Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 36

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 36
í EES ráðinu eiga sæti meðlimir í Ráðherraráði EB, framkvæmdastjóm EB og frá ríkisstjórnum EFTA landanna. EVRÓPA að vera ljóst hverjir taka ákvarðanir og með hvaða hætti, hvernig fram- fylgja á ákvörðunum og skera úr um ágreining sem upp kann að koma. TVEGGJA STOÐA LAUSNIN Þótt innri markaður EB sé í raun víkkaður út til EFTA landanna, með ýmsum undantekningum, geta EFTA löndin ekki tekið þátt í ákvörðunum innan EB. Þau eru ekki heldur tilbúin að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti í samskiptum við EB innan EES. Vandinn er að samræma þörf EFTA fyrir þátttöku í ákvörðunum og þörf EB til að halda sjálfsstæði sínu. Þess vegna er komið á fót sérstökum stofnunum fyrir EES en þeim er þó ekki falið löggjafarvald sem verður áfram hjá þjóðþingum EFTA landa. EES RÁÐIÐ EES ráðið (The EEA Council) trónir efst. í því eiga sæti 12 meðlimir ráðherraráðs EB, 1-2 fulltrúar fram- kvæmdastjórnar EB og einn frá ríkis- stjórn hvers EFTA lands. Hlutverk þess verður að móta almenna stefnu og gefa samningnum pólitískt vægi. Það á líka að meta hvernig til tekst og taka ákvarðanir um síðari viðbætur við samninginn. Loks á ráðið, að ósk þess ríkis sem í hlut á, að ræða þjóð- hagslega mikilvæg mál. Fundir ráðs- ins verða tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Til að hægt sé að taka ákvarð- anir þarf EB fyrst að samþykkja mál í sínum röðum og EFTA í sínum. Síðan þurfa „blokkirnar" að vera sammála til að mál nái fram að ganga. Ekki er því um það að ræða að einstaka EFTA ríki verði undir í atkvæða- greiðslu. Auðvitað má samt gera ráð fyrir að ríki sem eru hikandi í afstöðu sinni til einstakra mála verði beitt þrýstingi til að rjúfa ekki samstöðuna. SAMEIGINLEGA NEFNDIN Sameiginlega nefndin (The EEA Joint Committee) fundar a.m.k. mán- aðarlega og oftar ef þurfa þykir en í henni munu sitja fulltrúar fram- kvæmdastjórnar EB og EFTA. Nefndin á að tryggja framkvæmd samningsins, vera vettvangur til að skiptast á skoðunum og upplýsingum og hún á að ræða mál sem valdið geta erfiðleikum eða talin eru þjóðhags- lega mikilvæg af einhverjum samn- ingsaðila. Ákvarðanir eru teknar með sama hætti og í EES Ráðinu og nefnd- in getur skipað nefndir og vinnuhópa til aðstoðar en þá verður að kveða skýrt á um verkefni viðkomandi nefndar eða vinnuhóps. Sameiginlega nefndin á svo að gefa út árlega skýrslu um framkvæmd samningsins. ÁKVARÐANATAKA Þegar framkvæmdastjórn EB und- irbýr lagalegar ákvarðanir, sem tengjast EES, á hún að leita með óformlegum hætti eftir áliti sérfræð- inga EFTA ríkjanna á sama hátt og hún leitar álits sérfræðinga EB ríkj- anna. Afrit eru send til EFTA ríkjanna þegar hún leggur tillögur fyrir ráð- herraráð EB. Ef samningsaðilar óska eftir þá er hægt að skiptast á skoðun- um um málið í Sameiginlegu nefnd- inni. Á meðan ákvörðun ráðherraráðs EB er undirbúin eiga samningsaðilar að skiptast á upplýsingum og hafa samráð í Sameiginlegu nefndinni á mikilvægum augnablikum eða þegar óskað er eftir, eins og segir í kaflan- um um stofnanir. í sumum tilfellum þegar ráðherraráð EB felur fram- kvæmdastjórninni að móta reglu- gerðir er umboðið skilyrt samstarfi hennar og fulltrúa aðildarríkjanna í sérstökum nefndum (ferli þekkt sem „comitology"). Nefndir þessar eru 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.