Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 18
FORSÍÐUGREIN OFTVORU ÁRATOGIN STRÖNG R/ETT VIÐ ÞORVALD GUÐMUNDSSON í SÍLD OG FISK SEM NÝLEGA HÉLT UPP Á 80 ÁRA AFMÆLISITT OG HEFUR ENGIN ÁFORM UM AÐ SETJAST í HELGAN STEIN! Það er óhætt að segja að sérstökum ljóma stafi af nafni Þorvaldar Guðmundssonar. Hann hefur verið einn far- sælasti athafnamaðurinn í íslensku viðskiptalífi um áratuga skeið og einstakur lánsmaður í sínu lífi. Starfs- þrekið hefur verið mikið og þrátt fyrir að hann eigi nú áttatíu ár að baki er engan bilbug að finna á Þorvaldi í Síld og fisk. „Ég er ennþá í fullu fjöri og hef engin áform um að leggja upp laup- ana. Að vísu hef ég dregið ofurlítið úr vinnu og tel mig vel hafa efni á því. En ég mun áfram sinna því, sem ég kann, á meðan ég get,“ sagði Þorvaldur er við tókum hús á honum í Háuhlíðinni nokkrum dögum fyrir áttræðisafmæl- ið sem hann kvaðst ekki hafa neina sérstaka ástæðu til að halda upp á. En áður en við vékum tali að öðru báðum við Þorvald að stikla á stóru um fyrstu ár ævinnar. VINNAN í FYRIRRÚMI „Ég er fæddur að Holti undir Eyja- fjöllum 9. desember árið 1911. Strax á fyrsta ári fluttist ég til Reykjavíkur og bjó með móður minni, Katrínu Jóna- sdóttur, þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Æska mín var ekkert frá- brugðin því sem fátæk börn í bænum áttu að venjast á þeim tíma. Ég gekk í Miðbæjarbarnaskólann og seldi Vísi eins og aðrir strákar. Síðar sat ég í Verslunarskólanum í tvo vetur og um Svínaræktin hefur lengi átt hug Þor- valdar Guðmundssonar, en sá kafli í lífi hans hófst árið 1954 er hann keypti Minni-Vatnsleysu. TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: HREINN HREINSSON OG KRISTJÁN EINARSSON tíma í Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Vinnan var þó alltaf í fyrirrúmi því með Verslunarskólanum vann ég hjá Tómasi á Laugavegi 2 en fór það- an yfir til Sláturfélagsins. Þar kynntist ég kjötvinnslu og fékk raunar smjör- þefinn af ýmiss konar matvælafram- leiðslu sem síðar átti eftir að verða mitt lifibrauð." Þorvaldur Guðmundsson fór utan til Þýskalands árið 1934 til að læra niðursuðu og dvaldi hann þar í tvö ár. Að því búnu var hann ráðinn til að setja upp niðursuðuverksmiðju á veg- um Éiskimálanefndar á ísafirði. Framleiðslan gekk ágætlega en þegar 600 kassar voru komnir á lager kom í ljós að gleymst hafði að skipuleggja söluna til útlanda. Þorvaldur fór utan og seldi afurðirnar í einum sjö ríkjum en kynntist um leið mjög vel þeirra viðskiptaháttum. Árið 1937 réð hann sig svo til Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og veitti forstöðu niðursuðuverksmiðju á þeirra vegum við Lindargötu 46-48. Þar starfaði Þorvaldur uns hann stofnaði eigið fyrirtæki, Sfld og fisk, árið 1944. SÍLDOG FISKUR „Það má eiginlega segja að þessi tilraun mín til eigin rekstrar hafi nú ekki farið allt of vel af stað. Starfsem- 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.