Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 62

Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 62
ÁRAMÓT landi er að lenda í mjög erfiðri nið- ursveiflu þar sem afli dregst sam- an. Við vonumst eftir að botni sé náð á útflutningsmörkuðum, en hvort það nær að vega upp á móti deyfð hér innanlands er óvíst. Þrátt fyrir þjóðarsátt og litla verðbólgu, hefur kostnaður við framleiðslu hér á landi vaxið meir en í samkeppnislöndum. Það er lykilatriði að sú þróun stöðvist og gangi síðan til baka að einhverju leyti. Verðbólgu þarf að ná niður á áður óþekkt stig hér á landi og semja þarf um óbreytt laun. Tak- ist þetta ekki, mun innan fárra mánaða engin leið önnur út úr vandanum en lækkun gengis með tilheyrandi verðbólgu og rýrnun kaupmáttar. 3. Ríkisstjórnin leggur nú af stað með fjárlög sem stuðla munu að skárra jafnvægi í ríkisbúskapnum en áður stefndi að. Þar með ætti að vera unnt að lækka raunvexti. Þetta er af hinu góða. Hins vegar er ég ekki sérlega bjartsýnn á að sett markmið náist, m.a. vegna skorts á nauðsynlegri samheldni og trúnaði sem nauðsynlegt er að ríki innan stjómarflokkanna. Efnahagslíf okkar er í lægð um þessar mundir og svo mun verða næsta ár. En öll él birtir upp ums íðir. Ef atvinnulífinu eru sköpuð h'fvænleg almenn skilyrði og fyrir- tækin laga sig að breyttum að- stæðum og nýta sér þau tækifæri sem alls staðar er að finna, þarf ekki að kvíða framtíðinni. hér tel ég að bein og óbein áhrif af þátt- töku okkar í evrópska efnahags- svæðinu skipti miklu. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Ríkisstjórnin er á réttri leið 1. Flugleiðir gera ráð fyrir að rekstur fyrirtækisins verði réttu megin við strikið á þessu ári. Ekki er ljóst hve mikill hagnaðurinn verður, en hann mun vart nema meira enl -2% af veltu. Ferðaþjónustan varð fyrir miklum áföllum á þessu ári. Persaflóastyrjöldin dró veru- lega úr ferðalögum og meðan á átökunum stóð margfaldaðist eldsneytisverð. Áætlanir Flug- leiða um farþegafjölda stóðust að mestu á meðan á styrjöldinni stóð og bókanir bentu til þess að sum- arfarþegum myndi fjölga veru- lega. Átökin ýttu fólki í átt til sum- arleyfisstaða á norðlægari slóð- um. Þótt sumarfarþegum félagsins fjölgaði nokkuð varð það ekki í samræmi við bókanir og spár. Félagið hafði því nokkuð um- framframboð á sætum í sumar með tilheyrandi kostnaði. Flest benti því til þess að reksturinn myndi í besta falli standa í jámum í árslok. Flugleiðir hófust þegar handa í ágúst og september að draga úr kostnaði. Árangur þeirra aðgerða og hagstæð gengisþróun bandaríkjadollara hefur aukið verulega líkur á hagnaði í ár. 2. Nú er unnið að gerð rekstraráætl- ana fyrir árið 1992. Flugleiðir starfa á mörkuðum í tugum landa og því skiptir alþjóðlegt rekstrar- umhverfi miklu máli fyrir rekstur félagsins þótt efnahagsk'f hér heima skipti mestu. Áætlanir fé- lagsins gera ráð fyrir batnandi stöðu á alþjóðlegum ferðamörkuð- um á seinni helmingi næsta árs. Hér heima er gert ráð fyrir sam- drætti í efnahagslífi og það mun vitaskuld koma fram í rekstri flug- félaga líkt og annarra fyrirtækja. Flugleiðir munu því mjög herða markaðssókn sína hér heima á næstu vikum og mánuðum. 3. Ég tel að í meginatriðum sé ríkis- stjórnin á réttri leið. Auðvitað eru atvinnugreinar missáttar við ýmsa þætti stefnunnar, en ég held að sú áhersla sem lögð er á að ná niður Irmflytjendur — Útflytjendur Látið Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf. sjá um flutningana ásamt umstangi pappírsmála. Sjáum um: Tollafgreiðslu • Inn- og útflutning • Endursendingar • Umhleðsluflutninga • Búslóðaflutninga • Hraðsendingar Með þvíað nota sérfræðiþjónustu okkar WW skipaafgneiösla spararþú fé, tíma ogfyrirhöfn. jeS ZÍtTlS6n hf Leitið tilboða1 r € m alhlida FLLíT NiNGAhjóNusrA Tryggvagata 17 • 101 Rvk. • Símar (91) 13025 og 14025 • Fax (91) 622973 • Pósthólf 1017 62

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.