Frjáls verslun - 01.02.1992, Page 44
VINNUSTAÐIR
GÓÐUR STARFSANDI
SÝNILEGUR Á HVERJUM DEGI
• FLEIRI ÞÆTTIR EN LAUNIN SKIPTA MÁLI ÞEGAR STARFSANDINN MÓTAST
• TÆKNIÞEKKING ER DÝR OG STARFSFÓLKIÐ ER ÞVÍ MIKILVÆG FJÁRFESTING
• GÓÐ STARFSMANNASTEFNA ER MEIRA EN GLÆSILEG ÁRSHÁTÍD EINU SINNI
ÁÁRI
Hjá góðum fyrirtækjum er gott starfsfólk og góður starfsandi. Góður
starfsmaður getur laðað að sér viðskiptavini. Slíkur starfsmaður er
góð fjárfesting, jafnvel betri en tækja- eða tölvubúnaður.
Góðum starfsmanni þarf að líða vel í vinnunni. En hvað gerir
starfsmann ánægðan í vinnunni? Laun skipta vissulega máli, en nú
er aukin áhersla lögð á aðra þætti sem skapa vellíðan, svo sem
jákvætt andrúmsloft, félagslíf og að starfsmaður finni að hann sé
metinn að verðleikum. I sumum fyrirtækjum fer fram svo kallað
frammistöðumat einu sinni á ári. Þá fær starfsmaður að vita álit
stjórnenda á sér og getur sagt þeim hvers hann væntir og hvort hann
hefur yfir einhverju að kvarta. Sums staðar er þetta mat launatengt,
annars staðar ekki.
Frjáls verslun leitaði til tveggja
fyrirtækja til að forvitnast um hvernig
þessum þætti rekstursins er sinnt,
Sjóvá-Almennra og Einars J. Skúla-
sonar hf. Einnig var rætt við menn
sem annast hafa fræðslu um starfs-
anda í fyrirtækjum.
STJÓRNUNAR- OG FÉLAGSLEGUR ANDI
Starfsandi byggist á tveim þáttum,
annars vegar starfsmannastefnu
fyrirtækisins og hins vegar félagsleg-
um anda starfsfólks. Starfsmanna-
stefnan lýtur að stjórnskipulegum
þætti fyrirtækisins og hún þarf að
vera sýnileg til þess að starfsmönnum
líði vel. Félagslegur andi starfsfólks
helst oftast í hendur við starfsmanna-
stefnuna, en getur einnig lifað sjálf-
stæðu lífi. Til dæmis talaði einn við-
mælenda blaðsins um að stjórnskipu-
legi þátturinn í hans fyrirtæki væri
þokkalegur, en félagslegi andinn frá-
bær.
Hjá Stjórnunarfélaginu er fjallað um
starfsanda á ýmsum námskeiðum og í
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
44