Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 22

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 22
Listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar er víðfrægt og sjálfur segist hann ekki vita hversu málverkin eru mörg. Þessi mynd er tekin í galleríi sem hann á og rekur í Hafnarfirði. veitingarekstrinum á þessum árum og var ókrýndur konungur á þeim vettvangi. Leikhúskjallarinn var rek- inn með miklum myndarbrag, bæði sem skemmtistaður og veitingahús. Árið 1958 hóf Þorvaldur rekstur skemmtistaðarins Lídó og rak hann í nokkur ár uns Reykjavíkurborg keypti staðinn. Þar réð hann Konráð Guðmundsson sem rekstrarstjóra en hann var síðar ráðinn hótelstjóri á nýju stórhóteli borgarinnar, Hótel Sögu. Og þar kom Þorvaldur Guðmundsson auðvitað við sögu: „Ég var fenginn til þess í kringum 1960 að skipuleggja hótel vestur á Melum og vann með Halldóri Jóns- syni arkitekt og hans fólki að því verki um tveggja ára skeið. Eftir að húsið var risið tók ég við rekstri þess og veitti því forstöðu fram á miðjan ára- tuginn, en þá réðst ég í byggingu eigin hótels á Torfunni við Bergstaðast- rætið.“ Þorvaldur hafði á árunum fyrir 1960 alið með sér þann draum að byggja hótel í Reykjavík. Engin slík bygging hafði verið reist í borginni frá því Hót- el Borg reis af grunni árið 1930. Fannst honum tími til kominn að bæta þar úr og sótti um leyfi til hótelbygg- ingar árið 1959. Fékk hann leyfið og raunar 20 milljón króna ríkisábyrgð að auki. Aldrei kom þó til þeirra fram- kvæmda. „Ég lagði þessi áform á hilluna þegar bændasamtökin fólu mér að koma Hótel Sögu á laggimar en þegar því verki var lokið tók ég upp þráðinn. Bygging Hótel Holts hófst árið 1964 og var í upphafi 36 herbergi. Ég opn- aði 12. febrúar 1965 og rak hótelið allt þar til Skúli, sonur minn, tók við restrinum fyrir rúmum áratug." En þótt Þorvaldur Guðmundsson stæði í eigin hótelrekstri var fleira í farvatninu á því sviði: „Forráðamenn Loftleiða höfðu samband við mig þegar ég hafði verið með Hótel Holt um tíma og spurðu Kjötvinnslan þar sem vörur undir Ali-merkinu eru framleiddar. Allt hráefn- ið kemur frá svínabúinu að Minni-Vatnsleysu. 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.