Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 49
tengsla Miami við þessi svæði mynd-
ar hún eðlilega brú milli norðurs og
suðurs. Sagt er manna á meðal að í
Miami geti maður kynnst löndum
Rómönsku Ameríku betur en með því
að fara til þeirra, vegna þess að „það
eru allir í Miami“.
Önnur ástæða fyrir auknum vin-
sældum Miami er sú að flestir telja að
Fidel Castro eigi nú skammt eftir sem
einræðisherra á Kúbu. Breytingar í
heimsmálum hafa orðið til þess að
Sovétmenn eru nánast hættir að
styðja Kúbustjórnfjárhagslega. Kúba
er aðeins hálftíma flug frá Miami en
þar bíða þúsundir landflótta Kúbverja
eftir því að fá að snúa heim og ljóst er
að Miami yrði fyrst til að græða á
viðskiptum við Kúbu.
Þriðja stóra breytingin, sem er í
aðsigi, er tilvonandi fríverslunar-
samningur milli Bandaríkjanna og
Mexíkó sem hefur orðið til að hleypa
miklu fjöri í viðskipti milli landanna
tveggja. Svo virðist sem fyrirtæki
velji Miami fyrst og fremst sem
stjórnaraðsetur viðskiptanna en ekki
sem framleiðslusvæði. Viðskipti við
eyjur í Karíbahafinu fara einnig ört
vaxandi sem og við þau Mið-Amerík-
uríki sem njóta „bestu viðskiptakjara"
við Bandaríkin.
Á sama tíma og ferskir vindar við-
skiptalífsins leika um Miami er eldra
hagkerfi borgarinnar í rúst. Stærsta
fyrirtæki borgarinnar, Eastern Air-
lines, er farið á hausinn eftir langvar-
andi erfiðleika og sama gildir um
helsta viðskiptabanka Miami. Mörg
fleiri fyrirtæki hafa farið á hausinn á
undanförnum árum og byggingariðn-
aðurinn er í lágdeyðu. Aukið gildi Mi-
ami í alþjóðaviðskiptum kemur rétt
tímanlega til að bjarga efnahagnum frá
algeru hruni. Alþjóðleg tengsl virðast
vera nauðsynleg ef borgir á stærð við
Miami eiga að dafna og staðsetning
hennar veitir henni mikla möguleika á
því sviði. Sem miðstöð viðskipta við
Rómönsku Ameríku gegnir hún svip-
uðu hlutverki og Los Angeles og
Seattle gagnvart Kyrrahafsríkjum og
Buffalo gagnvart Kanada. En vanda-
mál Miami eru enn töluverð, atvinnu-
leysi nemur nærri níu af hundraði og
milli hinna ijöldamörgu kynþátta sem
byggja borgina ríkir enn töluverð
spenna. Borgarbúar treysta á aukin
FRANSKT KRYDD
í ÞJÓÐABLÖNDU
MIAMI
Þegar Christian Ribeiraud lauk
viðskiptafræðinámi í Frakklandi
var hann ekki í vafa um hvar hann
ætlaði sér að búa. Á unga aldri
hafði hann komið til Miami í fylgd
foreldra sinna og heillaðist af borg-
inni. Nú er hann starfsmaður
Prudential verðbréfasjóðsins, og
sér um tengsl við evrópska og
suður ameríska viðskiptavini. Um
helgar fer hann í bátsiglingar á
Biscayaflóanum undan Miami
strönd. „Miami býður upp á öflugt
viðskiptalíf, alþjóðlegt bankakerfi
og góðar samgöngur," segir Ri-
beraud, „en þar er einnig mjög
gott að búa.“
Riberaud og rnargir samlandar
hans eru hluti af hinni nýju alþjóða-
blöndu Miami. Rómönsk áhrif hafa
löngu sett mark sitt á borgina. En
frönskum íbúum hennar fjölgaði
þrefalt á síðasta áratug, upp í
10.000 manns. Frakkarnirhittastá
frönskum menningarviðburðum,
hljómleikum og matarboðum. Þeir
hafa einnig sína eigin matsölustaði.
Sumir Frakkar sækjast eftir sól-
arstranda ímyndinni og koma til
borgarinnar á eigin vegum en
flestir eru þeir þangað komnir á
vegum fyrirtækja sem reka skrif-
stofur í Miami. Frönsk fyrirtæki í
Miami voru 30 árið 1985 en eru
núna 70 talsins og fjölgar enn. Out-
inord Intemational, sem framleiðir
efni til byggingariðnaðar, opnaði
tvær skrifstofur fyrir níu árum síð-
Ribeiraud: Hluti af nýrri alþjóða-
blöndu Miami á Flórída.
an til að sækja inn á Bandaríkja-
markað, eina í New York og aðra í
Miami. Fyrir tveimur árum lokuðu
þeir skrifstofu sinni í New York og
fluttu alla starfsemi hennar til
Miami. Ástæðan var einkum sú,
að sögn forráðamanna, að mun
þægilegra er að stunda í viðskipti í
Miami.
Þjónusta við skemmtiferðaskip
hefur lengi verið helsta ástæðan
fyrir sókn Frakka til Miami en nú
eru góðar flugsamgöngur gegnum
Miami farnar að trekkja líka.
Evrópski flugvélaframleiðandinn
Airbus rekur flugþjálfunarskóla
sinn fyrir Norður-Ameríku í Miami
og það hefur orðið til þess að laða
að önnur frönsk fyrirtæki á sviði
flugmála. Franska risafyrirtækið
Aerospatiale, sem stendur einnig
að Airbus, er þegar þúið að hreiðra
um sig með framleiðslu á varahlut-
unr og Sextant Avionics valdi
Miami sem aðsetur fyrir aðalskrif-
stofur sínar í Bandaríkjunum um-
fram Atlanta og Dallas.
Frakkar eru seinþreyttir og
kippa sér lítið upp við slæma
ímynd Miami. Franskur fram-
kvæmdastjóri, sem hafði orðið
fyrir því að brotist var inn í íbúðina
hans og bílinn, sagði að þetta sé
það sem við er að búast í öllum
Bandarískum stórborgum. Þetta
sé hluti af kostnaðinum við það að
stunda gróðavænleg viðskipti.