Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 17

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 17
Feðgarnir Þorvaldur Guðmundsson í Síld & fisk og Skúli Þorvaldsson hótelstjóri á Hótel Holti. Þeir hafa verið kjörnir menn ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1991. Viðurkenningin er veitt fyrir einstæðan dugnað og árangur í störfum þar sem oft hefur verið barist við samkeppni úr hörðustu átt. ágæti og mikinn árangur í starfi. Þótt vissulega væri ástæða til er þó einhvem veginn ekki við hæfi að fara slíkum orðum um Þorvald og Skúla. Um þá tala verkin skýr- ustu máli og em órækari vitnis- burður en mörg orð. Mjög er rætt um erfiðleikana í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Þorvaldur Guðmundsson dregur ekki úr því að bágindi steðji að þjóðinni en bætir því við að kynslóð sem þekki ekki annað en góðæri, taki mótlætinu illa. í stað þess að leggja árar í bát sé nauð- synlegra en nokkru sinni fyrr að setjast á þóftur þar sem hart er róið. Og það hefur hann sjálfur gert og gerir enn þótt áttræðis- afmælið sé að baki. Hér á landi virðast flestir orðnir sammála um að hið opinbera eigi sem minnst að taka þátt í atvinnu- lífinu með beinum hætti. Það hef- „AUÐVITAÐ HLÝTUR VAL Á MANNIÁRSINS Á EINHVERJU SVIÐIÁVALLT AÐ VERA UMDEILT. EN UM NIÐURSTÖÐU DÓMNEFNDAR STÖÐVAR 2 og FRJÁLSRAR VERSLUNAR NÚ ÞARF VART AÐ VERÐA ÁGREININGUR.“ ur þó færst í aukana að þeir sem mest tala um mikilvægi einkar- ekstrar, hafa haft forgöngu um að nýta opinbera sjóði og skattfé al- mennings til að hasla ríki og borg völl í atvinnulífinu. Ríkissjóður hefur um langt árabil verið um- svifamikill aðili í veitingarekstri og Reykjavíkurborg á nú tvö af glæsi- legustu veitingahús borgarinnar og hótel við Austurvöll. Þá er nú verið að undirbúa umsvifamikinn veitingarekstur í nýju Ráðhúsi — allt í samkeppni við einkaframtak- ið. Um þetta er m.a. fjallað í viðtali við Skúla Þorvaldsson hótelstjóra, hér á eftir. Við óskum þeim Þorvaldi Guð- mundssyni og Skúla Þorvaldssyni til hamingju með kjörið sem menn ársins í viðskiptalífinu árið 1991. 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.