Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 48
Sá orðstír sem fer af af Miami borg er oft á einn veg: Eiturlyf, vopn og illa fenginn gróði. Verksmiðjueigandi frá Suður- Kóreu var spurður að því nýl- ega, hvort hann gæti hugsað sér að setja upp útibú í Miami. Svar- ið lét ekki á sér standa: „Miami vice, Miami vice, mikil hætta, mikið óöryggi.“ Má vera að þetta hafi verið ríkjandi skoðun á áttunda áratugnum, þessa dagana er hún óðfluga á undanhaldi. Ekki svo að skilja að allt sé nú í himna- lagi í Miami. Vopnaviðskipti og eitur- lyf eru enn sem fyrr stór þáttur í neð- anjarðarhagkerfi borgarinnar. Og ímynd borgarinnar varð fyrir áfalli nýlega þegar tveir breskir ferðamenn voru skotnir til bana. En þessir van- kantar geta ekki stöðvað þá þróun sem nú er að auka hlutverk Miami í alþjóðaverslun. Hin hefðbundnu tengsl Miami við Rómönsku Ameríku og nálægðin við sívaxandi markaði á því svæði hefur vakið upp áhuga fyrir- tækja um allan heim á möguleikum borgarinnar. Fjöldamörg evrópsk og bandarísk fyrirtæki eru nú í óða önn að setja upp skrifstofur og verksmiðjur í Miami og í kjölfarið fylgja ríki Suðaustur-Asíu. Franski flugvélarisinn Aerospatiale og ítalski saumavélaframleiðandinn Rimoldi eru á meðal þeirra sem hafa sett upp skrifstofur sínar í Miami, einnig bandarísk fyrirtæki á borð við American Telephone & Telegraph, Texaco, General Motors, Eastman Kodak og Hewlett Packard. Fransk- ur iðnjöfur, sem var á ferð á Miami strönd nýlega, hreifst af alþjóðlegu andrúmslofti gangstéttakaffihúsanna, þar sem heyra mátti flest tungumál heims, n.k. smækkuð útgáfa af Sam- einuðu Þjóðunum að hans mati. Miami býður upp á góðar samgöng- ur jafnt til ríkja Mið- og Suður-Amer- íku sem og til Evrópu og Bandaríkj- anna og þar er einnig að finna stóran hóp vel menntaðra spænskumælandi starfsmanna. Þessir kostir setja Miami framar öðrum borgum eins og Mexíkóborg eða Sao Paulo þegar velja skal stjórnstöð verslunar og við- skipta við Rómönsku Ameríku. Af- leiðingin er sú að hartnær fjórðungur viðskiptalífs Miami tengist beint milli- rílíjaverslun. Flugvöllur Miami er annar helsti viðkomustaður erlendra ferðamanna í Bandaríkjunum, næst á eftir John F. Kennedy flugvellinum í New York, og í gegnum höfnina í Miami fer mestur hluti þeirra vöru- flutninga sem eiga sér stað milli Róm- önsku-Ameríku og Bandaríkjanna. Nokkrar megin ástæður liggja að baki þess að Miami nýtur slíkra vin- sælda meðal alþjóðlegra fyrirtækja. Einna helst má telja þá staðreynd að mörg ríki Suður- og Mið-Ameríku eru í óða önn að opna efnahagskerfi sín og sækjast eftir auknum viðskipta- tengslum við Norður-Ameríku. Lönd á borð við Brasilíu, Venesúela og Argentínu eru að hverfa frá mið- stýrðu og lokuðu efnahagskerfi í átt til meira frelsis og vegna hefðbundinna 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.