Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 52

Frjáls verslun - 01.12.1991, Side 52
Guli bakkinn: Viö hjá Pennanum gerum okk- ur fyllilega grein fyrir því að mannkynið hefur gengið veru- legaáforðajarðríkisins. En nú er mál að linni og tími til kom- inn að taka til hendinni og fara að nota það, sem umhverfis- vænt er, og reyna að endur- nýta sem mest af því sem til fellur í daglegum rekstri fyrir- tækja. í verslunum Pennans er að finna mikið magn endur- unninna vara, vélritunarpapp- ír, Ijósritunarpappír, og vistar- vænna blýanta ,strokleðra, yddara og margt fleira. Nú hefur Penninn hafið sölu „Gula bakkans" svokallaða. Guli bakkinn varð til eftir hug- mynd fyrirtækisins Gagnaeyð- ingar. Hugmyndin með þess- um bökkum, sem eru í áber- andi litum, er að fólk setji endurnýtanlegan pappír í bakkana. Að loknum vinnu- degi er síðan losað úr bökkun- um í sérstakar grindur sem starfsmenn Gagnaeyðingar sjá síðan um að tæma viku- lega og vinsa það, sem nýti- legt ertil endurvinnslu, úr. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að trúnaðarskjöl fyrirtækisins komist í hendur einhverra óviðkomandi því að þeim „sálgar" Gagnaeyðing. Ríkis- stofnanir hafa notað þessa bakka í þó nokkrum mæli en nú er einnig höfðað til einka- fyrirtækja. Guli bakkinn kostar kr. 509.- og er vert að atvinnu- rekendur láti áberandi áminn- ingar um að það sé ekki allt ónýtt, sem starfsmennirnir geta ekki lengur notað, á borð þeirra. 15.000 Filofaxar á * Islandi: Við hjá Pennanum vitum að filofax er einfaldlega ómiss- andi. Filofaxerskipulagskerfi - handhæg hirsla - sem þú lagar að þínum persónulegu þörf- um. Filofaxmöppurnar eru framleiddar úr ýmsum gerðum leðurs og vinyls og eru einnig fáanlegar í mismunandi litum. í filofaxmöppuna fást síðan ýmsar tegundir aðskildra pappírsarka, svo sem síma- skrárspjaldskrá, dagbók og margt fleira. Hvernig væri að sameina áhugamál og atvinnu í hirslum filofax og sannreyna að filofax er... einfaldlega ómissandi. Filofaxmöppurnar kosta frá kr. 3.658,- með fylgi- blöðum. Nýtt kassakerfi í Hallarmúla: í september síðastliðnum var komið upp nýju kassakerfi í verslun okkar í Hallarmúla. í notkun voru teknir nýir og hraðvirkir tölvukassar sem bera heitið I.C.L. í byrjun des- ember var síðan hafist handa við að strikamerkja þær vörur, sem í búðinni eru, þannig að enn frekar megi flýta fyrir af- greiðslu. Komastrikamerking- arnartil með að aukast dag frá degi í versluninni þar til flestar þær vörutegundir, sem hægt er að strikamerkja, verða það. 59 ár í miðbænum: í desember var samskonar kassakerfi tekið upp í verulega endurbættri verslun okkar í Austurstræti 18. Markmið verslunarinnar í Austurstræti er að hafa sem fullkomnast ritfangaúrval á boðstólum. Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í ritfangaverslun sem stendur undir nafni í hjarta miðbæjarins. C2MEÞ-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.