Frjáls verslun - 01.12.1991, Page 60
ÁRflMÓT
hvetur mann til dáða, en um leið
verður að tryggja að íslenskir aðil-
ar beri ekki skarðan hlut vegna
meiri skattlagningar hér á vörurn-
ar sjálfar svo og á fyrirtækjarekst-
urinn.
2. Þó svo að almennt sé ekki sérlega
bjart framundan í rekstri íslenskra
fyrirtækja, þá lítum við Hagkaups-
menn framtíðina björtum augum.
Um 70% af sölu fyrirtækisins eru
matvörur og matvörusalan er ekki
mjög háð sveiflum efnahagslífsins,
hvorki upp né niður. Við munum
tryggja markaðsstöðu okkar með
því að leggja áfram mikla áherslu á
úrval, gæði og gott verð.
3. Tími hinna stóru „efnahagsað-
gerða“ er löngu liðinn. Ef stjórnin
nær tökum á hallarekstri ríkisbú-
skaparins og nær að skapa skilyrði
fyrir lækkandi raunvöxtum sam-
fara stöðugu gengi og lítilli verð-
bólgu, þá á atvinnulífið sjálft að
geta lyft sér upp úr því hjólfari,
sem það keyrir nú í.
Halldór Guðbjarnarson,
bankastjóri Landsbankans:
Erfið reynsla skilar
meiri hagsýni
1. Fyrir liggur að afkoma Lands-
bankans verður ekki góð á árinu.
Ástæða þess eru útlánatöp sem
bankinn hefur verið að afskrifa.
Þessi útlánatöp hafa öðru frem-
ur einkennt reksturinn þetta ár.
Þó má bæta við að fyrrihluta árs-
ins var reksturinn mjög erfiður,
þegar undan eru skildar þessar út-
lánaafskriftir. Ástæða þessa er
rakin til meiri verðbólgu en gert
var ráð fyrir í spám. Bankinn borg-
aði þá hærri innlánsvexti en út-
lánsvextir stóðu undir og orsakað-
istþað af því, að miklu stærra hlut-
fall innlána er tengt verðbólgunni
en hlutfall útlána. Þetta myndar
ójafnvægi í efnahagsreikningi
bankans sem illa verður ráðið við
við núverandi aðstæður.
2. Búast má við erfiðleikum hjá bank-
anum næsta ár ef áframhald verð-
ur á gjaldþrotum einstaklinga og
fyrirtækja. Hins vegar er rétt að
benda á að bankinn hefur undan-
farin 3 ár tekið mjög myndarlega á
hugsanlegum útlánatöpum þannig
að gera má ráð fyrir að búið sé að
mæta öllum stærstu vandamálun-
um. Þrátt fyrir að framtíðin sýnist
ekki björt þessa stundina er þó
ýmislegt sem bendir til þess að
árið 1992 verði bankanum betra en
1991.
Þótt á móti blási í þjóðfélaginu
þessa stundina er síður en svo
dauði og djöfullinn framundan. Á
allra síðustu árum höfum við geng-
ið í gegnum erfitt tímabil. Það hef-
ur orðið til þess að opna augu
manna fyrir því að áfallalaus rekst-
ur heimila og fyrirtækja er ekki
sjálfgefinn. Ef ekki er farið að með
gát er voðinn vís. Þetta hefur
mörgum orðið ljóst. Þessi erfiða
reynsla mun skila sér í framtíðinni
í meiri hagsýni og betra aðhaldi.
Þessi reynsla mun skila sér í betri
rekstri almennt í þjóðfélaginu.
3. Þótt stefna ríkissjóðs orki tvímæl-
is þessa stundina er skoðun mín sú
að margt í henni sé af hinu góða.
Aðlögun okkar efnahagsmála að
efnahagi annarra frjálsra þjóða er
nauðsynleg ef ekki á að verða hér
algjör stöðnun. Þessi aðlögun kall-
ar óneitanlega á stundar átök
vegna þess sársauka sem hún
veldur. Slíkt verður ekki umflúið.
Álitamál er hversu hratt eigi að
fara í slíka aðlögun. En þegar til
lengri tíma er litið held ég að flestir
verði ánægðir.
Davíð Sch. Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Smjörlíkis-Sólar:
Viðunandi afkoma
1. Viðunandi.
2. Ágætar.
3. Nei.
Gunnar Svavarsson,
forstjóri Hampiðjunnar:
Enginn bati
á næsta ári
1. Það er ljóst að afkoman í ár verður
töluvert lakari en síðustu árin. Þar
veldur mestu áframhaldandi sam-
dráttur í sölu, sem hófst eftir
1987, en það ár var reyndar met-
ár. Frá árinu 1987 hefur hallað
undan færi í útgerð við nánast allt
norðanvert Atlantshaf með þeim
afleiðingum, að notkun veiðarfæra
hefur dregist saman og samkeppni
milli þeirra sem selja vörur til sjáv-
arútvegsfyrirtækja stóraukist.
2. Líklegast er að árið, sem nú geng-
ur í garð muni ekki hafa neinn bata
í för með sér. Sjávarútvegur hér á
60