Frjáls verslun - 01.12.1991, Qupperneq 50
alþjóðleg viðskipti sem bestu leiðina
til að vinna sig út úr erfiðleikunum.
Ferðamannaiðnaður í Miami virðist
einnig vera að rétta úr kútnum. Slæm
ímynd borgarinnar á síðasta áratug
hræddi ferðamenn í burtu og Walt
Disney World og aðrir slíkir staðir á
Vesturströndinni drógu til sína flesta
ferðamennina, burt frá Austurströnd-
inni. Nú eru Evrópubúar teknir að
streyma til Miami á ný, heillaðir af
listahverfinu meðfram ströndinni þar
sem skrautlega máluð hótel og klúbb-
ar frá fjórða áratugnum skreyta götu-
myndina. Vaxandi tísku- og auglýs-
ingaiðnaður á rætur sínar í þessu
sama hverfi þar sem hópast saman
listamenn og ljósmyndarar sem nota
skrautlega máluð húsin sem bak-
grunn fyrir auglýsingar.
Evrópubúum, sem búsettir eru í
Miami, fjölgar einnig hratt á vegum
fyrirtækja sem eru að opna skrifstof-
ur þar. Þannig eru núna um 70 frönsk
fyrirtæki með skrifstofur í borginni,
helmingi fleiri en fyrir fimm árum, þar
á meðal Aerospatiale sem ætlar að
setja á stofn þjónustumiðstöð fyrir
Airbus flugvélar í Miami sem og
skipasmíðastöðin Alsthom Internati-
onal sem einnig starfrækir þjónustu-
miðstöð þar.
Spánverjar flykkjast einnig til Mi-
ami enda eru flestir íbúanna
spænskumælandi. Spánverjar eiga
flesta erlenda banka í Miami og
spænska flugfélagið Ibería vann ný-
lega rétt til flugs á fjórum flugleiðum
til Mexíkó og Suður-Ameríku frá
Miami. Sovéska flugfélagið Aeroflot
hefur einnig flutt bækistöðvar sínar í
Rómensku Ameríku til Miami frá
Kúbu.
Síðastir á vettvang, en í símeira
mæli, eru iðnrisar Austur-Asíu, flest-
ir frá Taívan, Hong Kong og Suður
Kóreu, heillaðir af möguleikum hinna
nýju markaða við Karíbahafið og í
Suður-Ameríku. Taivönsku tölvu-
framleiðendurnir Acer og DTK eru
búnir að koma sér fyrir og DTK hefur
auk þess ákveðið að í Miami verði
helsta samsetningarverksmiðja fyrir-
tækisins fyrir Bandaríkjamarkað sjálf-
an. Utflutningsráð Hong Kong flutti
nýlega skrifstofur sínar frá Panama til
Miami og fyrirtæki frá Hong Kong
fylgja í kjölfarið.
Japanir virðast ekki hafa haft mik-
inn áhuga á Miami fram að þessu,
einkum vegna slæmrar ímyndar
borgarinnar. En nú er að verða breyt-
ing þar á. Eitt japanskt fyrirtæki,
Mitsui & Co., á helmings hlut í fyrir-
tæki í Miami, með um 200 starfs-
menn. Fyrirtækið notfærir sér hag-
stæða viðskiptasamninga til að kaupa
fataefni í Bandaríkjunum, sníða það í
Miami, senda það til Haítí til að láta
sauma úr því og loks eru fullunnar
vörurnar sendar til baka til Miami og
seldar á Bandaríkjamarkað.
Landflótta Kúbveijar hafa löngum
sett svip sinn á borgina og stuðlað að
spænskri ímynd hennar. Önnur
þjóðabrot hafa gjarnan fallið í skugg-
ann af Kúbverjum þó að hlutur þeirra
sé heldur að aukast.
Spænska er töluð á öllum þrepum
þjóðlífsins, hvort sem er í hár-
greiðslustofum eða fundarherbergj-
um stórfyrirtækja. Nafnspjöld og
skilaboð í símsvörum eru oftar en
ekki á bæði spænsku og ensku og þeir
sem eiga erindi við lögfræðinga eða
bankastjóra geta yfirleitt valið um
tvær tegundir af kaffi meðan þeir
bíða: Americano eða Cubano sem er
sterk, svört blanda ættuð frá Kúbu.
Breytingar á hlutfalli kynþátta í Mi-
ami kemur ekki öllum jafn vel. Eftir
því sem spænskumælandi fólki hefur
flölgað hefur enskumælandi fækkað
um fimmtung á síðasta áratug. Og þó
að aukin alþjóðleg tengsl Miami auki
starfsmöguleika ákveðinna þjóðfé-
lagshópa, með auknu framboði á sér-
fræðings- og stjómunarstörfum, þá
hafa þau lítil áhrif á afkomu fjölmennr-
ar stéttar verkamanna í borginni.
Kynþáttamismunun er einnig
vandamál í borginni. Svertingjum er
oft haldið frá störfum af hinum
spænskumælandi meirihluta. Þetta
gerist einkum innan ferðamannaiðn-
aðarins en svertingjar benda á að
varla geti verið þörf á spænskukunn-
áttu til þess eins að þvo diska, búa um
rúm eða bóna bíla. Þessi mismunun
skapar spennu milli kynþátta sem
blossar upp á yfirborðið endrum og
eins.
Miami hefur einnig hlotið sinn skerf
af öðrum þeim vandamálum sem
gjarnan herja á stórborgir: Skólar eru
yfirfullir, gatnakerfíð ræður ekki við
umferð á annatímum, stóraukin
mengun hefur orðið til hertrar lög-
gjafar um leyfilegan útblástur bíla.
Vatnsból Miami, hin svokölluðu
Everglades, sem eru fenjasvæði
norðan borgarinnar, er undir stöðugri
ásókn mengunar og íbúðabyggðar,
auk þess sem viðvarandi þurrkar hafa
gert mönnum grikk. Menn hugsa
með óhug til þess hvað gæti gerst ef
ný bylgja Kúbverskra flóttamanna
skylli á borginni. Það sem af er þessa
árs hafa 1200 manns flúið til Miami,
meir en þrefaldur sá fjöldi sem kom
allt árið í fyrra.
En bjartsýni virðist samt vera ríkj-
andi meðal Miami búa sem telja að
framtíðarmöguleikar borgarinnar
vegi upp á móti þessum vandamálum.
Gott dæmi eru stóraukin umsvif
bandaríska fjarskiptarisans AT&T en
þar hefur starfsfólki fjölgað jafnt og
þétt undanfarin ár. Nýlega féklv
Miami-deild fyrirtækisins úthlutað
60% af samningi um nýlagnir á ljós-
leiðurum í Mexíkó, fyrir nærri 20
milljarði króna.
í kjölfar aukinna umsvifa suður á
bóginn hefur AT&T einnig nýlokið
við fyrsta neðansjávar ljósleiðarann til
Suður Ameríku sem tengir Miami við
Púertó Ríkó, Jamaíka, Dómíníkanska
lýðveldið og Kólombíu. AT&T er
einnig þáttakandi í verkefni á vegum
Spánar, Italíu og Mexíkó sem á að
tengja þessi þrjú ríki við Miami og ríki
Karíbahafsins með glerþræði. Að
sögn starfsmanna AT&T fer stór
hluti erlendra sendinga frá Miami
gegnum línur félagsins til Evrópu og
Kanada.
Miami á eflaust eftir að halda sér-
stöðu sinni um ókomin ár sem undar-
leg blanda glæpalýðs og glæsibrags.
Stórkostleg sjónarspil eiga sér stað
undir sindrandi geislum sólar, allt frá
harmleik bátafólks frá Haítí til fárán-
legra réttarhalda yfir Manúel Norí-
ega. Miami losar sig kannski aldrei
við þann orðstír sem kemur fram í
Miami vice þáttunum en Miami búum
fmnst ekki lengur að þeir þurfi að bera
í bætifláka fyrir borg sína. Þrátt fyrir
margháttuð vandamál þá eru ný við-
skiptatengsl og nýjir þjóðfélagshópar
að breyta Miami í eina af helstu við-
skiptaborgum Bandaríkjanna.
(Þýtt og endursagt: Business Week)
50