Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 47

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 47
Dæmi um þráláta kjaftasögu er ein, sem á rætur að rekja allt aftur til árs- ins 1850, en gekk enn ljósum logum í Texas og Kaliforníu í upphafi ársins 1991. Sagan hljóðar á þann veg að hjón nokkur hafí farið á kínverskan veit- ingastað og haft hundinn sinn með- ferðis. Þau báðu þjóninn um að fara með hundinn inn í eldhús og gefa hon- um vatn að drekka. Kínverski þjónn- inn misskildi þau hins vegar og bar þeim hundinn bráðar sem aðalrétt í sterkri piparsósu. Saga þessi er sögð sem skrýtla en þrálátur orðrómur er hins vegar ekk- ert grín. Hann getur t.d. nægt til þess að hlutabréf fyrirtækja hrapa í verði. Og í erlendum borgum, þar sem fólk af mismunandi kynþáttum á í erjum, getur komið til uppþota og jafnvel blóðugra bardaga vegna sögusagna. Stundum er kjaftasögum líka viljandi komið á kreik til að koma fyrirtækjum í kröggur og árangurinn lætur oft ekki á sér standa. Doktor Fred Koenig er prófessor í félagssálfræði við Tulane háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur sérhæft sig í ráðgjöf fyrir fyritæki sem verða fyrir barðinu á skaðlegum sögusögn- um. Hefur hann starfsmenn á sínum snærum sem byrja á því að yfírheyra fólk sem heyrt hefur kjaftasöguna. Þegar búið er að rekja söguna og skil- greina hana er síðan tekið til við að kveða orðróminn niður. Annar sérfræðingur á þessu sviði er doktor Allan Kimmel. í fyrra var hann m.a. fenginn til að ráða niðurlög- um sögu sem gekk fjöllum hærra um dreng sem lék í vinsælli sjónvarps- auglýsingu um morgunverðarkorn. Þegar hætt var að birta auglýsinguna fór í gang saga um að drengurinn hefði hellt ákveðnum gosdrykk á morgun- kornið, borðað það og dáið kvalafull- um dauðdaga. Doktor Kimmel hefur stjórnað viðamikilli rannsókn á áhrifum sagna af þessu tagi á viðkomandi fyrirtæki. Segir hann að þeim mun hræddara sem fólk verði við að heyra kjaftasögu þeim mun líklegra sé að það endurtaki hana. Hefur Kimmel unnið fyrir eina af stærstu verslununum í New York vegna þráláts orðróms um að kona nokkur hafi verið að máta þar kápu frá Kjaftasagan um hundinn á kín- verska veitingastaðnum lifir enn góðu lífi. Taiwan, stungið hendinni í vasann og verið bitin af eiturslöngu. Það er ekki hlaupið að því að rann- saka svona sögur, finna uppruna þeirra og kortleggja hvernig þær hafa smám saman breyst. Nemendur við íjölmarga bandaríska háskóla hafa komið af stað kjaftasögum í þeim til- gangi að fylgjast með hvemig þær þróast. Frægt dæmi er t.d. sagan um það að tvær stelpur hefðu bjargað lífi tveggja ósyndra drengja sem féllu í stöðuvatn. Háskólanemarnir sögðu þessa sögu hvar sem tækifæri gafst og helst þar sem margir heyrðu til. Nokkrar vikur liðu og síðan var hópur nemenda sendur af stað til þess að kortleggja feril sögunnar. Þá hafði krökkunum fjölgað og þeir voru orðn- ir að drukknuin táningum sem hvolft höfðu bát. Tveir af strákunum áttu að hafa verið bestu sundmenn skólans og tveir aðrir voru sagðir vinna sem strandverðir í aukavinnu. Og auðvit- að tóku þessir stæltu strákar málið í sínar hendur og björguðu öllum ósyndu stelpunum! Það er með ólíkindum hvað kjafta- sögur fara hratt yfir. Einnig er alveg makalaust hve lengi þær geta verið í gangi því vitað er um sögur sem gengið hafa ljósum logum í meira en hundrað ár — og það þótt margsinnis hafi verið reynt að kveða þær niður. Að mati dr. Koenigs er þó nauðsyn- legt að gera tilraun til að kæfa orðróm þegar hætta er á að hann skaði fyrir- tæki að ósekju. Hann er því ósam- mála mörgum áróðursmeisturum sem telja það neikvætt og einungis vekja meiri athygli á málinu að reyna að bera sögusagnir til baka. Fyrirtæki í New York, sem fram- leiðir tyggjó, fór að ráðum Koenigs og gaf út opinbera yfirlýsingu eftir að sal- an hafði dregist ískyggilega saman á skömmum tíma. Sú saga gekk nefni- lega í öllum skólum borgarinnar að tyggjóið væri búið til úr köngulóar- eggjum. Til að byrja með hafði stjóm- endum fyrirtækisins fundist orðróm- urinn svo hlægilegur að þeir tóku hann ekki alvarlega en þegar sölu- hrapið fór að breiðast út um Banda- ríkin tók gamanið að káma. Héldu menn að sögunni hefði verið komið af stað af samkeppnisaðila fyrirtækisins og ráðinn var heill her af spæjurum til þess að komast að hinu sanna. Þeim tókst hins vegar ekki að hafa upp á neinum sönnunargögnum. Forráða- inenn fyrirtækisins gripu því til þess ráðs að gefa út fréttatilkynningu um málið og varð hún til að drepa orð- róminn. I þessu tilviki reyndist það skyn- samleg ákvörðun að gefa út yfirlýs- ingu en auðvitað var sá möguleiki fyrir hendi að hún hefði þveröfug áhrif. Stjórendur fyrirtækja, sem verða fyrir barðinu á kjaftasögum, standa þess vegna frammi fyrir erfiðu vali þegar þeir þurfa að velja á milli þess að þegja orðróminn í hel eða hlæja að honum á opinberum vett- vangi. Lausnin er: Enzymol í Evrópu | BEngin hárígræðsla BEngin gerfih, EUQO-HAIR á Islandi har Engin lyíjameðferð Einungis tímabundin notkun Eigid hár með hjálp lífefha-orku 091 -676331e.kU6.oo 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.