Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 30

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 30
Veitingasalir í eigu ríkis og borgar hafa sprottið upp á síðustu árum og veita einkaaðiluin sýnilega samkeppni. Hér ávarpar Davíð Oddsson hóp manna í Perlunni, þegar byggingin var á lokastigi. Reykjavíkurborg hefur fjárfest í veitinga- og hótelrekstri: Viðey, Perlan, Hótel Borg og svo verður veitingaaðstaða í Ráðhúsinu. Áður en við hverfum frá hótel- rekstrinum báðum við Skúla að lýsa fyrir okkur dæmigerðum vinnudegi hans á Hótel Holti: „Þeir eru satt að segja eins ólíkir og þeir eru margir. Megineinkenni svona reksturs eru þau að menn eru bundnir yfir honum alla daga ársins. Hér er sú ófrávíkjanlega regla að ég eða aðstoðarhótelstjórinn mætum alltaf í morgunverð gestanna í morg- unsárið klukkan átta. Þetta gerum við vegna þess að á þessum tíma er eina tryggingin fyrir því að við getum hitt gestina og skapað þeim tiltrú á að okkur varði um það hvemig þeim líði meðan á dvöl þeirra stendur. Að öðru leyti er tíma mínum varið til flestra þeirra hluta sem lúta að rekstri svona fyrirtækis og ég legg afar mikla áherslu á að vera sem mest á staðn- um og taka þátt í störfum manna hér. Allt skiptir máli þegar hótel er annars vegar. Það á jafnt við um fjárhagsaf- komu rekstursins og smáatriði eins og straujaða dúka eða blóm í vasa. Mitt starf hér er fyrst og fremst fólgið í markaðssetningu hótelsins og að sjá um peningamálin. Það er mikið atriði að menn láti peningana vinna fyrir sig og ég hef haft áhuga á þeim þætti rekstursins. Að öðru leyti hef ég getað treyst á gott starfsfólk og þar hef ég komist að raun um að ég er alls ekki ómissandi. Ef ég væri það teldist ég vondur stjórnandi! Okkar keppikefli á Hótel Holti er einfaldlega það að gestum okkar líði sem allra best. Okkur varðar ekkert um það hverrar trúar þeir eru, hvaða tungumál þeir tala eða hver sé htar- háttur þeirra. Svo fremi sem þeim líður vel, borga reikninginn sinn og koma aftur til okkar, erum við ánægð og höfum náð markmiðum okkar. All- ir gesta okkar greiða fullt verð fyrir þjónustuna hér og við höfum ekki þurft að bjóða upp á afslátt vegna hópa á ákveðnum árstímum eins og nú tíðkast mjög. Þrátt fyrir þetta er nýting á Hótel Holti um 73% yfir árið en það telst afar góður árangur sem ég get ekki verið annað en ánægður með.“ EKKI PLÁSS FYRIR BÁÐA! Eins og áður sagði hefur Skúli Þor- valdsson rekið Hótel Holt á eigin reikning undanfarin tólf ár. Hann hafði starfað við hlið föður síns allt frá því í barnæsku en að því kom að leiðir í daglegum rekstri skildu. Hvers vegna? „Ég hef alla mína tíð unnið í fyrir- tækjum pabba, m.a. á Minni-Vatns- leysu þar sem ég dvaldi öllum stund- um frá því ég var strákur. Að loknu stúdentsprófi dvaldi ég um nokkra hríð í Barcelona á Spáni þar sem ég lagði stund á spænsku og spænskar bókmenntir. Þá lá leið mín í Háskóla íslands og lögfræðiprófi lauk ég árið 1968. Með námi og fyrstu árin að því loknu störfuðum við pabbi saman. Við komumst að því að vinnuaðferðimar voru ólíkar og þess vegna varð það úr að ég keypti rekstur hótelsins og hef staðið fyrir honum einn síðan. Pabbi er án efa minn besti vinur og ég tel mig vera í hópi hans helstu vina. Það hefur ekkert með viðskipti að gera. Vilji menn taka ábyrgð á eigin verkum verða þeir að geta starfað sjálfstætt og óháð öðrum. Þannig eru mín viðhorf og þannig hafa viðhorf föður míns einnig verið. Það er best að hver éti úr sinni jötu og þrátt fyrir ýmsar bollaleggingar um að við tækj- um upp samstarf á nýjan leik, hefur niðurstaðan ávallt orðið sú að ekki væri pláss fyrir okkur báða á einum og sama vinnustaðnum. Þess vegna höfum við skipt með okkur verkum og það hefur reynst báðum vel.“ Því er ekki að neita að ákveðinn ljómi er um Hótel Holt og raunar þau fyrirtæki sem Þorvaldur og Skúli hafa rekið í gegnum tíðina. En við spyrjum 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.