Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 11

Frjáls verslun - 01.02.1992, Síða 11
FRETTIR BORGARSJÓÐUR REYKJAVÍKUR: KEPPIR VID EINKAFRAMTAKID - JÚLÍUS KRAFÐIST NAFNAKALLS í BORGARSTJÓRN Talsverður skjálfti hef- ur verið í Borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna vegna ágreinings um áframhaldandi fjárfest- ingar Borgarinnar í fyrir- tæki Hitaveitu Reykja- víkur, Hagkaups og Vífil- fells um útflutning á vatni. Júlíus Hafstein, borg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, hefur verið mjög mótfallinn því að borgin legði hlutafé í þetta fyrirtæki í sam- keppni við einkaframtak- ið. Eins og kunnugt er hefur Islenskt bergvatn hf., sem Davíð Scheving Thorsteinsson veitir for- stöðu, hafið myndarlegan útflutning á vatni og tek- ið forystuna á því sviði. Það er skoðun Júlíusar að það sé í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins að ríki og sveitarfélög standi fyrir atvinnustarf- semi í samkeppni við einkaframtakið. Það var á grundvelli þeirrar stefnu sem hann lagðist gegn því að Reykjavíkur- borg legði fram viðbótar- hlutafé í vatnsfélagið. Júlíus lagði hins vegar til að borgin seldi þau hluta- bréf í félaginu sem hún keypti fyrir nokkrum ár- um. Félagar hans í borgar- stjórnarflokki sjálfstæð- ismanna voru hins vegar á annarri skoðun og höfðu ekki áhuga á að fara að stefnu flokksins í þessu efnií Við kosningu í borgarstjórn óskaði Júl- íus Hafstein eftir nafna- kalli því hann vildi hafa hreinar línur í því hverjir af félögum hans væru reiðubúnir að kjósa gegn stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Atkvæði féllu þannig að Júlíus var einn á móti en allir aðrir sjálfstæðis- menn með, ásamt öllum fulltrúum minnihlutans - að sjálfsögðu! Júlíus Hafstein óskaði eftir nafnakalli í borgarstjórn til að fá á hreint hverjir vildu að borgin héldi áfram að keppa við einka- framtakið í vatnsútflutningi. Hann hefði getað sparað sér ómakið því hann var einn á móti. brother brother brother brother brother ÉM*®ífelío©lí‘ brother. merkivélin býður snyrtilega og varanlega lausn á merkingarvandamáli þínu 1 Hún er hentug hvort sem þú starfar á skrifstofu, teiknistofu, lager eða sjúkrahúsi, í skóla, verslun eða banka. Mikið litaúrval á prentborðum. Fimm stafagerðir, lárétt og lóðrétt prentun, níu minni, spegilprent o.fl. o.fl. Komdu og kynntu þér þetta undratæki eða hringdu og fáðu upplýsingar. Einkasala á íslandi. Söluumboð \ '■ » VívK 'V*-* \ \ N • . V* v V"* sr , i. \ \< V- ’W ►\\ ^ ^\V: | ~ | ' Raflagnadeild KEA. Akureyri. Nýbýlavegi 28. Sími 44443 & 44666. Fax 44102. Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.