báðum vel en þeir hafa valið að hafa skýrar línur í viðskiptum sín á milli. Sem dæmi um það má nefna að Þorvaldur Guðmundsson er eigandi hótelbyggingarinnar en Skúli leigir hana af honum og rekur hótelið fyrir eigin reikning. Þannig hefur það verið í 12 ár, en áður starfaði Skúli hjá föður sínum. Rekstur þeirra feðga tengist með ýmsum hætti, en þeir hafa hvor sinn stfl - þó ýmislegt sé líkt með þeim - enda heil kynslóð á milli þeirra. Þorvaldur varð áttræður í byrjun desember. Hann er í fullu fjöri og hefur ekki uppi áform um að draga saman seglin. Hann rekur nú svínabú að Vatnsleysu svo og kjötvinnslu í Hafnarfirði. Ali-merkið er þekkt fyrir gæði og hefur lengst af tengst nafni fyrirtækisins sem Þorvaldur er jafnan kenndur við, Sfld & fisk. 35 EES Bjami Vestmann, fréttamaður, flallar um EES og málefni Evrópubandalagsins. Hann hefur stundað háskólanám í Evrópufræðum í Belgíu. 39 TÖLVUR Leó M. Jónsson, véltæknifræðingur, skrifar um tölvumál fyrir blaðið. 46 ÞRÁLÁTUR ORÐRÓMUR Hér er fjallað um þann skaða sem hlotist getur af orðrómi og rógi jafnt í viðskiptum og einkalífi fólks. Oft geta fjaðrir orðið að heilum hænum og þrálátur orðrómur getur endað með því að verða heilagur sannleikur í hugum fólks - þó ekki sé fótur fyrir honum. 48 MIAMI Athygli vekur hve mikill uppgangur hefur verið í viðskiptum og fjármálalífi á Miami í Bandaríkjunum. Hér er birt þýdd og endursögð grein þar sem lýst er þróun þar og leitað skýringa á þessum uppgangi. 55 HEILSA Uggi Þórður Agnarsson, læknir, fjallar að þessu sinni um gleymni. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.