Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 56

Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 56
HEILSfl Æðakölkun veldur vaxandi vandamálum með hækkandi aldri. 110-115 ára aldri. Umhverfið og lífs- skilyrðin hafa afgerandi áhrif á lífs- möguleikana. Þannignáðu Rómverjar til forna að jafnaði um 22 ára aldri en nú verða íslendingar nærri 80 ára aldri að meðaltali. A Islandi er fjöldi 67 ára og eldri um 23 þúsund eða 9% þjóðarinnar, 4,5% eru 75 ára og eldri og 1,2% eru 85 ára og eldri. Gera verður ráð fyrir að þessir hópar eigi eftir að stækka verulega á næstu ár- um og áratugum. Þannig er áætlað að um aldamótin verði um 4% íbúa Bandaríkjanna komnir um eða yfir 85 ára aldur og við svipuðu er að búast hér. Það kann að hljóma einkennilega en sennilega veldur ofneysla, óhóf og skortur á nægilegri líkamsþjálfun því að ekki fleiri ná svo háum aldri. Æða- kölkun veldur með hækkandi aldri vaxandi vandamálum. Hún tengist, eins og vel er kunnugt, ofrieyslu á fitu, sykri, salti og tóbaksreykingum. Æðakölkun veldur svo aftur háum blóðþrýstingi, kransæðasjúkdómum og heilaáföllum. Rannsóknir sýna greinilega að þeir, sem stunda reglu- lega líkamshreyfmgu og áreynslu, hafa að jafnaði hagstæðari blóðþrýst- ing. Margir telja að hár aldur sé í raun- inni ekkert aðalatriði í sjálfu sér held- ur meta þeir andlega og líkamlega færni þótt mörgum þætti best að þetta færi saman. Flestir aldraðir halda andlegri getu sinni að verulegu leyti til dauðadags. Alvarleg elliglöp koma í ljós hjá 4-5% þeirra og nokkur skerðing á andlegri getu verður hjá um 10 af hundraði þeirra sem lifa fram yfir 67 ára aldur. Meðal 65 ára finnast merki um alvarleg elliglöp einungis hjá 1 hverjum af þúsund en fara nokk- uð hratt vaxandi í fyrstu af vaxandi minnisleysi, gleymni og minnkandi andlegri getu og seinna af óróleika, rugli og svefntruflunum. Sjúkdómur- inn tengist heilarýmun og virðist fyrst og fremst um að ræða fækkun á gráum frumum, þ.e.a.s. þeim frum- um sem taldar eru uppspretta hugs- unar. Orsakir sjúkdómsins eru enn sem komið er ekki þekktar. Þannig hefur ekki fundist samband milli Alzheimer sjúkdóms og t.d. áfengisneyslu, reykinga, mataræðis eða eitrana (s.s. af völdum þungra málma). Rætt hefur verið um endur- tekin heilaáföll en skýrt samband hef- ur ekki fundist. Veirusýkingar hafa verið grunaðar en orsakasamband er ekki þekkt þótt eyðniveiran hafi legið undir grun. Talið er að höfuðáverkar og e.t.v. skjaldkirtilssjúkdómar geti átt hlut að máli. Lífshorfur sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm eru skertar og eru metnar um 8 ár frá fyrstu ein- kennum sjúkdómsins en eftir að veru- leg hrörnunareinkenni eru komin fram eru horfumar mun lakari. TOLL VÖRUGEYMSLAN í HAFNARFIRÐIHF. Melabraut 19, sími 91-54422, 220 Hafnarfirði. INNFLYTJENDUR ATH! Hér er gott að geyma vörur eftir því sem með þarf. Það sparar peninga. Aðstoð veitt við gerð tollskýrslna og úttektarbeiðna ef óskað er. 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.