Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 35
Verða lög íslands til umræðu og samþykktar í öðrum húsum en þessu á næstu öld?
HVERJIR RÁÐA EVRÓPSKA
EFNAHAGSSVÆÐINU?
Þúsund síðna samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES)
er um það bil 135 greinar, auk 40 bókana og 20 viðauka. Samningur-
inn er byggður upp með svipuðum hætti og Rómarsamningar
Evrópubandalagsins (EB) með formála og sérstökum köflum um
þau mál EES sem tengjast málefnum EB. I bókunum eru nákvæmari
reglur um unnar landbúnaðarafurðir, fiskafurðir, upprunareglur,
ríkiseinokun, undirboð, kola- og stálframleiðslu, eftirlitsstofnun í
samkeppnismálum, reglur um EES dómstólinn og undirrétt hans í
samkeppnismálum, sameiginlega þingmannanefnd og loks um ein-
staka EFTA lönd þar sem m.a. er fjallað um aðlögunartíma í ein-
stökum sviðum. I viðaukanum eru öll þau 1700 „lög“ (reglugerðir,
tilskipanir, ákvarðanir, tilmæli og skoðanir) EB sem EFTA ríkin
þurfa að fella inn í sín lög. Bálkurinn er svo mikill að hann er
afgreiddur með sérstakri tilvísunartækni, en þegar hann hefur
verið þýddur í heild má gera ráð fyrir að það séu um 12000 blaðsíð-
ur.
Greinarhöfundurinn, Bjarni
Vestmann, er fréttamaður.
Hann hefur stundað
háskólanám í Evrópufræðum í
Belgíu
Hvernig á svo að stjórna 380 mill-
jónum íbúa 19 landa EES með þetta í
veganesti?
Til að tryggja að allir séu jafnir á
EES þarf að vera öruggt að EB reglui'
og EES reglur séu túlkaðar eins í
þeim tilvikum sem EB reglur snerta
svið EES-samningsins. Það þarf líka
35