Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 10
FRETTIR HLUTABRÉFAMARKAÐUR: MJÖG GÓÐ RAUNÁVÖXTUN - SKAMMTÍMAVIÐHORF EINKENNA UMRÆÐUNA Það vekur athygli hve mikið hefur verið gert úr verðlækkunum sem orðið hafa á íslenska hluta- bréfamarkaðnum á und- anförnum vikum. Það er eins og menn átti sig ekki almennilega á því eðli hlutabréfamarkaða að þar hlýtur að gæta sveiflna. Þessi markaður hefur verið að þróast hér á landi og margir virðast ekki hafa skilið enn að markaðsverð hlutabréfa getur bæði hækkað og lækkað. Þegar litið er yfir verð- lagsþróun á hlutabréfa- markaðinum á árinu 1991 er eins og það gleymist hve hækkanir á árinu 1990 voru gífurlegar. Ef menn skoða verðbreyt- ingar á hlutabréfum þessi tvö ár, kemur á daginn að raunávöxtun yfir tveggja ára tímabil er jafnan mjög góð. VIB gefur út svonefnda HÁMARKS-vísitölu sem mælir vegið meðaltal verðbreytinga á hluta- bréfum sem fyrirtækið skráir verð á. Árið 1990 hækkaði þessi vísitala um 78% en hafði um miðj- an desember hækkað um rúm 8% það sem af var árinu 1991. HÁMARKS- vísitalan hefur því hækk- að um meira en 40% að meðaltali á ári þessi tvö ár. Þetta virðist gleymast þegar menn ræða um ávöxtun hlutabréfa nú um þessar mundir. Vænt- anlega hefur verð á hluta- bréfum í mörgum tilvik- um verið of hátt í fyrra. Því má líta svo á að verðið hafi verið að leiðréttast á árinu 1991. Því til viðbót- ar hafa aðstæður í efna- hagslífinu verið hluta- bréfaviðskiptum óhag- stæðar, m.a. vegna minnkandi sparnaðar og hárra vaxta. Samkvæmt skráðu gengi VÍB hefur raun- ávöxtun nokkurra fyrir- tækja verið neikvæð á ár- inu 1991. Má þar nefna að raunávöxtun hefur verið neikvæð um 8% í Flug- leiðum á árinu, um 9% hjá Olíufélaginu, og um 15% hjá Sjóvá-Almenn- um tryggingum. En þegar litið er á raunávöxtun hlutabréfaeignar í þess- um fyrirtækjum á árun- um 1990 og 1991 kemur á daginn að hún er mjög góð. Raunávöxtun var 88% hjá Flugleiðum árið 1990 og er því jákvæð um 37% þessi tvö ár að með- altali. Hjá Sjóvá-Almenn- um tryggingum nam raunávöxtunin 95% árið 1990 og er því jákvæð um nálægt 33% að meðaltali á ári þessi tvö ár. Hjá 01- íufélaginu hf. nam raun- ávöxtun hlutabréfaeign- ar 125% árið 1990 og er því jákvæð um 52% á ári að meðaltali þessi tvö ár. Raunávöxtun í nokkr- um öðrum fyrirtækjum hefur verið sem hér segir þessi tvö ár: Hjá Eimskip 73% árið 1990 en 6% árið 1991, 26% hjá Hampiðj- unni árið 1990 en 2% árið 1991, 33% hjá Hluta- bréfasjóðnum hf. árið 1990 en 2% árið 1991, 22% hjá Islandsbanka ár- ið 1990 en 20% árið 1991, 38% hjá Granda árið 1990 en 17% árið 1991, 61% hjá Skagstrendingi árið 1990 en 27% árið 1991 og 19% hjá Tollvöru- geymslunni árið 1990 en 7% árið 1991. Best hefur raunávöxt- unin verið hjá Utgerðar- félagi Akureyringa hf. á árinu 1991. Nemur hún 42% en félagið kom nýtt inn á hlutabréfamarkað- inn árið 1990. Það verður að hvetja fólk til að meta verð- breytingar hlutabréfa í stærra samhengi en með því að líta á þróun í örfáa mánuði. Þjónusta alla leið TOLLVÖRU - GEYMSLAN HF Við önnumst flutninga • SAFNSENDINGAR • H.UTNINCSMIDLUN Við sækjum vörur • FRAKTFLUG • SKÍPAAFCREIDSLA • PÓSTAFCREIÐSI.A Við sjáum um skýrslugerð • TOL15KÝRSI.A • AI.MF.NN TOLLSKÝRSLA • TRANSIT • ENDURSF.NDINGAR • VERDBREYTINCAR • ÚTFLUTNINGUR Við meðhöndlum vörur • CÁMALOSUN • VÖRUMERKINCAR • VÖRUFLOKKUN •PÖKKUN 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.