Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 31

Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 31
aftur á móti hvort þetta hafi alltaf verið dans á rósum? Hafa áföllin aldrei hvatt dyra? „Minn tími í þessu er auðvitað ekki langur en vissulega hefur maður oft tapað í viðskiptum. Það er eðli þeirra og ég get vel sagt það hér að ég tapaði 6 milljónum á Ali-búðinni í Kringlunni og svipaðri upphæð á þátttökunni í Amarflugi, svo tvö dæmi séu til- greind. í ýmsum öðrum rekstri, sem ég hef komið nálægt, hefur tekið langan tíma að fá fjármagnið til að skila sér til baka en sem betur fer hefur það oftast gengið vel. En það er ekki alltaf verið að hirða vinninginn." Skúli Þorvaldsson á verulegar eignir í Kringlunni, m.a. það rými sem Ali-búðin var í um tíma og nú eru seldir ostar. Þá á hann í félagi við aðra það pláss sem veitingastaðirnir í Kvikk starfa í og einnig á hann hlut í húsnæði Hard Rock Café. Þá hefur hann í félagi við Ómar Benediktsson og Böðvar Valgeirsson staðið fyrir markaðssetningu á íslandi sem ferða- „Pabbi er án efa minn besti vinur en það hefur ekkert með viðskipti að gera. Það er ekki pláss fyrir okkur báða á einum stað.“ 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.