Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 26

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 26
Hótelið stendur við Bergstaða- stræti 37 í Reykjavík og er byggt af Þorvaldi Guðmundssyni. Rekstur þess hófst í febrúar 1965. Átta árum síðar var það stækkað og fyrir um áratug var öll aðstaða gesta á fyrstu hæð bætt verulega. Á Hótel Holti eru 49 herbergi og þar af eru fjórar íbúðir. Það er viðurkennt í hópi bestu hótela í heimi og er meðlimur í samtökun- um Relais & Chateaux, en innan við 400 hótel í víðri veröld eru innan þeirra vébanda. Erlendis er hótelið markaðssett í Steigenber- ger bókunarkeðjunni Veitingasalur Hótel Holts tekur um 80 manns í sæti. Þá er þar að finna veislusalinn Þingholt, en þar eru haldnar veislur fyrir 20-120 manns. Einstök listaverk eftir bestu málara landsins prýða veggi hótelsins. Nýting gistirýma á Hótel Holti er nú um 73% á ári. Nær allir gestanna eru útlendingar og þá einkum menn í viðskiptaerindum. Á Hótel Holti vinna um 70 manns undir stjóm Skúla Þor- valdssonar hótelstjóra. REIAIS & CHATEAUX ® VERÐUM AD LÆRA AÐ LÚTA MEIRIAGA RÆTT VIÐ SKÚLA Þ0RVALDSS0N, HÓTELSTJÓRA Á HÓTEL H0LTI Á liðnum árum hefur gífurleg breyting orðið á rekstri hótela og veitingastaða í Reykjavík. Margir hafa verið til kallaðir í þessum atvinnuvegi en fáir út- valdir því eignaskipti og gjald- þrot hafa verið tíð. Nokkur fyrir- tæki á sviði hótelreksturs hafa hins vegar gengið vel árum sam- an og náð að skapa sér nafn langt út fyrir landsteinana. Eitt þeirra er Hótel Holt við Berg- staðastræti og þar hefur Skúli Þorvaldsson ráðið ríkjum und- anfarin átján ár en faðir hans Þorvaldur Guðmundsson þar á undan. „í veitingarekstri hafa orðið ótrú- legar kollsteypur og offjárfesting á síðustu árum og engu líkara en menn haldi að það að reka veitingastað sé að vera með koníaksglasið í annarrri hendi og vindilinn í hinni um leið og rabbað er við gestina. Slíkt er einfald- lega misskilningur. Hins vegar eru tíð eigendaskipti í þessum rekstri ekkert séríslenskt fyrirbrigði því sama þróun hefur átt sér stað um öll Vesturlönd." 70% EIGIÐ FÉ ER LÁGMARK „Það sem er kannski einkennandi fyrir okkur er sú staðreynd að bankar og aðrar lánastofnanir virðast æ ofan í æ lána mönnum gífurlegar íjárhæðir í þessu skyni án þess að krefjast ná- kvæmra áætlana um það hvemig reksturinn eigi að skila þessu fé til baka. Þess eru mörg dæmi og um leið skýr staðfesting á því að margir bankastjóranna valda ekki hlutverki sínu. Þarna vantar aga og þarna má sjá þessa áráttu okkar íslendinga að vilja ana út í vandasöm verkefni og treysta á guð og lukkuna. Það par getur vissulega hjálpað upp á sakirnar en ræður ekki úrslitum. Af alllangri reynslu get ég fullyrt að í hótel- og veitingarekstri verða menn að eiga um 70% fjárfestingarinnar þegar lagt er af stað. Sé eiginfjárhlutfallið lægra gengur rekstrardæmið einfaldlega ekki upp.“ Þetta sagði Skúli Þorvaldsson hót- elstjóri er við hittumst dag nokkurn í einni af glæsilegum vistarveram Hót- el Holts. Hann keypti reksturinn af TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.