Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 14

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 14
FRETTIR RÁBHÚS: FULLKOMNIR VEITINGASALIR Reykjavíkurborg mun ætla að hafa fullkomið eldhús í tengslum við stóra veislusali í ráðhús- inu þannig að unnt verði að taka á móti miklum fjölda gesta og halda full- komnar veislur með öllu tilheyrandi þar. Mikil ólga er meðal veitingamanna vegna þessa því þeim þykir orð- ið miklu meira en nóg að gert af hálfu opinberra aðila í samkeppni við einkaframtakið á þessu sviði. Nægir í því sam- bandi að nefna veislusali Rúgbrauðsgerðarinnar sem lengi hafa verið mönnum þyrnir í augum, svo og margvíslega fjár- festingu Reykjavíkur- borgar í veitingaaðstöðu og jafnvel hóteli, þ.e. Hótel Borg sem er í eigu borgarsjóðs. IÐNREKENDUR: HLÚIÐ AÐ SMÁIÐNAÐI! Á ráðstefnu um ný- sköpun í atvinnulífinu fyrir skömmu kom það fram hjá Davíð Lúðvíks- syni hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, að athygli manna erlendis beindist nú meira en áður að mik- ilvægi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Væri það áberandi í löndum þar sem hagvöxtur væri mik- ill. Hann taldi mikilvægt að hér á landi yrði hlúð að vaxtarsprotunum, smærri fyrirtækjum sem væru að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. HASKOLAREKTOR: FAGNAMIÐ ER VANRÆKT Sveinbjörn Bjömsson, rektor Háskóla Islands, sagði á spástefnu Stjórn- unarfélagsins í desember að íslenskt skólakerfi stæðist ekki samanburð við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Hann sagði: „Hefðbundið bóknám er í sæmilegu lagi. Fagnám er að mikl- um hluta í vanrækslu." I þessu sambandi vilj- um við benda á umfjöllun Frjálsrar verslunar, 8. tbl. 1991, um íslenskt skólakerfi, „Er fólki beint inn á rangar brautir?" Þar var m.a. annars haft eftir Guðmundi Gunnarssyni, formanni Félags ís- lenskra rafvirkja, að ís- lenskt menntakerfi væri á algjörum villigötum, ásókn í bóknámið ykist ár frá ári en iðnnámið og þar með verkmenning í land- inu ætti undir högg að sækja. I greininni kom fram að frá árinu 1970 hefði hlut- fall stúdenta í 19 ára ár- gangi fólks aukist úr 14.4% í 44.7% árið 1990 en á sama tíma væri iðngreinunum að blæða út. Gripið var niður í námsgreinalista Lána- sjóðs íslenskra náms- manna sl. skólaár og nefndur fjöldi þeirra sem stunduðu lánshæft nám í nokkrum greinum: Arkitektúr 131, bygg- ingarverkfræði 33, dans 7, fatahönnun 33, ferða- málafræði 34, félags- fræði 22, fjölmiðlun 95, flugrekstrarfræði 24, hagfræði 86, heimspeki 20, hnykklækningar 4, hótelstjórn 47, hýbýla- fræði 42, kvikmyndagerð 49, leikhúsfræði 13, ljós- myndun 42, mannfræði 23, markaðsfræði 101, myndlist 54, sálarfræði 52 og viðskiptafræði 151. Og svo fæst fólk ekki til að stunda iðnnám. Á sama tíma er fólki beint inn á svið þar sem eftir- spurn er ekki fyrir hendi og samfélagið hefur ekki not fyrir krafta þess. Innanlandsflug Flugleiða heldur áfram að vera baggi á fyrirtækinu. FLUGLEIÐIR: TAP ÁINNANLANDSFLUGI Útlit er fyrir að innan- landsflug Flugleiða verði rekið með 150 milljón króna tapi á árinu 1991. Farþegum fækkaði um 5% frá árinu á undan. Innanlandsflugið virð- ist vera stöðugur baggi á Flugleiðum. Það hefur verið rekið með tapi um árabil. Ástæður farþega- fækkunar má einkum rekja til bættra sam- gangna á landi og mikill- ar samkeppni frá smærri innanlandsfélögum. Ljóst er að eftir því sem vegakerfið batnar mun farþegum í innanlands- flugi fækka hér á landi. 14

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.