Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 16

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 16
FORSIÐUGREIN FEÐGARNIR ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í SÍLD & FISK OG SKÚLIÞORVALDSSON Á HÓTEL HOLTI: LÁTA VERKIN TALA VIÐTÖL VIÐ MENN ÁRSINS í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI1991 Auðvitað hlýtur val á manni ársins á einhverju sviði ávallt að vera umdeilt. En þegar litið er til ferils feðganna Þorvaldar Guðmundssonar og Skúla Þorvaldssonar þarf naumast að deila um niðurstöðu dómn- efndar Stöðvar 2 og Frjálsrar verslunar varðandi val á mönnum ársins í íslensku viðskiptalífi að þessu sinni. Það má með sanni segja að ein- kenni þeirra feðga séu fremur öðru þau að þeir láti verkin tala. Allt frá því Þorvaldur Guðmundsson hóf eigin atvinnu- rekstur árið 1944 hefur hann náð einstæðum árangri á hverju því sviði sem hann hefur kosið að starfa á. Það á við um rekstur smásöluverslana, svínaræktun, kjötvinnslu, markaðssetningu iðn- aðarvara og síðast en ekki síst hótel- og veitingarekstur. Skúli Þorvaldsson hefur annast rekstur Hótel Holts síðustu átján árin og lengst af fyrir eigin reikn- ing. Honum hefur tekist að skapa Hótel Holti þá raunsönnu ímynd að þar sé um að ræða hótel á heimsmælikvarða. Ánægðir við- skiptavinir geta án efa borið vitni um að viðurgjörningur allur og þjónusta á Hótel Holti við Berg- staðastrætið í Reykjavík sé eins og best verður á kosið. Það er erfitt að fjalla um ein- staklinga sem skara fram úr öðru vísi en freistast til að hlaða þá lofi og hátimbruðum lýsingum um

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.