Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 27
Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel Holti: Sumir virðast halda að það að reka hótel sé að vera með koníaksglasið í
annarri hendi og vindilinn í hinni. Það er einfaldlega misskilningur.
föður sínum fyrir tólf árum og hefur
Hótel Holt allan þann tíma átt vel-
gengni að fagna. Það hefur frá upphafi
þótt eitt allra fremsta hótel okkar fs-
lendinga og hefur á síðustu misserum
komist á blað með bestu hótelum í
heimi.
„Fyrir um það bil ári vorum við
teknir inn í alþjóðleg samtök bestu
hótela í heimi, Relais & Chateaux en
innan við 400 hótel eru í þessum sam-
tökum. Sem dæmi um þær kröfur
sem gerðar eru til alls aðbúnaðar og
þjónustu má nefna að á síðasta ári
sóttu 400 aðilar um inngöngu í sam-
tökin en 32 voru teknir inn. Hótel
Holt var í þeim hópi og er eina ís-
lenska hótelið í þessum hópi. Við er-
um einnig skráð í bókunarkeðjuna
Steigenberger sem hefur aðalstöðvar
sínar í Frankfurt í Þýskalandi en það
þýðir að okkar nafni bregður fyrir á
tæplega hálfri milljón bókunarskjáa á
ferðaskrifstofum og sölustöðum um
allan heim. Ástæðan fyrir þessari
áherslu á erlend hótelsamtök, er ein-
faldlega sú að við erum með nánast öll
okkar viðskipti við útlendinga. 93%
okkar gesta eru erlendir og raunar
eru langflestir þeirra hér á landi í við-
skiptaerindum. Það skiptir okkur því
miklu að vera í góðu sambandi við
útlend samtök í þessum rekstri en
ekki síður að vera undir stöðugu eftir-
liti manna sem gera hörðustu kröf-
urnar í þessum efnum,“ sagði Skúli
ennfremur.
SAMKEPPNI ÚR HÖRÐUSTU ÁTT
Það vekur óneitanlega spurningar
að nú er uppi sú staða að Hótel Holt
og raunar önnur fyrirtæki sem rekin
eru af einkaaðilum, eiga í harðri og
Vistarverur Hótels Holts eru glæsilegar enda er hótelið með þeim bestu í
heimi.
27