Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1991, Blaðsíða 14
FRETTIR RÁBHÚS: FULLKOMNIR VEITINGASALIR Reykjavíkurborg mun ætla að hafa fullkomið eldhús í tengslum við stóra veislusali í ráðhús- inu þannig að unnt verði að taka á móti miklum fjölda gesta og halda full- komnar veislur með öllu tilheyrandi þar. Mikil ólga er meðal veitingamanna vegna þessa því þeim þykir orð- ið miklu meira en nóg að gert af hálfu opinberra aðila í samkeppni við einkaframtakið á þessu sviði. Nægir í því sam- bandi að nefna veislusali Rúgbrauðsgerðarinnar sem lengi hafa verið mönnum þyrnir í augum, svo og margvíslega fjár- festingu Reykjavíkur- borgar í veitingaaðstöðu og jafnvel hóteli, þ.e. Hótel Borg sem er í eigu borgarsjóðs. IÐNREKENDUR: HLÚIÐ AÐ SMÁIÐNAÐI! Á ráðstefnu um ný- sköpun í atvinnulífinu fyrir skömmu kom það fram hjá Davíð Lúðvíks- syni hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, að athygli manna erlendis beindist nú meira en áður að mik- ilvægi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Væri það áberandi í löndum þar sem hagvöxtur væri mik- ill. Hann taldi mikilvægt að hér á landi yrði hlúð að vaxtarsprotunum, smærri fyrirtækjum sem væru að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. HASKOLAREKTOR: FAGNAMIÐ ER VANRÆKT Sveinbjörn Bjömsson, rektor Háskóla Islands, sagði á spástefnu Stjórn- unarfélagsins í desember að íslenskt skólakerfi stæðist ekki samanburð við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Hann sagði: „Hefðbundið bóknám er í sæmilegu lagi. Fagnám er að mikl- um hluta í vanrækslu." I þessu sambandi vilj- um við benda á umfjöllun Frjálsrar verslunar, 8. tbl. 1991, um íslenskt skólakerfi, „Er fólki beint inn á rangar brautir?" Þar var m.a. annars haft eftir Guðmundi Gunnarssyni, formanni Félags ís- lenskra rafvirkja, að ís- lenskt menntakerfi væri á algjörum villigötum, ásókn í bóknámið ykist ár frá ári en iðnnámið og þar með verkmenning í land- inu ætti undir högg að sækja. I greininni kom fram að frá árinu 1970 hefði hlut- fall stúdenta í 19 ára ár- gangi fólks aukist úr 14.4% í 44.7% árið 1990 en á sama tíma væri iðngreinunum að blæða út. Gripið var niður í námsgreinalista Lána- sjóðs íslenskra náms- manna sl. skólaár og nefndur fjöldi þeirra sem stunduðu lánshæft nám í nokkrum greinum: Arkitektúr 131, bygg- ingarverkfræði 33, dans 7, fatahönnun 33, ferða- málafræði 34, félags- fræði 22, fjölmiðlun 95, flugrekstrarfræði 24, hagfræði 86, heimspeki 20, hnykklækningar 4, hótelstjórn 47, hýbýla- fræði 42, kvikmyndagerð 49, leikhúsfræði 13, ljós- myndun 42, mannfræði 23, markaðsfræði 101, myndlist 54, sálarfræði 52 og viðskiptafræði 151. Og svo fæst fólk ekki til að stunda iðnnám. Á sama tíma er fólki beint inn á svið þar sem eftir- spurn er ekki fyrir hendi og samfélagið hefur ekki not fyrir krafta þess. Innanlandsflug Flugleiða heldur áfram að vera baggi á fyrirtækinu. FLUGLEIÐIR: TAP ÁINNANLANDSFLUGI Útlit er fyrir að innan- landsflug Flugleiða verði rekið með 150 milljón króna tapi á árinu 1991. Farþegum fækkaði um 5% frá árinu á undan. Innanlandsflugið virð- ist vera stöðugur baggi á Flugleiðum. Það hefur verið rekið með tapi um árabil. Ástæður farþega- fækkunar má einkum rekja til bættra sam- gangna á landi og mikill- ar samkeppni frá smærri innanlandsfélögum. Ljóst er að eftir því sem vegakerfið batnar mun farþegum í innanlands- flugi fækka hér á landi. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.