Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 10
FRETTIR
HLUTABRÉFAMARKAÐUR:
MJÖG GÓÐ RAUNÁVÖXTUN
- SKAMMTÍMAVIÐHORF
EINKENNA UMRÆÐUNA
Það vekur athygli hve
mikið hefur verið gert úr
verðlækkunum sem orðið
hafa á íslenska hluta-
bréfamarkaðnum á und-
anförnum vikum. Það er
eins og menn átti sig ekki
almennilega á því eðli
hlutabréfamarkaða að
þar hlýtur að gæta
sveiflna. Þessi markaður
hefur verið að þróast hér
á landi og margir virðast
ekki hafa skilið enn að
markaðsverð hlutabréfa
getur bæði hækkað og
lækkað.
Þegar litið er yfir verð-
lagsþróun á hlutabréfa-
markaðinum á árinu 1991
er eins og það gleymist
hve hækkanir á árinu
1990 voru gífurlegar. Ef
menn skoða verðbreyt-
ingar á hlutabréfum þessi
tvö ár, kemur á daginn að
raunávöxtun yfir tveggja
ára tímabil er jafnan mjög
góð.
VIB gefur út svonefnda
HÁMARKS-vísitölu sem
mælir vegið meðaltal
verðbreytinga á hluta-
bréfum sem fyrirtækið
skráir verð á. Árið 1990
hækkaði þessi vísitala
um 78% en hafði um miðj-
an desember hækkað um
rúm 8% það sem af var
árinu 1991. HÁMARKS-
vísitalan hefur því hækk-
að um meira en 40% að
meðaltali á ári þessi tvö
ár. Þetta virðist gleymast
þegar menn ræða um
ávöxtun hlutabréfa nú
um þessar mundir. Vænt-
anlega hefur verð á hluta-
bréfum í mörgum tilvik-
um verið of hátt í fyrra.
Því má líta svo á að verðið
hafi verið að leiðréttast á
árinu 1991. Því til viðbót-
ar hafa aðstæður í efna-
hagslífinu verið hluta-
bréfaviðskiptum óhag-
stæðar, m.a. vegna
minnkandi sparnaðar og
hárra vaxta.
Samkvæmt skráðu
gengi VÍB hefur raun-
ávöxtun nokkurra fyrir-
tækja verið neikvæð á ár-
inu 1991. Má þar nefna að
raunávöxtun hefur verið
neikvæð um 8% í Flug-
leiðum á árinu, um 9%
hjá Olíufélaginu, og um
15% hjá Sjóvá-Almenn-
um tryggingum. En þegar
litið er á raunávöxtun
hlutabréfaeignar í þess-
um fyrirtækjum á árun-
um 1990 og 1991 kemur á
daginn að hún er mjög
góð. Raunávöxtun var
88% hjá Flugleiðum árið
1990 og er því jákvæð um
37% þessi tvö ár að með-
altali. Hjá Sjóvá-Almenn-
um tryggingum nam
raunávöxtunin 95% árið
1990 og er því jákvæð um
nálægt 33% að meðaltali
á ári þessi tvö ár. Hjá 01-
íufélaginu hf. nam raun-
ávöxtun hlutabréfaeign-
ar 125% árið 1990 og er
því jákvæð um 52% á ári
að meðaltali þessi tvö ár.
Raunávöxtun í nokkr-
um öðrum fyrirtækjum
hefur verið sem hér segir
þessi tvö ár: Hjá Eimskip
73% árið 1990 en 6% árið
1991, 26% hjá Hampiðj-
unni árið 1990 en 2% árið
1991, 33% hjá Hluta-
bréfasjóðnum hf. árið
1990 en 2% árið 1991,
22% hjá Islandsbanka ár-
ið 1990 en 20% árið 1991,
38% hjá Granda árið
1990 en 17% árið 1991,
61% hjá Skagstrendingi
árið 1990 en 27% árið
1991 og 19% hjá Tollvöru-
geymslunni árið 1990 en
7% árið 1991.
Best hefur raunávöxt-
unin verið hjá Utgerðar-
félagi Akureyringa hf. á
árinu 1991. Nemur hún
42% en félagið kom nýtt
inn á hlutabréfamarkað-
inn árið 1990.
Það verður að hvetja
fólk til að meta verð-
breytingar hlutabréfa í
stærra samhengi en með
því að líta á þróun í örfáa
mánuði.
Þjónusta alla leið
TOLLVÖRU -
GEYMSLAN HF
Við önnumst flutninga
• SAFNSENDINGAR
• H.UTNINCSMIDLUN
Við sækjum vörur
• FRAKTFLUG
• SKÍPAAFCREIDSLA
• PÓSTAFCREIÐSI.A
Við sjáum um skýrslugerð
• TOL15KÝRSI.A
• AI.MF.NN TOLLSKÝRSLA
• TRANSIT
• ENDURSF.NDINGAR
• VERDBREYTINCAR
• ÚTFLUTNINGUR
Við meðhöndlum vörur
• CÁMALOSUN
• VÖRUMERKINCAR
• VÖRUFLOKKUN
•PÖKKUN
10