Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 8
FRETTIR
BANDARÍKIN:
KOSNINGAR
HAFA ÁHRIF Á
HLUTABRÉFIN
Hlutabréfamarkaður-
inn vestra hefur verið
sterkur að undanförnu
þrátt fyrir krepputal og
veikan dollar. Vextir eru
lægri en þekkst hefur og
sú staðreynd hefur orðið
hlutabréfamarkaðinum
til styrktar.
Demókratar eru farnir
að hita sig upp fyrir for-
setakosningarnar og hafa
dregið upp svarta mynd af
stöðu mála í Bandaríkj-
unum. Staðreyndin er
hins vegar sú að kosning-
ar hafa jafnan haft góð
áhrif á hlutabréfamark-
aðinn, ekki síst vegna
þess að oft hefur verið til-
hneiging til að lækka
skatta á síðasta ári fyrir
kosningar.
Gagnrýni Demókrata á
George Bush snýst nú
einkum um það að forset-
inn og stjórn hans hafi
ekkert gert til að efla
efnahagslífið í Bandaríkj-
unum heldur hafi öll ork-
an farið í að gegna hlut-
verki alþjóðalögreglu.
Þeir gera kröfu til þess að
forseti Bandaríkjanna
hugsi meira um heima-
hagana og minna um það
sem á bjátar víðs vegar
um heiminn.
KNÚTUR TIL GUBNA í SUNNU
Knútur Óskarsson,
fyrrum frarnkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofanna
Urvals og Urvals-Utsýnar
hefur nú ráðið sig til
starfa hjá Flugferðum-
Sólarflugi, ferðaskrif-
stofu Guðna Þórðarsonar
sem jafnan er kenndur
við Sunnu.
Verkefni Knúts verður
aðallega að sjá um inn-
flutning erlendra ferða-
manna til íslands, en
fyrirtækið hefur þegar
opnað söluskrifstofu í
London.
Knútur Óskarsson er
39 ára. Hann er við-
skiptafræðingur að
mennt.
Knútur Óskarsson, fyrrum
framkvæmdastjóri Urvals-
Útsýnar hefur verið ráðinn til
Flugferða-Sólarflugs, fyrir-
tækis Guðna í Sunnu.
Indriði G. Þorsteinsson hættir sem ritstjórí Tímans:
A
Eg held þetta verði
verra en NT- ævintýrið
-segir hann um fyrirhugaða stofnun nýs dagblaðs
INDRIÐI G. Þorsteinsson ritstjóri Tímans hefur ákveðið að láta
af störfum um áramót. Hann segir aðspurður að sér hafi ekki
verið boðið að taka þátt í stofnun nýs dagblaðs og ekki heldur
haft áhuga á því. „Mér sýnist það vera mikið snjallari menn sem
eru að fást við hlaðaútgáfu núna. Ég held að þetta verði bara
nýtt NT-ævintýri og öllu verra en það ef eitthvað er,” segir hann.
Að sögn Hrólf8 ölvissonar,
framkvæmdastjóra Tímans, er
ákveðið að stöðva ekki útgáfu
Tímans um áramót eins og áður
hafði verið ákveðið. Segir hann
að framhald útgáfunnar á næsta
ári muni ráðast af undirt)úningi
að stofnun nýja dagblaðsins. Upp-
sagnir starfsfólks Tímans miðast
..;n a__a — u-aia.. —-* (
enga stjóm á því nema einhverja
skoðanakönnun, sem var afar
furðuleg,” segir hann.
Indriði telur fullvíst að hægt
hefði verið að tryggja áframhald-
andi útgáfu blaðsins. Tírninn hefði
séð það svart áður en ávallt rifið
sig upp á ný. „En það er einhver
rosalegur vilji til að sameinast
að ákveða fyrirfram að nýja blað-
ið verði ópólitískt. Það þýðir að
Alþýðubandalagið og Framsókn
eru að taka sig fram um áð hafa
ekki nokkum blaðakost á sama
tfma og önnur blöð, eins og Morg-
unblaðið og DV, hafa ekki minnst
einu orði á að þau ætli að breyta
til þjá sér.
Greiðslur til Hvíta hússins
Þetta er afskaplega skrítið og
vanhugsað mál. Eg heid að þetta
sé aðallega gert til að skapa ein-
hverjum atvinnu við undirbúning-
inn. Mér skilst að menn hafi góð
Indriði G. Þorsteinsson
niður. „Hann á sér 75 ára sögu
o g hefur komið mikið við þjóðmál-
in og tekið þátt í uppbyggingu
samfélagsins. En út af einhveijum
bissnesgangi og dellu er nú rokið
til og Tíminn lagður niður,” segir
INDRIÐIG. ÞORSTEINSSON SVARTSÝNN Á NÝTT DAGBLAÐ:
VERRA EN NT-ÆVINTÝRID?
Það vakti athygli hve
hvassyrtur Indriði G.
Þorsteinsson, ritstjóri
Tímans, var í viðtali við
Morgunblaðið nú í des-
ember þegar hann var
spurður álits á þeim hug-
myndum sem nú eru uppi
um stofnun nýs dagblaðs.
Indriði sagði m.a.: „Eg
held að þetta verði bara
nýtt NT-ævintýri og öllu
verra en það ef eitthvað
er.“
En þá vaknar spurning-
in: Hve stórt var NT-æv-
intýrið í krónum talið?
Til að nálgast svar við
þeirri spurningu er hægt
að rifja upp að þegar
Verksmiðjan Vífilfell hf.
keypti skattaleg töp NT í
árslok 1988 námu þau um
140 milljónum króna á
verðlagi þess tíma. Á nú-
verandi verðlagi nemur
sú fjárhæð rúmum 200
milljónum króna ef miðað
er við byggingarvísitölu.
Samkvæmt því er ekki
fjarri lagi að tapið á NT-
ævintýrinu hafi numið
meira en 200 milljónum á
þeim skamma tíma sem
blaðið var gefið út. Þá er
miðað við núverandi
verðlag.
Hér er ekkert mat lagt
á það hvort NT og hið
fyrirhugaða dagblað eiga
eitthvað það sameigin-
legt sem gefur ástæðu til
þeirrar svartsýni sem
Indriði lýsti í viðtalinu
við Morgunblaðið. Hann
hyggst láta af störfum hjá
Tímanum og ætlar ekki
að Ieggja nýja blaðinu lið,
enda hefur honum ekki
verið boðið að taka þátt í
stofnun þess.
8