Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 43
iði. Innskattur er reiknaður jafnóðum
af gjöldum. Tekjuhliðin er í raun sú
sama og gjaldahliðin en með öfugu
formerki og þar er útskatturinn einnig
reiknaður jafnóðum af færslum.
Þessi stöðugi og jafni útreikningur
á inn- og útskatti er þýðingarmikið
atriði fyrir allan virðisaukaskattskyld-
an rekstur, hvort sem fyrirtækið er
lítið eða stórt. Með þessu móti er
tryggt að við reglubundin skattskil sé
aldrei greitt meira en á að greiða.
í tekjufærslu þarf einungis að færa í
þrjú svið, kerfið sér þá sjálfkrafa urn
útreikning í hin sviðin. Númer reikn-
ings hleypur alltaf á einum sem þýðir
að ekki er nauðsynlegt að fylla í það
Svið — það sér gagnagrunnurinn um
sjálfur.
ENGINN ER FULLKOMINN
Algengasta gryfjan sem hönnuðir
viðskiptakerfa falla í er að gefa sér þá
forsendu að notandinn sé jafn áhuga-
samur og hönnuðurinn og muni alla
hluti og hafi á hraðbergi. Hönnuður
Yaskhuga fellur ekki í þessa gryfju og
sést það víða í kerfinu að skipulega
hefur verið gengið til verks við að
hanna „bakdyr" á sem flesta botn-
langa sem notandinn gæti villst inn í.
Agætt dæmi um þetta kemur strax
fram í sambandi við bókun gjalda.
Muni notandinn ekki númer bók-
haldslykils (skrá yfir þá er að finna
undir „ýmis vinnsla“ ívalmynd) getur
hann sett spurningamerki í sviðið. Þá
sækir kerfíð lista yfir lykla sem til
greina koma og birtir á skjánum.
Þetta sparar talsverða vinnu t.d.
við að fara aftur til upphafsvalmyndar
og þaðan í nr. 9 („Ýmis vinnsla“) og
svo að stika sig aftur til baka yfir í
vinnslumyndina.
Annað dæmi um þessa útsjónar-
semi er öryggistálmunin sem tengd
er skipuninni að hætta. Til þess að
girða fyrir að notandi fari úr Vask-
huga, jafnvel með ófrágengnar færsl-
ur, spyr tölvan hvort örugglega eigi
að hætta í Vaskhuga — þetta einfalda
atriði getur reynst þýðingarmikið
þegar viðjar vanans leitast við að taka
völdin og/eða notandinn orðinn
þreyttur eftir langan vinnudag.
REIKNINGURINN SKRIFAÐUR
í litlum fyrirtækjum er bókhalds-
Úr verkbókhaldi Vaskhuga.
kerfiðjafnframtafgreiðslukerfi — það
þarf að gera ráð fyrir að kerfið sé
notað fyrir beina afgreiðslu, eins og
samantekt og útskrift reikninga í sér-
stakri runuvinnslu. Það ríður því á að
fljótlegt sé að gera reikning og af-
greiða kúnnann. Vaskhugi er með
þessa hluti í fínu lagi.
Gert er ráð fyrir því að hægt sé að
hoppa fyrirhafnarlítið úr ýmsum öðr-
um þáttum yfir í reikningsútskrift,
t.d. eftir að hafa slegið upp viðskipta-
mannaskrá til að kanna stöðu kúnnans
eða að safna saman úr lagerskrá því
sem keypt var.
A reikningi er kennitölusvið. Sé
það ekki fyllt út gerir tölvan ráð fyrir
staðgreiðslu. Tilgreint er vörunúm-
er, vöruheiti, einingaverð, afsláttur (í
%) og heildarverð í línu. Ákveðið hag-
ræði er að því að geta valið þann kost-
inn að afsláttur reiknist sá sami á allar
[TuflSKHUGI * Gler 09 Kristal 1 hf » Uppfsrt 06.09.91 » * 07/11/91 » 1 * Fimmtudagur » |
SKýRSLUR ***
r 9. Til baka 1. Innskattur 2. útskattur
Frá degi sem prenta á frá: gl/'ll/91 til dags: 31/1Z/91
útprentun virðisaukaskattskýrslu.
Valmyndin „Skýrslur"
43