Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 65

Frjáls verslun - 01.12.1991, Síða 65
GÓÐAR BÆKUR FRÁ FRÓÐA I SVIPTIVINDUM Æviminningar Sigurðar Helgasonar eftir STEINAR J. LÚÐVÍKSSON. Sigurður Helgason hóf afskipti af flugmálum á íslandi þegar hann kom inn í stjórn Loftleiða á frægum byltingarfundi árið 1953. í tæp fjörutíu ár, eða fram til aðalfundar Flugleiða 1991, var Sigurður í fylkingarbrjósti. Hann var um árabil forstjóri Loftleiða í Bandaríkjunum en eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands 1973 varð hann einn þriggja forstjóra félagsins. Hann var forstjóri og síðar stjómarformaður Flugleiða um árabil. Þar blésu oft kaldir vindar um Sigurð Helgason enda var hann þekktur fyrir að taka ákvarðanir og standa eða falla með,þeim. Frásögn hans er óvenjulega hreinskiptin og hann segir frá ýmsu því sem gerðist að tjaldabaki. Hann lýsir valdabaráttu í og um stórfyrirtækin Loftleiðir og síðar Flugleiðir auk þess sem hann fjaliar um samferðamenn sína, bæði innan fyrirtækisins og utan. FRÓÐI BÓKA & BI^VÐAÚTGÁFA 1 Ármúli 18-108 Reykjavík - Simi: 812300 í SÖNGVARANSJÓREYK Æviminningar Sigurðar Ólafssonar eftir RAGNHEIÐIDAVÍÐSDÓTTUR. í bókinni segir Sigurður frá litríku lífshlaupi sínu. Hann var mjög fjölhæfur söngvari og á 50 ára söngferli sínum söng hann í kómm, við jarðarfarir, með danshljómsveitum og í ópemm, auk þess sem hann söng inn á margar hljómplötur sem njóta enn gífurlegra vinsælda. En Sigurður var ekki síður kunnur sem hestamaður þar sem skeiðið var sérgrein hans. í bókinni endurspeglast geislandi h'fsgleði og þróttur Sigurðar sem áður kom fram á skeiðvöllunum og í söng hans. STAÐIÐ í STRÖNGU Æviminningar Erlendar Einarssonar eftir KJARTAN STEFÁNSSON. Erlendur Einarsson var um langt árabil forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Undir hans stjóm reis veldi samvinnuhreyfmgarinnar á íslandi hæst og hún varð stórveldi í íslensku samfélagi. Flest var þar slétt og fellt á yftrborðinu en eins og oft gerist í miklum atvinnurekstri og umsvifum kraumaði undir niðri. Og nokkrum sinnum sauð reyndar upp úr. Erlendur fjallar um afskipti sín af málum samvinnuhreyfingarinnar sem hófust þegar hann var innanbúðarmaður i Kaupfélaginu í Vfk í Mýrdal. Hann rekur feril sinn hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess og segir frá átökum sem urðu við lok starfsferils hans þar. Frásögn hans mun koma mörgum á óvart og varpa ljósi á ýmislegt sem áður hefur lítið verið fjallað um opinberlega. „HEITIRÐU OMAR ?!!" Minningabók eftir ÓMAR RAGNARSSON fréttamann. í bókinni rekur Ómar endurminningar sínar frá bemskuárunum. Hann bregður upp ógleymanlegri mynd af Reykjavík eftirstríðsáranna og af lífsbaráttu alþýðufólks á þeim árum. Hann segir frá prakkarastrikum í sveitinni og kristilega þenkjandi ungum mönnum í Kaldárseli. Hann segir frá fyrstu ástinni í líft sínu sem kviknaði við harmrænar kringumstæður. Einlægni og frásagnargleði einkenna þessa bók ÓMARS RAGNARSSONAR, rétt eins og persónuna sjálfa.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.