Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 38
EVRÓPA ismál. Þeir sem leitað geta til dóm- stólsins eru Sameiginlega nefndin, samningsaðilar og svo lögaðilar sem áfrýja úrskurði undirréttar. Eftirlits- stofnunin getur líka leitað til dóm- stólsins ef hún telur eitthvert EFTA ríki v'era að brjóta samninginn. Eins geta EFTA ríki og lögaðilar „skotið“ málum til dómstólsins í gegnum Eftir- litsstofnunina. Dómstóllinn getur fellt úrskurði til að skera úr ágreiningi um túlkun samningsins. Dómar eru bind- andi fyrir samningsaðila og Eftirlits- stofnunina, sem verða að grípa til að- gerða til að fullnægja þeim. Dómstóll- inn getur kveðið upp úr um sektir sem Eftirlitsstofnunin hefur ákveðið. Þótt máli sé skotið til hans á það ekki sjálfkrafa að fresta gildistöku ákvörð- unar sem kærð hefur verið. Dóm- stóllinn getur þó beint þeim tilmælum til þeirra sem í hlut eiga að aðgerðum sé frestað þar til dómur fellur. EES dómstóllinn mun ekki geta gefíð for- úrskurði eins og EB dómstóllinn. í sérstökum viðauka við EES-samn- inginn er gert ráð fyrir að þau ríki, sem þess óska, geti leyft dómstólum lands síns að leita forúrskurðar EB dómstólsins ef spurningar vakna um túlkun á EES reglu sem er sambæri- leg við EB reglu. UNDIRRÉTTUR í SAMKEPPNISMÁLUM Á sama hátt og innan EB verður komið á fót sérstökum undirrétti í samkeppnismálum (Court of First Instance). Sami fjöldi dómara frá EFTA ríkjum verður þar og við EES dómstólinn en 3 dómarar frá EFTA og 2 frá EB dómstólnum verða í hverju máli. Undirrétturinn á að fjalla um kærur vegna framkvæmdar Eftir- litsstofnunar EFTA á samkeppnis- reglum. Á sama hátt og EES dóm- stóllinn getur undirrétturinn beint til- mælum til deiluaðila um að fresta aðgerðum og kveðið upp úr um sektir sem Eftirlitsstofnunin beitir. Til að tryggja samræmi í dómum þegar samningurinn er túlkaður ber öllum dómstigum (EES dómstóli, EES und- irrétti, EB dómstóli, EB undirrétti og dómstólum EFTA landa) að taka fullt tillit til fyrri dóma. Þetta á líka við um dóma á grunni EB sáttmálanna að svo miklu leyti sem þeir fjalla um sömu svið og EES samningurinn. Til að auðvelda þetta starf er Sameiginlegu nefndinni ætlað að koma á fót upplýs- ingakerfí um dóma síðasta dómstigs. Hægt verður að framfylgja ákvörð- unum Eftirlitsstofnunar EFTA, fram- kvæmdastjórnar EB og dómum dóm- stóla á EES en þá ber að gera það í samræmi við lög sem gilda um það í hverju landi. LÝÐRÆÐI? ÞINGMENN OGAÐILAR VINNUMARKAÐARINS Komið verður á fót sameiginlegri þingmannanefnd (The EEA Joint Parliamentary Committee). Hún verður skipuð jafn mörgum fulltrúum EB þingsins og þjóðþinga EFTA land- anna. Hún mun engin völd hafa heldur vera vettvangur skoðanaskipta til að fjalla um ársskýrslu Sameiginlegu nefndarinnar og láta álit sitt í ljós í formi yfirlýsinga og skýrslna. Aðilar vinnumarkaðarins í Efnahags- og fé- lagsmálanefnd EB og Ráðgjafanefnd EFTA munu hittast á svipuðum vett- vangi innan Ráðgjafanefndar EES og geta þeir látið álit sitt í ljós með yfir- lýsingum og skýrslum. Það er hins vegar ekkert sem segir hvort og þá hvemig tekið verði tillit til álits þess- ara aðila, a.m.k. á þessum vettvangi. (Greinin var skrifuð áður en athugasemdir EB-dómstóIsins við völd EES-dómstóIsins komu fram). 70% vinningshlutfall VINNINGASKRA FYRIR ARIÐ 1992: 1 vinn. á kr. 25.000.000, 4 vinn. á kr. 5.000.000, 6 vinn. á kr. 10.000.000, 1 ' 24 vinn. á kr. 2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr. 75.000, 2.506 vinn. á kr. 125.000, 10.024 vinn. á kr. 25.000, 12.100 vinn. á kr. 70.000, 48.400 vinn. á kr. 14.000, 48 aukavinn. á kr. 250.000, 192 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 75.000 vinn. á kr. 2.721.600.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings vinn. á kr.2.000.000, 17 vinn. á kr. 5.000.000, 68 vinn. á kr. 1.000.000, 56 vinn. á kr. 1.250.000, 224 vinn. á kr. 250.000, 266 vinn. á kr. 375.000, 1.064 vinn. á kr. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.