Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 38
EVRÓPA
ismál. Þeir sem leitað geta til dóm-
stólsins eru Sameiginlega nefndin,
samningsaðilar og svo lögaðilar sem
áfrýja úrskurði undirréttar. Eftirlits-
stofnunin getur líka leitað til dóm-
stólsins ef hún telur eitthvert EFTA
ríki v'era að brjóta samninginn. Eins
geta EFTA ríki og lögaðilar „skotið“
málum til dómstólsins í gegnum Eftir-
litsstofnunina. Dómstóllinn getur fellt
úrskurði til að skera úr ágreiningi um
túlkun samningsins. Dómar eru bind-
andi fyrir samningsaðila og Eftirlits-
stofnunina, sem verða að grípa til að-
gerða til að fullnægja þeim. Dómstóll-
inn getur kveðið upp úr um sektir
sem Eftirlitsstofnunin hefur ákveðið.
Þótt máli sé skotið til hans á það ekki
sjálfkrafa að fresta gildistöku ákvörð-
unar sem kærð hefur verið. Dóm-
stóllinn getur þó beint þeim tilmælum
til þeirra sem í hlut eiga að aðgerðum
sé frestað þar til dómur fellur. EES
dómstóllinn mun ekki geta gefíð for-
úrskurði eins og EB dómstóllinn. í
sérstökum viðauka við EES-samn-
inginn er gert ráð fyrir að þau ríki,
sem þess óska, geti leyft dómstólum
lands síns að leita forúrskurðar EB
dómstólsins ef spurningar vakna um
túlkun á EES reglu sem er sambæri-
leg við EB reglu.
UNDIRRÉTTUR í SAMKEPPNISMÁLUM
Á sama hátt og innan EB verður
komið á fót sérstökum undirrétti í
samkeppnismálum (Court of First
Instance). Sami fjöldi dómara frá
EFTA ríkjum verður þar og við EES
dómstólinn en 3 dómarar frá EFTA
og 2 frá EB dómstólnum verða í
hverju máli. Undirrétturinn á að fjalla
um kærur vegna framkvæmdar Eftir-
litsstofnunar EFTA á samkeppnis-
reglum. Á sama hátt og EES dóm-
stóllinn getur undirrétturinn beint til-
mælum til deiluaðila um að fresta
aðgerðum og kveðið upp úr um sektir
sem Eftirlitsstofnunin beitir. Til að
tryggja samræmi í dómum þegar
samningurinn er túlkaður ber öllum
dómstigum (EES dómstóli, EES und-
irrétti, EB dómstóli, EB undirrétti og
dómstólum EFTA landa) að taka fullt
tillit til fyrri dóma. Þetta á líka við um
dóma á grunni EB sáttmálanna að svo
miklu leyti sem þeir fjalla um sömu
svið og EES samningurinn. Til að
auðvelda þetta starf er Sameiginlegu
nefndinni ætlað að koma á fót upplýs-
ingakerfí um dóma síðasta dómstigs.
Hægt verður að framfylgja ákvörð-
unum Eftirlitsstofnunar EFTA, fram-
kvæmdastjórnar EB og dómum dóm-
stóla á EES en þá ber að gera það í
samræmi við lög sem gilda um það í
hverju landi.
LÝÐRÆÐI? ÞINGMENN OGAÐILAR
VINNUMARKAÐARINS
Komið verður á fót sameiginlegri
þingmannanefnd (The EEA Joint
Parliamentary Committee). Hún
verður skipuð jafn mörgum fulltrúum
EB þingsins og þjóðþinga EFTA land-
anna. Hún mun engin völd hafa heldur
vera vettvangur skoðanaskipta til að
fjalla um ársskýrslu Sameiginlegu
nefndarinnar og láta álit sitt í ljós í
formi yfirlýsinga og skýrslna. Aðilar
vinnumarkaðarins í Efnahags- og fé-
lagsmálanefnd EB og Ráðgjafanefnd
EFTA munu hittast á svipuðum vett-
vangi innan Ráðgjafanefndar EES og
geta þeir látið álit sitt í ljós með yfir-
lýsingum og skýrslum. Það er hins
vegar ekkert sem segir hvort og þá
hvemig tekið verði tillit til álits þess-
ara aðila, a.m.k. á þessum vettvangi.
(Greinin var skrifuð áður en athugasemdir
EB-dómstóIsins við völd EES-dómstóIsins
komu fram).
70% vinningshlutfall
VINNINGASKRA FYRIR ARIÐ 1992:
1 vinn. á kr. 25.000.000, 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000, 1 '
24 vinn. á kr. 2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn.
á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á
kr. 75.000, 2.506 vinn. á kr. 125.000, 10.024 vinn. á kr. 25.000, 12.100 vinn. á
kr. 70.000, 48.400 vinn. á kr. 14.000, 48 aukavinn. á kr. 250.000, 192 aukavinn.
á kr. 50.000. Samtals 75.000 vinn. á kr. 2.721.600.000.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
vinn. á kr.2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr.
38