Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 40

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 40
TÖLVUR « UASKHUGI « Gler og Kristall Iif » 07/11/91 » « Uppf*rt 06.09.91 » * Fimmtudagur « *«* IHNSLÁTTUR ÚTGJALDfl OG INNSKftTTS «** Gjöld og innskattur. Vinnslumynd úr Vaskhuga. og vandlega byggt upp, á að kosta nokkra tugir þúsunda. Jafnvel þótt kerfið sé ekki í dýrari kantinum þarf það að vera þannig upp byggt og frágangur þess þannig að notandinn geti komist af með lág- marksþjónustu, þurfi helst enga þjón- ustu eftir að hann er kominn af stað. Ástæðan er sú að notendur eru ein- staklingar með rekstur eða fámenn smáfyrirtæki, sem eru viðkvæm fyrir reksturskostnaði og hafa ekki tíma til að standa í símaþjarki vegna ónógra upplýsinga í kerfmu sjálfu. Þessir not- endur vita, núorðið, að það kostar nánast ekkert að reka PC tölvubúnað af vandaðri gerð; það heyrir til undan- tekninga að slíkur búnaður bili. Hvers vegna skyldi þá fylgja hugbúnaði ein- hver reksturskostnaður annar en eðlileg uppfærsla öðru hverju? (Hér er verið að tala um bókfærslukerfi af einföldustu gerð en ekki hugbúnaðar- samstæðu fyrir stórfyrirtæki.) Lykillinn að því að geta selt svona kerfi með árangri er því að gera það þannig úr garði að hægt sé að afhenda það, fá það greitt, og vita síðan sem minnst af því eftir það. Skapi kerfið sjálft tekjurnar, en ekki þjónustan við það, þá er kerfið í lagi. Sumir notend- ur vilja endilega miklu meiri þjónustu en þeir þurfa á að halda og hún stend- ur þeim til boða víða. VASKHUGI Vaskhugi er eitt nýrri bókhalds- kerfanna á markaðnum og er sam- stæða nokkurra sjálfstærðra sam- tvinnaðra kerfa. Það er skrifað með sumarútgáfu 1987 af Clipper á árinu 1989. Vaskhugi tekur um 600 kb á diski en kerfið er afhent á 2 diskettum og inniheldur önnur þeirra uppsetn- ingu og ýmsar hjálparskrár. Hand- bókin með kerfinu er 13 síður auk atriðisorðaskrár. í kynningu á forritinu er nokkuð sterkt að orði kveðið. Þar stendur m.a: „Forritið VASKHUGI er lykill- inn að öryggi og tímaspamaði í bók- haldi. “ Og síðan lýsir framleiðandinn, íslensk Tæki í Garðabæ, Vaskhuga frekar: „Forrit fyrir þá sem vilja fylgj- ast með afkomu fyrirtækisins án fyrirhafnar! — Vaskhugi er bókhaldsforrit, sérstaklega hannað fyrir þá sem ekki hafa sérmenntaðan starfskraft í bók- haldinu. — Vaskhugi er mjög fljótlærður og auðveldur í notkun. Jafnvel þeir sem ekki hafa fengist við tölvur áður, geta strax — og hjálparlaust — náð góðum tökum á Vaskhuga. — Vaskhugi leiðir notandann með valmyndum. Að færa bókhaldið, skrifa reikninga, skýrslur o.fl. lærist um leið og það er gert í fyrsta sinn. — Vaskhugi er fjárhagsbókhald, sölukerfi, viðskiptamannabókhald, birgðabókhald, skuldabókhald, verk- efnabókhald o.fl. og vinna öll kerfin saman. — Vaskhugi gerir nánast engar kröfur til notandans um bókhalds- þekkingu heldur færir hann tvíhliða bókhald sjálfkrafa eftir gögnum yfir tekjur og gjöld sem notandinn hefur slegið inn. — Verkefnabókhald Vaskhuga sér um verkefni, svo sem verktaka- vinnu, tilboð, pantanir o.fl. Frá verk- efnabókhaldinu má prenta skýrslur um framvindu verksins auk reikn- inga“. UPPSETNING 0G HANDBÓK Eftir að hafa pælt í gegn um þetta kerfi fæ ég ekki betur séð en að text- inn hér á undan sé sannferðug lýsing á þessu kerfi. Að vísu má alltaf deila um hve auðveld forrit eru í notkun enda er það afstætt en ég þori að fullyrða að ég þekki fáa, sem eru með sjálf- stæðan rekstur, sem ekki plummuðu sig með Vaskhuga. Mér segir svo hugur um að að sem fari einna mest í taugarnar á væntan- legum notanda bókhaldskerfis, ég tala nú ekki um ef hann er að kaupa kerfi í fyrsta sinn, séu ónákvæmar upplýsingar um hvernig setja skuli kerfið upp á tölvu. Nú notar enginn bókhaldskerfi nema á tölvu með föst- um diski (og gleymir auðvitað að taka afrit af honum árum saman). Sé upp- setningin ekki í samræmi við leiðbein- ingar, sem fylgja kerfinu, getur óvan- ur lent í miklum hremmingum: Marg- ir óvanir draga það við sig í lengstu lög að hringja í „sérfræðinga", þegar þeir eru komnir í klandur vegna illa unn- inna upplýsinga, til þess að láta segja sér hvers konar erkibjálfar þeir séu. Það er því mikil sálfræði á bak við skýrt framsettar leiðbeiningar: Hand- bók segir mjög mikið um það sem á eftir kemur, þ.e. kerfið sjálft. Uppsetningin á Vaskhuga gekk snurðulaust og nákvæmlega í sam- ræmi við þær leiðbeiningar sem fylgja enda eru ýmsar uppsetningarrútínur forritaðar og hafðar í sjálfvirkum skip- anaskrám. Þetta eru góð meðmæli með kerfi þótt mörgum „snillingnum" sjáist yfir þetta einfalda sálfræðilega atriði; þ.e. „fyrstu kynnin“. 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.